Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 4

Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 4
son útgerðarmaður, mér á þrekvirki ein- stakra manna að gömlum lendingabótum í Leirunni. Þetta varð til þess, að hér verð- ur nú freistað fyrr en ella, að taka þenn- an mikilvæga þátt i þjóðliifinu og fram- leiðslunni til nokkurrar athugimar. Vita hvers vér verðum vísari um þetta merki- lega efni á Suðumesjum, bæði innan Garð- skaga og utan. Á þessu hrjóstruga nesi, — að Reykjavík meðtalinni, — er þræll Ing- ólfs landnámsmanns fór um þesstun niðr- andi orðum: „Til ills fórum vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta“, þ. e. Reykjavík. En lí hans munni hefur þetta ekki síður átt við um Reykjanes- skagann, er þeir höfðu ferðast um með sjó fram. Á þessu útnesi, — sem á fyrsta ári íslandsbyggðar fékk slíkan dóm, — hafa menn lifað og starfað allt til þessa dags. Þeir hafa unað sér þar vel, leyst sinn eigin vanda og lands slins, eigi síður en aðrir. Þetta nes, særinn og sjávaraflinn hefur því haft mikið aðdráttarafl þrátt fyrir allt; því að svo langt sem sagan verður rakin, sannar hún, að menn úr 10—11 sýslum landsins hafa „gengið" á Suðurnes til sjóróðra, og farið þaðan með mikinn feng eða lítinn eftir ástæðum. Nægjanlega mikinn þó til þess að þangað var farið ár og öld, allt til þess dags. Mitt i þessum hugsunum, skulum við gera okkur í hugarlund að vér séum á sjó er þátturinn hefst, og formaðurinn kalli: Við skulum lenda í Leirunni. Lengi fara litlar sögur af Leirunni, enda er hún ekki nema lítill hluti úr stórum hreppi. Þar búa fáir bændur og þar eru ekki margar góðjarðir, en þar hefur lengi þótt útræði gott. Þegar á landnámsöld koma þó við sögu Gufuskálar og Hólmur, og er líklegt að þar hafi búið Steinunn gamla frændkona Ingólfs landnámsmanns. Um hana eru ekki margar linur í Land- námu, þó opna þessi fáu orð fyrir manni heilan heim um þessa konu. Hún hefur verið veraldarvön, óvenjulega hyggin og framsýn. Um hana segir svo i Landnámu: Steinuðr (Steinunn) in gamla frænd- kona Ingólfs fór til Islands ok var með Ingólfi inn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun. En hún gaf honum fyrir heklu flekkótta enska ok vildi kaup kalla. Henni þótti þat óhættara við riftingum. Steinunni hafði átt Herlaugr bróðir Skalla- grims. Þeirra synir voru Njáll ok Arnórr“. Árið 1703 eru þessar jarðir i Leirunni: Gufuskálar. Jöriðin er þá kóngsins eign. I landskuld greiðir ábúandinn 10 yættir af fiski í kaup- stað. Henni fylgja tvo kvígildi, og leigur af þeim verður ábúandinn einnig að gjalda með fiski, en auk þess að leggja sjálfur við til húsabóta. Einnig verður hann að yngja kúgildin upp. Enn er sú kvöð ábú- andans, að hann verður að lána mann á kóngsskip um vertíð. „Ileimræði er árið um kring og ganga skip ábúandan að hentugleikum. Inntöku- skip eru mjög sjaldan nema kóngsskip. Þau hafa stundum gengið eitt og það oft- ast, sjaldan tvö, og ekki stærri en sex manna far, og það undirgiftarlaust. Ver- búð fylgir kóngsskipunum fyrir fimm menn, henni viðheldur ábúandinn. Lend- ing slæm um stórstraum“. Þessari jörð fylgja tvær hjáleigur. Litlihólmur. Það er einnig kóngs jörð. Landskuld greiðist í fiski, en leigur af kúgildum í smjöri og fiski. Kvaðir: „fiskavætt í kaup- stað fyrir mannslán“, svo og dagsláttur. Þ. e. bóndinn verður að lána mann þegar eig- andinn kallar, til þess að slá einn dag. Heimræði er árið um kring. Hrúðurnes. Þessi jörð er einnig kóngsins eign. Land- skuld greiðist með 6 vættum og tveim fjórðungum af fiski i kaupstað. Henni ifylgir eitt kúgildi, og greiðist leigan i fiski, i reikning umboðsmannsins á Bessastöð- um. Kvaðir eru: Mannslán um vertíð. Við til húsabóta leggur ábúandinn. Heimræði er árið um kring. Lending er talin góð. Stóri-Hólmur. Það er aðal jörðin. og má nærri geta, hvort kóngurinn á ekki hana eins og kotin. Landskuldin greiðist með 14 vættum fiskj- ar, „og hefur svo verið siðastliðinn 37 ár“. Kúgildin eru g, og borgast leigan með fiski i kaupstað. „Þau hefur ábúandinn uppyngt i 37 ár“. Við til húsabóta leggur ábúand- inn. Kvaðir: Mannslán um vertið. „Fuglaveiði og eggver hefur til foma verið í bergi þvú, sem kallað er Hólmsberg, en hefur nú um langar stundir lagzt frá og er nú alls engin. — Heimræði árið um kring, og ganga skip ábúandans sem hon- um hentar. Túninu grandar sandur og sjávargangur árlega“. Sjö hjáleigur fylgja jörðinni, sumar nafnlausar, en aðrar með tilgreindum nöfnum, svo sem: Ráðagerði, Garðhús og Kötluholt. Hver hjáleigubóndi greiðir 3 vættir af fiski i landskuld. Kvað- ir: Skipsáróður árið mn kring. Ábúandi á Stóra-Hólmi er 1703 Þórður Arviðsson. Faðir hans mun hafa verið Arviður Þor- leifsson, Ásmundssonar, Þorleifssonar, lög- manns Pálssonar á Skarði á Skarðsströnd. Annar son Arviðs og bróðir Þórðar, var Þorlákur lögréttumaður, er bjó í Stóru- Vogum 1703, átti Snjólaugu Pálsdóttur frá Loftsstöðum ögmundssonar Sighvatsson- ar. Sonur hans var Arviður, er sigldi og' lærði timbursmíði. Árið 1703 eru á Stóra-Hólmi ásamt hjá- leigum alls 23 manns. Á Litlahólmi 6 manns, Hrúðurnesi 7 og á Gufuskálum með hjáleigum 15 manns. Þá er Leiran í svonefndum Rosmhvalaneshreppi, en hann nær frá Keflavik að henni meðtalinni, um Leiru, Garð, Sandgerði, Hvalsnes og Staf- nes, og endar á Básendabæ. I þessum hreppi eru þá 33 jarðir, með hvorki meira né minna en 85 hjáleigum og þurrabúðum. Þar er þá mikill fjöldi sveitarómaga, „kar- lægra og óhreyfanlegra". Verður siðar nokkuð vikið að því, ef framhald verður á þessum fyrirhuguðu þáttum samkv. þvi sem að framan er sagt. Meðan landið var lítt numið og land- rýmið, nóg, bendir margt til að menn hafi haft glöggt auga fyrir því að velja sér bólstað, þar sem gott var undir bú. Þeir hafa ef til vill í fyrstu, aðallega hugsað sér að lifa af landbúnaði. Af ýmsum orsökum fara þeir þó fljótlega að líta til sjávarins. Fiskgengd var mikil upp i landsteina, ár og vötn. Hins vegar fór landið sjálft smátt og smátt að láta á sjá. Skógurinn var nytj aður um of og landið var ofbeitt. Isar og eldgos stóðu gróðri fyrir þrifum og landið fór beinlinis að blása upp. Við og við olli þetta svo miklum búsifjum að fólk fór að svelta. Hefur þetta sjálfsagt átt nokkurn þátt !Í, eða flýtt fyrir aukinni útgerð og aðsókn að sjávarsíðunni. Stórbúum svo og biskupsstólunum með fjölda hjúa og mikla risnu, var auðvitað nauðsynlegt að afla sér fiskætis til matar og komast yfir jarðir og itök sem auðveld- uðu þetta og gerðu það ódýrara. Sjósókn hefur því snemma hafist, og þá aukist eftir því sem skreiðin varð eftirsóttari útflutn ingsvara. Efnamenn áttu því mikinn fjölda jarðeigna, en það var einasti eða auð- veldasti vegurinn til að efnast hér. Auk landskuldarinnar, leigðu þeir gangandi pening með jörðunum og tóku leigu eftir hann. Þá fylgdu enn aðrar kvaðir, — sér- staklega eftir að konungur tók hér eignir undir sig. — Kvaðirnar voru mannslán til ýmissa þarfa landsdrottins á vetrarvertíð og stundum allt árið. Þessir aðilar reyndu því að eignast jarð- ir eða jarðarlitök i nálægð hinna beztu veiðistöðva. Með hliðsjón af því sem nú var sagt, þarf því engan að undrn þótt eignarhald jarða á Suðurnesjum sé ekki á margra höndum árið 1 703. I Grindavikurhreppi, Hafnarhreppi og Rosmhvalahreppi, (sem nú nær yfir Mið- neshrepp og Gerðahrepp að Keflavik, telst mér til að aðeins 5 jarðir (með hjáleigum) hafi þá verið í einkaeign. Þar eru hins 76 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.