Akranes - 01.11.1949, Síða 24

Akranes - 01.11.1949, Síða 24
hana sem glæsilega „Reykjavíkurdömu“ í dálæti tilhugalífs þeirra, og sá nú að hún sómdi sér ekki síður í hinni mikhi og þýðingarríku stöðu sem prestskona í sveit. Mér var Hka upp- hygging að tala við prestinn bæði um andleg og veraldleg mennta- mál. Fann ég eins og æ áður að saman fór nautn og fróðleiks- aukning í samtölum við séra Stefán. Það jók líka á yndi mitt þann dag að vera nokkra stund einn úti í kirkju og steig þá enn upp fyrir sjónum mínum myndin af sálmaskáldinu góða, séra Páli Jónssyni, sem í kirkju sinni hafði staðfest skemmri skirn mína og lagt blessandi hönd á höfuð mér. Ég reyndi að útmála fyrir mér athöfnina þá og varð hrærður í anda við þá hugsun, að verið gæti að mikið af þeirri hlessun, sem Guð hefur gefið mér, eigi ég líka að þakka blessun og fyrirbæn hins and- ríka prests. Ég hefði gjarna viljað dvelja lengur á Völlum, en ég varð að halda áfram. Séra Stefán átti að sjá um ferð mína inn á Akur- eyri og hafði verið ráð fyrir gert að hann riði með mér þangað, en þótt ég hafði hlakkað til að ríða við hlið frænda mins inn alla Árskógströnd og sveitirnar þar innar af, þá fann ég á mér að réttara væri, að ég veldi sjóleiðina til Akureyrar, með þvi lika, að við fengum þá um daginn að vita, af mótorbátsferð frá Dalvik næsta morgun. Ég kaus svo að fara þá leið. Eldsnemma lögðum við þvi af stað frá Völlum, og riðu þau hjónin með mér niður til Dalvíkur og fékk ég þar far og kvöddumst við þar með mestu vinsemd. Fjörðurinn var spegilsléttur og veðrið hið fegursta. Var það þvi nautnarik ferð inn eftir hinum fagra firði i morgunsvalanum og árdegissólskininu með hinum blómlegu ströndum báðu megin. Sóttist ferðin því vel og því innar sem vér komum, því meira fannst mér koma til landsins báðu megin. Hamarshögg og vélagný var að heyra frá stórri verksmiðju við vík eina, og svo er komið var inn fyrir Oddeyrina inn á Pollinn, fundust mér brekkumar, sem Akureyrarbær stendur i, og trjágarðarnir og blómareitimir milli húsanna svo, fagrir, að mér fannst allt í einu að vér værum að sigla inn í einhvern hæinn fyrir norðan Jaðarinn í Noregi vestan verðum. Og þessi tilfinning varð svo sterk i huga mínum, að þegar ég kom upp á hina breiðu bryggju í gamla Akureyrarbænum og mætti þar kvenmanni á peysu- búning, var ég rétt kominn að að taka ofan, eins og ég var vanur að gera í Danmörk, er ég mætti íslenzka búningnum. Ég áttaði mig samt í tíma og hætti við kurteisina. Ég hló með sjálfum mér að þessu og hélt leiðar minnar upp í bæinn. Ég komst svo, með því að spyrjast fyrir, heim til Brynleifs Tobíassonar. Hann bjó upp á brekkunni, beint á móti suðurenda Gagnfræðaskólans, neðan við götuna. Þar fékk ég hinar beztu viðtökur. Þar átti ég svo að halda til, meðan ég dvaldi á Akureyri. Það var skemmti- legt hús og leið mér þar mæta vel. Brynleifur var hinn skemmti- legasti félagi, sem ég gat óskað mér, fræðandi og skemmtilegur um leið. Áttmn við góða samleið í áhugamálum okkar. Hvort sem við töluðum um trúmál, bindindi eða forn-íslenzk og lalnesk efni, kom okkur mæta vel saman. 1 íslenzkum og sögulegum fróðleik var hann mér langtum færari og lærði ég mikið af sam- tölum okkar. Og það sem mér þótti mest um vert, var samfélag okkar í hinni kristnu trú og mætti ég miklum skilningi og samúð hjá honum. Við höfðum margar sambænastundir sameiginlegar fyrir starfinu og áhugamálum okkar. Allur varð þessi dvalar- tími minn á Akureyri mér til mesta yndis og ánægju. Ég átti marga vini og velunnara á Akureyri, frændur og fornkunningja og nýir bættust við. Ég var boðinn í mörg hús bæði á Akureyri og Oddeyri. Veðurblíða var mikil og gróðursældin jók á lífs- nautnina. Ef ég ætti að segja frá öllu þvi skemmtilega, sem ég fékk að reyna þennan tíma, mundi mér ekki nægja minna en talsvert stór bók til að skrá það allt í. Svo ég verð að takmarka mig stórum og er mér það þó ekki ljúft. Ég ræð ekki við allar þær minningar ljúfar og góðar, sem streyma fram fyrir augu min og vilja komast með. Það vildu allir bera mig á höndum sér. Það var aðeins eitt, sem mér i byrjun þótti vanta á hamingju mina, að sá maður, sem ég leit hvað mest upp til, séra Matthías Jackumson, tók mér fremur fálega i byrjun og fann ég að hann reyndi að víkja mér á bug. Þegar fyrsta daginn hitti ég hann niðri á götu. Var hann ríðandi á stilltum hesti, sem sonar-sonur hans, Baldur eða Bragi teymdi undir honum. Þetta var gert gamla skáldaöldungnum til afþreygingar. Ég heilsaði honum en hann tók því fremur fálega. Ég sagði, er við höfðum talað saman um daginn og veginn í nokkrar mínútur: Ég vona að ég megi hafa þá sæmd og ánægju, að heimsækja þjóðskáldið vort góða og hafði ætlað mér að koma sem f'yrst og heilsa upp á þig. Hann sagði: ,,Já, séra Friðrik minn, ég held að það væri nú lítil ánægja, því ég er orðinn svo lasburða og get ekki sofið á nóttinni, og er svo þreygjulaus og illa fyrirkallaður á daginn, að ég veit ekki, hvort ég get nokkurn tíma tekið á móti þér.“ Ég sagði svo nokkur hluttekningarorð við því, svo kvöddumst við, en er hann var kominn nokkur skref frá mér, sneri hann sér að mér og sagði setningu eftir Pál postula, sem ég get ekki munað, og 'bætti við: „þetta segir uppáhaldið þitt, Páll!“ Mér fannst kenna i rómnum eins og beiskju. Þá mundi ég eftir að Þorsteinn Gíslason hafði sagt mér að séra Matthias hefði skrifað sér hálfgert skammarbréf út af þvi að hann hefði prentað ræðu eftir mig i „Óðni“ eða „Lögréttu", sem væri „hið hreinasta miðaldamyrkur“ og verið mér reiður. í’að var víst 1917 sem ræðan kom út og ég var búinn að gleyma þessu. Af þessu fannst mér að hann vildi vera laus við heimsókn mina. Brynlei'fur sagði mér líka, að hann hefði hitt séra Matthías á götu og að hann hefði sagt, að hann sárkviði fyrir ef ég kæmi til hans, „því að séra Friðrik er svo strangur og óbilgjarn og fordæmir anda- trúna, og ég get þá ekki stillt mig um að svara.“ Brynleifur kvaðst hafa sagt að ég væri nú ekki svo slæmur, en hann hefði verið kviðafullur út af þessu. Mér féll þetta illa, því að ég hafði hlakkað til að heimsækja hann. Þetta var nú eini skýhnoðrinn i öllu Akureyrarsólskininu, en úr því rættist samt vel sem siðar segir. Ég þurfti nú marga að heimsækja, frændur og vini og yrði of langt að telja það allt upp. Ég kom í heimsókn til sóknarprests- ins, séra Geirs Sæmundssonar vígslubiskups. Hann tók mjög hjartanlega á móti mér og bað mig um að messa fyrir sig og sagði að kirkjan væri mér heimil til að halda samkomur i. Ég messaði svo í kirkjunni einum tvisvar sinnum, en lega gömlu kirkjunnar var þannig að hún var mjög óhentug til að hafa kvöldsamkomur í; hún lá svo að segja allra syðst í hænum. En ég fékk einn bekk í Gagníræðaskólanum og safnaði þangað piltum og drengjum og kynntist mörgum. Mjög skemmtilegum og efnilegum piltum. Mér hefði verið í lófa lagt að stofna þar félagsskap og margir af drengjunum óskuðu eftir því, en ég vildi það ekki, því að það vantaði mann á staðnum til þess að taka slikan félagsskap að sér, en án þess mundi slikur félags- skapur deyja út. Það var mér til mikillar gleði, að svo sem viku eftir að ég var kominn til Akureyrar, kom frændi minn og vinur, Stefán skólameistari, heim úr sumarferðalagi. Það var mér hin mesta nautn að heimsækja hann, og notaði ég mér vel hið góða tilboð hans, að ganga þar út og inn eins og heimagangur hjá honum. Hann var mér svo ljúfur og öll hans samtöl voru svo fræðandi og menntandi, að það voru mínar beztu stundir, er ég sat hjá honum, opt í alvarlegum samtölum um hin djúpu spursmál til- verunnar. Það bætti á nautnina fyrir mér, að ég átti svo mikið af tilfinningum, bæði aðdáunar og kærleika frá drengjaárunum mínum á Heiði og Helgavatni, þegar ég naut fræðslu hans og fyrstu kennslu. Mér fannst alltaf ég vera svo ungur og óþroskaður í návist hans, það var undarlegt sambland i mér af lotningarkennd og 144 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.