Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 34

Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 34
M.J5. Q U L L F O S S Breytingar á ferðaáætlun skipsins 1954—1955. Vegna flokkunarviðgerða á skipinu, og af öðrum ástæðum, verður óhjá- kvæmilegt að gera eftirfarandi breytingar á ferðaáætlun m.s. „GULLFOSS" frá því, sem áður hefir verið ákveðið. Breytingarnar eru þær sem hér segir: 1. Farin verður ein hraðfeið frá Kaupmannahöfn að lokinni þeirri ferð sem skipið er nú í: Frá Kaupmannahöfn laugardag 9. októ- ber. Frá Leith mánudag 11. október. Til Reykjavikur fimmtu- dag 14. október. 2. Skipið fer frá Ryekjavik laugardag 16. október um Leith til Hamborgar. Þaðan fer skipið til Kaupmannahafnar, og kemur væntanlega þangað laugardag 23. október, árdegis. 3. Næsta ferð m.s. „GULLFOSS“ verður frá Kaupmannahöfn laugardag 30. október kl. 12 á hádegi, og verður það fyrsta vetrarferð skipsins. Frá Leith þriðjudag 2. nóvember. Til Reykja- víkur föstudag 5. nóvember. — Frá Reykjavík fer skipið aftur þriðjudag 9. nóvember kl. 5 siðdegis um Leith til Kaupmanna- hafnar sunnudag 14. nóvember. 4. Þvi næst siglir m. s. „GULLFOSS" samkvæmt áætlun þeirri um vetrarferðir, sem þegar hefir verið gefin út, að því undanskildu aS ferðin frá Kaupmannahöfn iaugardag 19. febrúar 1955 fell- ur niður, og fer skipið ekki frá Kaupmannahöfn aftur fyrr en laugardag 12. marz 1955. — Væntanlega mun annað skip fara frá Kaupmannahöfn um Leith til Reykjavikur um 19. febrúar og verður það nánar auglýst síðar. H.f. Eimskipafélag íslands v.____________________________________________________________________________________________ 106 Bjarnfríði og Jóhann. Annar sonur Hjartar og Magneu er Helgi, rafveitu- stjóri í Grindavík, kv. Katrínu Lárus- dóttur úr Grindavík. Þau eiga einn son, sem heitir Hörður Gylfi. Þriðja barn Hjartar og Magneu er Hjördís, og er hún trúlofuð Reyni Oskarssyni frá Akranesi, og eiga þau einn son óskírðan. c. Marta Guðjónsdóttir Magnússonar, giftist Karli Sigurðssyni verzlunar- manni í Reykjavík. Hann er dáinn fyr- ir nokkrum árum. Böm þeirra: Krist- ín Hrafnhildur og Jón. Síðar giftist Málfríður Magnúsdótt- ir svo Árna Sigurðssyni, og höfðu þau mjög lengi umsjón með Frikirkjunni i Reykjavík. Málfriður er dáin fyrir nokkrum árum en Ámi er a. m. k. hringjari þar enn. Þau Árni og Mál- frúður áttu saman tvo sonu: Kristinn, póstmann í Reykjavík, sem kvæntur er Lovisu Eiriksdóttur. Þau eiga eina dótt- ur, sem heitir Árdís Fríða. Hinn sonur- inn heitir Ágúst, kv. Þórleifu Sigurð ardóttur og eru þau bamlaus. Þegar ég var 7 ára gamall, vorum við Málfríður saman eitt sumar í Síðumúla í Hvítársíðu hjá Jóni Einarssyni og Þór- unni konu hans. MáJfriður var mér þá ákaflega góð. Man ég hana ávalt síðan og hugsa hlýtt til hennar, enda var hún hin bezta kona. Þau Árni og Málfríður voru bæði hinar prúðustu manneskjur og unnu verk sín við Fríkirkjuna af mikilli samvizkusemi. 7flcsi og bezt úrval af VEFNAÐARYÖRU, GLERVÖRU, og ROSÁHÖLDUM. — Mikið af BARNA- LEIKFÖNGUM. Verzlið við Sdinborg og þér rnunuð komast aS raun um, að þar gerið þér bezt kaup. Komið inn. Lítið á varninginn. AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.