Akranes - 01.11.1949, Qupperneq 23

Akranes - 01.11.1949, Qupperneq 23
SÉRA FRISRIK FRIBRIKSSOM: STARFSÁRINIII. loftinu, hrifning heyskaparins í hinni hentugustu góðviðritiit, Hjálpaðist þar allt til: Sunnanvindurinn ljúfi, heyanganin i fegurð héraðsins með hinu dásamlega útsýni, gleði og vingjarn- leiki fólksins og ekki sízt samræður Brynleifs. Allt þetta veitti mér unað og fegurðarnautn, sem ég býst við að áhrifin af veru minni þar hafi átt nokkurn þátt í því að einn af aðalstöðunum i sögunni minni „Sölvi“ varð einmitt Geldingaholt, en ekl i einhver annar staður. — Fyrri daginn, sem ég dvaldi í Geldingaholti vildi svo til, að ég fann i brjóstvasanum á reiðkápu minni skrifaða ræðu, sem ég hafði haldið í K. F. U. M. sunnudagskvöld milli jóla og nýárs 1917. Tekstinn var: Opinberun Jóh., 22, 1—5, en aðaltekstinn var samt kafli úr Snorra-Eddu, lýsingin á Askinum Ygdrasíl. Þessi ræða var einkennileg að því leyti að ygdrasíls sögnin var notuð til að leggja út af henni uppbyggilega. Það voru svo fáir á samkomunni og fékk ég á eftir ákúrur af Guðmundi klæðskera Bjarnasyní fyrir að hafa „spanderað" slíkri ræðu fyrir svo örfáa menn. Ég hafði svo orðið að halda hana aftur á stærri fundi. Ég var með sjálfum mér, dálítið hreykinn af þessari ræðu, og það minnkaði ekki við það, að Knútur Zimsen vildi láta prenta hana. En það vildi ég ekki, en svo fór hún í rusl og týndist. En um morguninn, þegar ég var að fara upp í Borgarnes og var að flýta mér til skips, varð ég að fara aftur inn í herbergi mitt til að ná í vettlingana mína, sem ég hafði gleymt og ruddi um í asanum bókastafla á gólfinu, og datt þá ræðan út úr einni bók- inni. Ég tók hana upp og stakk henni í vasann og gleymdi þessu svo. Nú rakst ég á hana i Geldingaholti og las hana inn kvöldið upp fyrir Brynleifi. Hann lét sem hann væri hrifinn af henni og bað mig að flytja hana á Akureyri. En því hef ég fjölyrt um þetta þannig, að seinna meir þóttist ég sjá liandleiðslu i þessu smá atviki, af því að þessi ræða kemur aftur við söguna, og verður sagt frá þvi á sínum stað. Ég trúi i handleiðslu í smá- munum og hef oft rekið mig á það. Annan daginn, sem ég var í Geldingaholti, tókum við Bryn- leifur okkur ferð á hendur yfir i Blönduhlið að heimsækja séra Björn á Miklabæ. Ég þekkti hann nú ekki mikið persónulega; hann var tíu árum eldri en ég og varð prestur sama ár, sem ég gekk inn í skóla. Ég leit upp til hans, því að hann var gáfumaður og vel lærður, þó að ekki færi alveg saman skoðanir okkar á guðfræðinni. Hann tók mér með mikilli alúð og vinsamleik. Hann var þegar orðinn mjög sjóndapur, svo að hann árið eftir varð að segja af sér. En hann var glaður og mjög skemmti- legur í tali og bar vel mein sitt. Mér varð mjög hlýtt til lians fyrir þessa litlu viðkynningu. Við Brynleifur töfðum þar marga klukkutíma. Það var skemmtilegt að ríða yfir Hólminn i hinu fegursta sumarveðri og hafa með 'köflum sprett úr spori. Það eitt þótti mér á vanta, að fá ekki að ríða yfir Héraðsvötnin á Stokkhólms- vaði, en nú voru vötnin brúuð. Kvöldið síðasta í Geldingaholti var eitt hið fegursta kvöld og öll dýrð Skagafjarðar naut sín, svo að við gátum ekki rifið okkur frá þeirri fegurð fyiT en löngu eftir miðnætti. — Næsta dag fórum við út á Sauðárkrók og var ég þar í tvo daga eða svo. Meðan ég dvaldi á Sauðárkrók, þurfti ég margra vina °g kunningja að vitja. Minnistæðastir voru mér samt frá þeirri dvöl, tveir drengir. Annar þeirra hét Friðrik og var sonur Mar- akranes geirs bónda Jónssonar á Ögmundarstöðum og Helgu konu hans Pálsdóttur. Litli Friðrik var þá um ársgamall; hafði hann misst móður sína haustið áðui', þá nýlega fæddur, en Helga móðir hans var dóttir Páls bróður, og var ég þannig afabróðir hans. Hann hefur síðan verið mér mjög kær og er nú, þegar ég skrifa þetta, orðinn kennari á Sauðárkrók. Hinn drengurinn var sonur Jóns kennara Björnssonar, frænda míns og vinar, hans sem sótti mig vestur að Svínavatni. Drengurinn var skírður, meðan ég var á Sauðárkróki og fékk nafnið Björn, i höfuðið á afa sínum á Veðramóti. Ég fékk þá sæmd að verða Guðfaðir hans. Nú er hann orðinn læknir. Þegar ég fór frá Sauðárkróki, flutti Jón Björnsson mig yfir að Viðvík til míns kæra vinar, séra Guðbrandar Björnssonar. Þar varð nú fagnaðarfundur. Við höfðum ekki sézt langa lengi að nokknr ráði. Var nú ljúft að tala um gamlar endurminningar, sér í lagi frá vetrinum 1906-7, þegar við vorum á biblíulestrun- um inni hjá Gunnari sál. Sæmundssyni í banalegu hans. Við- víkurbærinn liafði líka að geyma endurminningar. Þangað hafði ég ekki komið síðan haustið 1905 er ég í siðasta sinn heimsótti velgerðamann minn og kennara, séra Zophonías Halldórsson, var mér hugljúft að rifja upp fyrir mér minningarnar um þau hjónin bæði frá Goðdölum og Viðvik. Ég minnist líka þar skírnar- föðm-s míns, prestaöldungsins og sálmaskáldsins, séra Páls Jóns- sonar, er ég kom að Viðvík fyrsta sinn 1886, hve hann þá var mér alúðlegur. Ég bar mikla lotningu fyrir lionum. Seinast, þegar ég sá hann, gaf hann mér hebrezka málfræði og 1. Móse- bók á hebrezku. Ég á þær enn til minningar um sr. Pál, enda þótt ég aldrei hafi lært neitt í hebrezkri tungu. Þannig varð mér allt til unaðssemdar i Viðvík þessa daga. Ljúf þótt mér samveran við prestinn, og gleðiríkar samræður bæði um guðleg fræði og„ klass- iskar“ bókmenntir. Er séra Guðbrandur lesinn og góður í latínu. Prestsfrúin lét heldur ekki á sér standa að annast um að mér liði sem bezt. Ég var þar yfir helgi, en sá sunnudagur er í nokkurri þoku fyrir mér. Ég man ekki hvort messað var í Viðvík, en mig minnir að kvöldmessa væri haldin á Hólum. Riðum við prestshjónin og ég heim að Hólum og heim aftur imi nóttina. Páll Zophaníasson var þá ný orðinn skólastjóri Bændaskólans og hafði hann tekið það lilutverk á hendur að koma mér norður að Völlum í Svarfaðardal. Var ákveðinn dagur til þeirrar ferðar og flutti séra Guðbrandur mig heim að Hólum aftur kvöldið áður en fara skyldi. Hafði ég þá skemmtilegt kvöld hjá Páli. Næsta morgun lögðum við af stað, fórum yfir í Kolbeinsdal og þar sem leið liggur upp IJeljardalinn, hinn ömurlegasta dal, sem ég þekki; ekki stingandi strá, lítið troðnar götur, sem lágu upp á við, þangað til heiðin tók við. Þar uppi á heiðarbrúninni, milli tveggja steina, sáum við einn einstakan fífil. Við stigum af baki og gældum við fífilinn, og bjuggmn til svo lítinn skjól- garð handa honum. Oft hef ég notað þeiman fifil sem dæmi upp á þrautseigju og harðfengi. — Við riðmn krókaleiðir niður snarbrattar fanndyngjm- niður í Svarfaðardalinn og léttum ekki fyrr en við komuni að Völlrnn til séra Stefáns frænda mins. Þau hjónin, Stefán og frú Sólveig, tóku okkur með mestu vin- semd og virtum. Við vorum þar um nóttina og afhenti skóla- stjórinn mig næsta morgun þeim hjónmn til frekari fyrirgreiðslu, og hélt síðan heimleiðis. Fannst mér mikið til um þessa ferð yfir hinn ógreiðfæra veg með svo ágætum og skemmtilegum leiðsögmnanni. Ég sat svo heilan dag uni kyrrt á Völlum og höfðmn við frændurnir margt að tala saman og rnargar minn- ingar upp að rifja frá fyrstu viðkynningu okkar á Ytrabæ í Hrísey smnarið 1888. Það eina, sem mér þótti að, var það, að mér gafst svo lítið tækifæri til að kynnast drengjum þeirra, því að heyanir stóðu yfir í fullmn algleymingi og voru synirnir önnum kafnir við heyskapinn. Mér fannst mikið til um búskap- inn og starfsemina, og dáðist ég ekki minna af dugnaði hús- freyjunnar, en frænda míns. Ég hafði áðm en þau giftust þekkt 14S

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.