Akranes - 01.11.1949, Síða 22
skósmiður í Reykjavík og kvæntur þar
Margréti Helgadóttur, Ámasonar, fyrrv.
Safnhúsvarðar. Þau eiga 4 börn:
1. Helgi.
2. Sigursteinn Haraldur.
3. Hanna Regína.
4. Þórir Sigurður.
Það mun vera 1938, sem Árni Gíslason,
bifreiðastjóri kaupir Lykkju. Hann er
fæddur á Hellis-Sandi, en fluttist fljótlega
með foreldrum sínum til Rej'kjavikur og
ólst þar upp. Kona Árna, er Þórey Hann-
esdóttir Guðnasonar frá Sjáfarborg. Þeirra
börn: Edvard, Lárus og Sæunn.
Nú búa bræður tveir í Lykkju, Hrólfur
og Þórður Jónssynir, ættaðir norðan úr
Húnavatnssýslu. Kona Hrólfs er Guðrún
Jónasdóttir. Þeirra börn: Gunnar, Þórunn,
Sigrún og óskírð stúlka. Kona Þórðar er
Skarpheiður Gunnlaugsdóttir. Þeirra börn:
Agnes og stúlka óskírð.
Lykkja er nú við Skólabraut 20, og átti
lengi Sjóbúð eða skemmu á bakkanum
fyrir neðan Nýhöfn.
Ó3. SjóbúS.
1 Sjóbúð byggir fyrst Árni Magnússon
steinhús, 11x6 alnir 1875. Löngu seinna
var byggt ofan á það hús úr timbri, og
þannig stóð það til 1948. Þó hefur þar ekki
verið búið nokkur seinustu árin. Áður en
Árni byrjaði búskap var hann vinnumað
ur og formaður á skipi fyrir Hallgrím
hreppstjóra.
Faðir Árna var Magnús Einarsson,
fæddur í Kalmanstungu 29. mai 1814
Foreldrar hans voru Einar bóndi Þórólfs-
son Arasonar frá Fitjum. Móðir hans var
Helga Snæbjarnardóttir prests, seinast í
Grímstungum, Halldórssonar biskups
Brynjólfssonar. Magnús á Hrafnabjörgum
bjó einnig í Höfn í Melasveit, á Innra-
Hólmi og Bekanstöðum.
Árni i Sjóbúð var fæddur á Bjamastöð-
um í Hvítársíðu 26. ágúst 1844. Hann fór
frá foreldrum sínum um tvítugt til Hall-
gríms hreppstjóra eins og fyrr segir. Þar
kvæntist Ámi 23. október 1873 Ragnheiði
Benediktsdóttur Bachmann frá Narfastöð-
um í Melasveit. (Benedikt þessi var bróðir
sr. Geirs Bachmann i Miklaholti, og síðar
hér í Nýjabæ. Hallgrímur Bachmann í
Ráðagerði og Sigurður Bachmann á Pat-
reksfirði, voru bræður Ragnheiðar, konu
Árna Magnússonar). Ragnheiður deyr í
Sjóbúð 29. sept. 1885. Sonur þeirra Áma
og Ragnheiðar var hinn geðprúði, góði
drengur, Benedikt Bachmann, skipstjóri,
og um langt skeið bamakennari og sím-
stjórí á Sandi.
Líklega er það áríð 1886, sem Ámi flyt-
ur alfarinn frá Sjóbúð, fer til Ólafsvíkur
og flytur þangað alla búslóð sína á sex-
mannafari. Þar vestra kvæntist Árni í
annað sinn, (líklega 1889), konu þeirri er
Guðríður hét Jónsdóttir, frá Borgarholti í
Miklaholtshreppi, systir Óla á Stakkhamri
og þeirra systkina. Þessi börn þeirra munu
vera á lífi:
1. Ragnheiður, gift Niljoniusi Hall i
Reykjavík. Þeirra börn: Þórir Hall
verzlunarmaður og Jóna Hall verzl-
unarmær.
2. Kristjón, kvæntur Guðnýju Ásbjarn
ardóttur frá Sandi. Þeirra börn: Svav-
ar, rafvirki og Þórir Fríðar.
3. Una, giftist Ólafi Þorkelssyni. Þeirra
dóttir Inga.
Árni Magnússon var mjög vel greind-
ur og ágætlega vel máli farinn. Tók mik-
inn þátt í félagslifi hér, t. d. hinu merki-
lega Æfingarfélagi. Hann var vel hag-
mæltur, góður formaður, aflasæll og ágæt-
Ámi Magnússon, Sjóbúð.
is vinnumaður á sjó og landi. Einar kaup-
maður Markússon, sem þá var verzlun
arstjóri Ólafsvíkur verzlunar, réði hann
sem starfsmann að verzluninni, við alls
konar umsjón utan bííðar. Síðan starfaði
liann við þessa verzlun hjá Proppébræðr-
um eftir að þeir eignuðust hana. Árni
andaðist í Ólafsvik 23. október 1919. —
Magnús faðir Áma var seinustu árin hjá
honum í Ólafsvík, og mun hafa andast
þar, líklega 1892.
Þess var áður getið, að Árni hafi verið
hagmæltur. Sem sýnishorn af kveðskap
hans birtast hér tvö smá kvæði er hann
orti af sérstöku tilefni. Ennfremur ljóða-
bréf til vinar hans, Einars Markússonar
sem fyrr var nefndur. Þá er Ámi á Sandi.
Yrkir hann þetta í byrjun árs 1901 og
bindur ár og dag inn i ljóðið. Það er gam-
ansamt og sýnir vel þá hlið á Árna, um
leið og það sýnir mælsku hans og ótví-
ræða leikni í að rima.
„LjóSmœli til Einars Markússonar.
Góði vinur ég þakka þér, sem þú hefur gott
gjört mér.
Fátt þó beri til fróðleiks hér, fegin vildi ég
skrifa þér,
nokkrar linur að láta þig, liðan allgóða vita
um mig.
Satans kladdan svo hef ég fundið, saman við
annað ruslið bundið,
en enginn lesa úr honum kann. 1 honum botnar
ekki fjandinn,
hann er svo fjarskalega blandinn, bezt er því að
brenna hann.
Flestum þykir fárlegt veður, því fátt er til sem
muna gleður.
Siglingin heldur seint er gefin, samt hafa nokkrir
fengið þefinn,
af hverri þeir i Ólafsvík, en hátíðalaust er hér
á Sandi,
og hvergi eru verri á þessu landi, óhamingjunnar
efnin rík.
Guðsorða lestur lítils metinn, legið í bólum allur
étinn,
matur sem handa mönnum var, því mýsnar
spöruðu liann ekki par.
Kvenfólkið hefur misst hér móls, því mennimir
eru sumir farnir,
en enginn þykist að því frjáls, sem öðrum
sprundum voru svamir,
að stunda þær eins og ætti og þarf, það útheimtir
bísna mikið starf.
En margt er þó hér, sem berst í bætur, ef betur
væri ó þvi hafðar gætur.
Rækals mikið hér rak um daginn, af Rjúpu, það
bætti margra haginn,
þó á þær vantaði annan vænginn, eins mátti kasta
þeim á svænginn,
matrýrnun engin i þvi var, þó ó þær vantaði
fjaðrimar.
Steinbítar haf hér og þar, í hrauni fundizt um
gjótumar.
Þeir hafa verið furðu feitir, en frusu i hel, því
hér var allt,
af íshúsunum orðið kalt, sem þekkja hverja hæð
og leiti,
upphugsuð nú en ekki byggð, upp á selskapens
góðu tryggð.
Sildarskortur hér var i vetur, þeir vara sig ó þvi
siðar betur,
af henni eru öll ishús full, en ekki er hún föl
fjrrir skæra gull.
Og svo eru mörg þau sannleiks orð, samantvinnuð
um hyggju-storð
fimlega ekki fa>rð i letur, fyrir páskana
þennan vetur,
sem fyrstur er á öldinni, en ártalið er á hillunni.
Og ágætlega ár og síð, óska ég þér liði þína tið,
á hverjum degi hverja stund, heppnist þér allt i
vöku og blund.
Verzlunin blómgvist ór fró ári, og aldrei vömmar
fólkið klári,
en borgi lika undir eins, svo ekki verði það til
meins.
Römin þin dafni og blessun hljóti, þér berist gæðin
með öllu móti,
svo vil ég lika i endir óðs, óska konunni þinni
góðs.
Svo kveð ég mætan hjörva hlin, hjartanlega sem
góðan vin,
sett hefur það á sandi greitt, sjötta þér fjórða
núll og eitt.
Arni Magnússon.“
142
AKRANES