Akranes - 01.11.1949, Page 25
ANNÁLL AKPANESS
Gjafir og greiðslur til blaðsins,
sem það þakkar innilega:
Pétur Guðmundsson kaupm. Rvik 100 kr.. frú
Emelía Briem f. '48 og '49 50 kr., Gisli Finsen
kaupm. Rvik 100 kr., Sveinsina Sigurðard. frú
25 kr., Bergur Björnsson próf. Stafholti 50 kr.,
Vigfús Jónsson trésmiðam. Eyrarbakka f. ’,|.8 og
'49 100 kr., Jón Biamason heildsali Rvik f. 1949
100 kr., Lúðvik Þorgeirsson kaupm. umframgr. 50
kr., Skeggi Ásbjörnsson kennari Rvik 25 kr., Jón
Eilifsson Hafnarfirði f. '48 og '49, 50 kr., Þor-
leifur Jónsson framkvstj. Hafnarfirði umframgr.
40 kr., Ölafur Tryggvason verkfr. f. ’4gog '50,
50 kr., Óskar Einarsson læknir Rvik 100 kr.,
Ólafia Ólafsdóttir frú Rvík f. ,48 og '49, 50 kr.,
Frú Sigriður Jónsdóttir Isafirði 150 kr., Snæbjörn
Bjarnason trésmiðam. Vestm. 50 kr., Ingólfur
Flygenring kaupm. Hafnarfirði f. ’4g og '49 100
kr., Guðm. Guðmundsson skipstjóri Akureyri 100
kr., Arngr. Fr. Bjarnason kaupm. Isafirði 100 kr.,
Ármann Sigurðsson Dalvik f. '48 og '49, 50 kr.,
Guðbrandur Magnússon kennari Siglufirði 25 kr.,
Frú Steinunn Magnúsdóttir Flókagötu 14 Rvik
50 kr., Frú Helga Guðmundsd. Framnesvegi 1
Rvik 50 kr., Guðsteinn Einarsson framkvæmda-
stjóri Grindavik f. 1949 25 kr.
Hjónabönd:
Gefin saman af sr. Jóni M. Guðjónssyni.
30. sept. Kristján Ásgeir Ásgeirsson sjóm. frá
Hnifsdal og ungfrú Ólöf Lindal Hjartardóttir,
Suðurgötu 80.
1. okt. Sigvaldi Egill Jónsson bifreiðastjóri, Kirkju-
braut 21 og ungfrú Ósk Halldórsdóttir s. st.
22. okt. Gunnar Bjarnason bifvélavirki, Suður-
götu 23 og ungfrú Ása Hjartardóttir s. st.
4. des. Halldór Einarsson iðnemi Bakka og
ungfrú Steinjióra S. Þórisdóttir Reykholti.
10. des. Guðmundur Halldórsson smiður frá
Bolungarvík, og ungfrú Anne Julie Petersen frá
Álaborg.
25. des. Ríkharður Jónsson málaranemi, Reyni-
stað og ungfrú Hallbera Guðný Leósdóttir,
Sunnubraut 30.
31. des. Sigurður Árnason, gjaldkeri frá Siglu-
firði og ungfrú Sigriður Sigurðardóttir frá Heið-
arbraut 37.
31. des. Guðmundur Bjarnason, nemandi Minni-
Borg og ungfrú Rósa Vilhjálmsdóttir frá Ármóti.
Dánardægur
8. sept. Sigurbjörg Jónsdóttir, lengst af í Georgs-
húsi hér, Móðir Njáls Þórðarsonar skipstjóra. Hún
var í tugi ára hjá Jóhanni Björnssyni hreppstj.
og konu hans Halldóru Sigurðardóttur, og eftir
bað hjá Sigríði dóttur þeirra hjóna og manni
hennar Lárusi Þjóðbjömssyni, og andaðist þar.
Hún var ein af þessum óvenjulega trúu og trygg-
lyndu vinnuhjúum, þar sem heimilisins gagn
var henni allt. Sigurbjörg var fædd að Flekku-
vik á Vatnsleysuströnd 4. febr. 1870.
9. sept. Sesselja Einarsdóttir í Ármóti, f. 21. júní
1891 á Húsatóftum í Garði. Hún var gift Gisla
Sigurðssyni, og bjuggu i Bolungavík, þar til þau
fluttu hingað á Akranes 1946.
Verklegar framkvæmdir í
bænum.
Á þessu ári er mikið unnið að verklegum fram-
kvæmdum í bænum. Mikið hefur áunnist við
ker það, sem frá var gengið við hafnargarðs-
endann. Einnig fyrir gagngerðar endurbætur á
skjólgarðinum og dekkinu á efri hluta garðsins,
sem um leið var hækkað verulega. Þá liefur gang-
stéttagerðinni miðað mjög vel áfram, sem veldur
stórfelldri útlitsbrej'tingu, um leið og þær hafa
verulega þýðingu fyrir gangandi fólk. Nálgast nú
óðum að ná megi til gangstétta endilangan bæ-
inn. Barnaskólahúsinu miðar og vel áfram, og
verður væntanlega tilbúið fyrir næsta kennsluár.
Þá hefur og mikið áunnist með liinu feiknarlega
lokræsi fyrir efri hluta bæjarins, sem gert var í
sumar og hefur útrennsli niður í Kalmansvik
Setning háskólans.
Eigi aðeins heyrist það, heldur ber viða mikið
á ýmis konar öfgum og ófögnuði í þjóðlifi voru.
Vaxandi fráhvarfi frá fomum dyggðum og góðum
SONAR-SONUR HULDU-
PRESTSINS I GÖRÐUM
Framhald af bls. 136.
á samvinnu um heyöflun inn á Botnsdal,
og mun ég aldrei gleyma þeim glaðværu
dögum. Einnig vil ég geta Guðmundar
Ágústssonar bónda í Botni, sem í 'fleiri ár
lét mér í té slægjm', hestalán og margs
konar hjálp við heyöflun þessa. Þá má
ég minnast tengdabróður Sigurðar, Jóns
Guðmundssonar, sem ég fékk húsnæði
hjá, þar til ég gat flutt í eigið hús. Hann
var lengi félagi okkar Sigurðar um hættu-
sama og erfiða heyflutninga, þar sem við
notuðum uppskipunarbáta, er vér létum
vélbáta draga, — alla leið vestan af Dýra-
firði og önundarfirði, en þar heyjuðum
við á flæðiengjum, meðan við vorum að
rækta túnblettina og koma upp húsum
fyrir fólk og fé. Þá má ég og minnast á
Guðmund Ibsen bónda í Bæ, er reyndist
mér sannur vinur í viðskiptum, því að þar
gekk fé mitt mest og á Suðurnesi í Staðar-
landi. Má ég einmitt i þvi sambandi minn-
ast sr. Þorvarðar og barna hans, einkum
Jóns sáluga, er með mér átti margar hættu-
samar fjallgöngur á Suðurnesi, til að ná
fé okkar og annarra úr hengjum og harð-
fenni í hlíðunum þar. Að lokrun vil ég
geta örnólfs Jóhannessonar, 'föður Guð-
rúnar, konu Sveins Guðmundssonar, kaup-
félagsstjóra hér, og Sigríðar, konu Ólafs
vélstjóra Jónssonar á Vesturg. 94. örnólf-
ur býr nú í Kleppsholtinu í Reykjavík.
Hann var löngum samstarfsmaður minn i
siðum, hófsemi og hyggindum. Þessi hnygnunar-
merki má rekja langt út i raðir þjóðarinnar á hina
óliklegustu staði.
Um aðhald mun nú óviða vera að ræða í
þessum efnum, t. d. í skólum landsins. Mun ríkið
— sem allt styrkir — leggja litla áherzlu á að-
hald eða eftirlit. Þó mun enn hægt að nefna
skóla, sem til f\rrirmyndar sé. Eigi mun þó há-
skólinn vera i fremstu röð til fyrirmyndar um
þessa hluti. Þó mun núverandi háskólarektor hafa
sýnt óvenjulega lireinskilni, atorku og úrræði í
starfsemi háskólans til að láta stúdentum skiljast,
að þeim sé það ekki í sjálfsvald sett, hversu þeir
eigi að haga námi, starfi og mótum, innan hinna
akademisku veggja. Hvort þeir slæpist, eða hyggi
á mikla sigra til drengskapar og dyggða. Alex-
ander Jóhannesson próf. er óefað sá þeirra, sem
talað hefur af mestri hreinskilni, sem með atorku
og stjórnsemi hefur látið hinum ungu stúdent-
um skiljast, að til háskólans eigi þeir öllu skólum
fremur að sækja hjálp og uppörfun til að þrosk-
ast að vizku og vexti. En ekki að sækja þangað
sjálfræði til að verða enn viltari, en þegar þeir
koma þangað, þaðan sem litlar eða engar kröfur
eru gerðar i þessum efnum.
Háskólinn var settur fyrsta vetrardag. Auk
]>ess, sem rektur flutti ágæta ræðu, flutti Finn-
bogi R. Þorvaldsson prófessor ágætt erindi um
þróun hafnarmálanna hér á landi. Háskólanum var
mikill fengur að slíkum manni sem Finnbogi er,
en að sama skapi var það hafnarmálunum ómet-
anlegt tjón, að missa af starfskröftum hans, með-
an verklegar framkvæmdir eru þar í örustum
vexti.
fjársóknum í aðra hreppa og ýmsar aðrar
framkvæmdir hreppsnefndarinnar og var
ætíð ötull og áreiðanlegur. Marga fleirí
ætti ég að minnast á, en rimiið leyfir það
því miður ekki.
Þó get ég eigi skilið svo við þetta mál að
eigi minnist ég prestanna að nokkru, séra
Þorvarðar Brynjólfssonar og hans gest-
risna og hjálpsama heimilis, sem í öllum
efnum var sönn fyrirmynd um uppeldi
barnanna og dugnað. Sama má segja um
sr. Halldór Kolbeins og hans góða heimili,
einkum hvað fátæka snerti, enda töldu
sumir hann of alþýðlegan, þótt ég telji
það einn bezta kost prestanna.
Hvað viðkemur kvenþjóðinni á Suður-
eyri, átti ég alls staðar vinum að fagna,
því að þær tóku ekkert tillit til stjórnmála
eða þess konar. Sjálfsagt hafa þær verið á
mínu bandi eða ég á þeirra.
Svo óska ég Súgfirðingum gæfu og
gengis og bið þess, að niðjar þeirra haldi
við byggðinni þar og öllum framkvæmd-
um, sem feður þeirra og mæður hafa svo
drengilega grundvallað. Og að þeir nemi
ekki staðar, eða lialdi við, heldur auki og
efli í samræmi við hóflegar kröfur tím-
anna, með glöggum skilningi á þvi, sem
hollast er í því gamla, sem forfeðurnir
hafa áunnið, hvort sem er í andlegu eða
efnalegu tilliti. Að þetta sé svo, ber ljós-
ast vitni allt það, sem þeir hafa gert siðan
ég fluttist þaðan. Ég þakka þehn öllum
af alhug öll samskipti og góðar minning-
ar og óska þeim blessunar í bráð og lengd“.
AKRANES
145