Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 16

Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 16
RAGNAR JOHANNESSON: Vordflgnr í VArploodi — Æðejf í fsnfjarðnrdíúpi — MÉR gekk ekki vel að sofna fyrsta kvöld- ið, sem ég var í Æðey. Ekki var það þó af því, að illa færi um mig. Dúnsæng- urnar þar vestra eru engin ræksni. Prins- essan í ævintýrinu hefði varla fundið fyr- ir bauninni gegnum slíkar sængur. — Og hljótt var í húsinu. Heimilisfólkið svaf vært eftir langan vorannadag. En ég átti erfitt með að hætta að hlusta á kliðinn að utan, þennan fjölþætta klið væran nið landöldunnar í fjörunni, marg- víslegar raddir óteljandi fugla á láði og legi og lofti, raddstyrkan kór, öðru hverju rofinn af hvellu gargi kriunnar og skærum unglambsjarmi. Allt var þetta svo undar- lega töfrandi og seiðandi. Þann, sem er þvi vanur, leiðir þessi kliður í væran, frið- sælan svefn, en ókunnug eyru lokkar hann til að vaka og hlusta, enda þótt þau skynji 1 íka værðina og friðinn. Ég fór fram úr og horfði út um opinn gluggann. Ot i „nóttlausa voraldar veröld“. Grasi grónar hæðirnar vöfðu grænl og viðlent túnið i hlýjum faðmi sinum, en á hak við, handan sundsins, risu fann- hvítar hlíðar Snæfjallastrandarinnar, þvi að seint voraði á Vestfjörðum þetta vor. Næturdöggin er tekin að falla á nýgræð- inginn. Ærnar eru lagztar uppi i brekkun- inn og lömbin hafa flest komið sér í ból- ið lika. Þau hnipra sig upp að mjúkum feldi móðurinnar og leggja litlu, snotru snoppuna upp á bóg hennar. En krian gefur sér enn ekki tíma til að hvíla sig. Hún hnitar hringa yfir tún- inu, hátt í lofti, flugfim og vængprúð, lætur sig falla, stöðvar sig og smýgur aftur upp i loftið sem örskot. Svo finnst mér sem þama utan úr bjartri vornóttinni stari hundruð augna. Það eru dökk augu, blikandi af ást og hamingju. Þessi augu eiga bústnar móleitar mæður, sem ylja eggjum sínum í mjúkum dún- hreiðrum. Það eru heiðursfreyjur þess- arar eyjar, æðarkollurnar. Hér er riki þeirra. Eyin ber nafn þeirra. Um þúsundir ára hafa þær gert hér hreið- ur, kynslóð eftir kynslóð. Fyrst áttu þær eyna einar. Svo komu mennirnir. En hér varð maðurinn ekki óvinur dýrs og nátt- úru, drepandi, rænandi og eyðileggjandi. Hér varð hann vinur og verndari. Hér eru fuglinn og maðurinn félagar, sem þekkja gagnið, sem þeir geta haft hvor af öðrum og snúast því saman til varnar gegn ásókn og óvinum. Ekki þarf lengi að leita æðarfuglsins, þegar komið er í Æðey. Á vognum vaggar æðarfuglinn sér á sólgullinni báru. Þegar siglt er inn i fagran faðm hafnarinnar sjást æðarkollur skjótast frá fjörunni í hreiðrin, ef einhverjar hafa leyft sér að bregða sér í bað örstutta stund. Upp bryggj- una að íbúðarhúsinu eru örfá skref. Fram- an við það er hlaðin steinstétt. Undir þeirri stétt eru nokkur æðarhreiður, hlaðin af manna höndum. Þar verpa æðarkollur og sitja svo fast, að þær láta sig engu skipta stöðugan umgang og eril um hlað og bryggju. Þær láta sem ekkert sé, þótt stigið sé yfir þær. En séu svona heima- kollur áreyttar að óþörfu, verður þeim fyrr gramt í geði en þær óttist. Þá eiga þær til að glefsa óþyrmilega í friðarspill- inn, og láir þeim það enginn. Þær eru húsfreyjur í sínu hreiðri. Þegar ég var rétt að festa svefninn, hrökk ég upp við það, að eitthvað straukst við húsvegginn. Þetta kom aftur og aftur, smádynkir og högg og loks fylgdi ámát- legur jarmur. Á rosalegri haustnótt hefði mér ekki orðið um sel, en nú var björt júní-nótt. Samt fór ég aftur fram úr og leit út. Fast við húshliðina, við eld- liúsdyrnar, stóð roskin ær, fremur ófríð sýnum. Hún þefaði með gættum og nudd- aði hausnum við vegginn. Svo leit hún upp og sá mig og jarmaði enn. Daginn eftir fékk ég að vita, að þessi ær hefir verið heimagangur árum saman, víkur aldrei langt frá húsum og er frá- bærlega sníkin. Hún fylgist með því, sem •fram fer í eldhúsinu og fær margan góð- an bitann og sopann. Kvölds og morgna vitjar hún dyra. Eftir þetta ævinýri féll ég i fastan og væran svefn. Það sem nú hefir verið sagt um heima- alinginn roskna og spekt æðarfuglsins, get- ur verið sýnishorn af sambúð manna og málleysingja í þessari ey. Það er engin tilviljun, að annar þeirra Æðeyjarbænda er dýralæknir, sem gegnir dýralæknis- störfum í víðáttumiklu umdæmi. Hann hefir þó ekki stundað lækninganám i fjar- lægum háskólum. Eyjan hans og umhverf- ið hafa verið hans háskóli og dugað honum vel. Og ekki get ég hugsað mér, að nokk- ur geti orðið heimilisfastur i Æðey, nema sá, sem getur umgengizt dýr með um- hyggju og kærleika. Ekki getur heldur farið hjá þvi, að líf þess manns, sem elzt upp i svo innilegu sambandi við náttúr- uria hlýtur að verða auðugra og fyllra en þeirra, sem alast upp á rykugri möl i kreppu .grárra steinmúra og þekkja ekki önd frá æðarfugli. Og ætli sá, sem næm- ur ér á lif og kjör hinna mállausu smæl- ingja, verði ekki skilningsbetri á þarfir nauðstaddra bræðra meðal manna? —★— Það hafði lengi verið draumur minn að kynnast Isafjarðardjúpi nánar, eink- um perlum þess, eyjunum, Æðey og Vigur. Margar lokkandi sögur og lýsingar hafði ég heyrt frá þessum kostasælu eyj- um, þær voru hið laðandi ævintýri, eyj- ar lifs og friðar í faðmi hins kalda djúps. Nú gafst mér tækifærið til gista bæði þessi sérstæðu höfuðból, og njóta þar gestrisni manna og náttúru, en í þessum þætti verð- ur aðeins fjallað um Æðey, hvað sem seinna verður. Við fengum okkur far með fiskibát úr Súðavik, sem var að fara á mið sín í Djúpinu. Þegar sjómennirnir höfðu lagt net sín, ætluðu þeir að skjóta okkur á land í Æðey. Kalt var og hvasst út Djúpið þetta kvöld og bárurnar klöppuðu kinnunginn ómjúk- lega, eða nægilega til þess, að heilsa min fór að leika á bláþræði. Og meðan ég horfði upp um lúgarsgatið á veðurbarin andlit sjómannanna, sem stóðu þarna sjó klæddir á þilfarinu og störðu gegn særok- inu, rólegir og einbeittir, hugleiddi ég það, hve skjótlega breytt lífskjör draga úr við- námsþrótti kynslóðanna. Um þessar slóð- ir höfðu afar mínir siglt um úfinn sæ, hressir og æðrulausir eins og þeir sætu á rúmi sinu heima i baðstofu, róið margan langan barning, án þess að blikna, en hér lá ég, afkomandi þeirra á annan og þriðja lið, fölur á kjammann og miður mín af sjóveiki. Þegar siglt er gegn sædrifi og norðangarra milli snarbrattra og grettra fjalla Vestfjarða skilst vel, hvers vegna „kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stæltu kjark“. Þessi ferð tekur enda eins og aðrar. báturinn kemur í lygnari sjó. Veðrið hef- ir ekki leyft okkur að taka venjulega land- göngu að þessu sinni. Við komum norðan að eynni, að lágum klettum. Hinum meg- in sundsins rís Snæfjallaströndin, sem nú ber sannarlega nafn með rentu. Með fjör- unni er dökk rönd, allt hitt er hvítt af snjó, og er þó kominn miður júní. Búsæld arleg virðist hún ekki i fljótu bragði, þessi strönd, og sízt þegar þannig vorar. Samt 88 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.