Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 15

Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 15
Dgrmretasta innd á Skm- nest eftir nokkur nr ÓLAFUR B. BJÖRNSSON: FYRIR i i árum var hafin hér skjól- beltarækt rétt innan við Garða. Fyrir 4 árum var svo ákveðið að hefja undir- búning að skrúðgarðarækt í neðanverðu Garðatúni allt niður undir Forna-Jaðar. Margir litu misjöfnum augum á þetta framtak. Hvaða gagn myndi skjólbelta- rækt gera þarna? Það myndi aldrei vaxa úr grasi, og með því væri aðeins verið að henda peningum i ekki neitt. Gagnvart fyrirhuguðum skrúðgarði sögðu menn: Er það ráðslag, að taka gróið tún í þessa vitleysu? Þetta verður aldrei bam í brók, og þetta er svo langt frá bæn- um að þangað kemur enginn, þótt einhver trjágróður verði þar sjáanlegur eftir tugi ára. Ýmsar fleiri hrakspár munu og sjálf- sagt hafa fylgt báðum þessum hugmynd um og framkvæmdum. Mennirnir með hrakspárnar hafa alltaf verið að skjóta upp kollinum. Þeir eru enn að segja: Plöntumar deyja allar. Þær eru á kafi i arfa og illgresi. Þessu fer ekk- ert fram. Þetta er tilgangslaus vitleysa. Þetta eru kyrrstöðumennirnir, sem finnst allt bezt eins og það er. Þeir segja: Það er hægt að komast af með þetta hér eftir eins og hingað til o. s. frv. Fyrir tilverknað hinna bjartsýnu, ötulu framfaramanna, — sem oft em langt á undan samtíð sinni — hefur ýmsu þokað áfram í rétta átt, til betra lífs og öryggis um afkomu alls almennings. Rjartsýnis- tnönnunum er það ekki nóg að hafa í sig og á. Þeir vilja venjulegast fórna einhverju til þess að þoka hugsjónum sínum i rétta att, og venjulega er mikið í þágu almenn- mgs. Bjartsýnismennirnir hafa og ekki síð- ur en ýmsir aðrir glöggt auga fyrir fegurð. Fyrir því sem eykur og undirstrikar fegurð og fjölbreyttni Hfsins og dásemdir þess. Það er mjög nauðsynlegt að sem fleztir tileinki sem gleggstan skilning á fegurðsér og hafi °g fjölbreyttni lífsins og dásemdum þess, þvi það slípar smátt og smátt hinn hrjúfa tillitslausa mann, sem með grófgerð sinni °g umburðarleysi, torveldar oft góða sam- búð manna, hrindir mönnum frá hvorum öðrum og vekur kala og tortryggni í stað skilnings og umburðarlyndis. Ég hefi haft mikinn áhuga fyrir skóg- ræktarmálinu hér og fylgzt með því af Hfi og sál. En af því að ég er lítt dómbær a árlegan og eðlilegan vöxt og viðgang akranes þessa gróðurs, og ýmsir telja ef til vill að Guðmundur Jónsson ræktunarráðunautur sé ef til vill ekki hlutlaus i þessu máli, hafði ég hinn mesta áhuga fyrir, að hing- að kæmi viðurkenndur fagmaður á þessu sviði, til athugunar skrafs og ráðagerða. Það varð þvi að ráði, að hingað kæmi Einar E. Sæmundsen í þessu skyni. Ein ar er, — eins og kunnugt er, — sonur Einars eldra Sæmundsen. Hann hefur — eins og faðir hans, — frá fyrstu bernsku verið bundinn skógræktinni, vel menntað- ur á þessu sviði, enda orðinn löngu lands- þekktur fyrir störf sín og áhuga fyrir út- breiðslu skógræktarinnar. Einar kom hingað 31. ágúst s. 1. og fór um bæði ra'ktunarsvæðin, skjólbeltin inn- an við Garða og skrúðgarðinn milli Jaðars og Garða. „Skjólbeltin eru beinlínis til fyrirmyndar“. Einar Sæmundsen var alveg undrandi yfir óvenjulega góðum árangri í sambandi við skjólbeltin. Hann segir að hér sé um afburða góðan árangur að ræða eftir að- eins 11 ár, því fremur sem þetta sé al- veg á bersvæði. Á s. 1. vori var hann á ferð um Norður-Jótland, — en í Danmörku er talið, að ekkert sé hægt að komast áfram með neins konar ræktun án skjólbeltanna. — Einar taldi, að þar hefði hann þá hvergi séð betri árangur — en hér — á jafn skömmum tima. Einar hvatti okkur þvi eindregið til að halda áfram að hlúa að skjólbelta svæðinu, Skjólbeltin í GörSum 11 ára. — Myntlin var tekin fyrir nokkrum vikum. og var alveg samdóma Guðmundi Jónssyni, sem hafði hugsað sér að breikka nokkuð beltið, (t. d. með tveimur trjáröðum), og halda svo áfram að planta við þær tvær hliðar, sem enn eru eftir. Hann var undr- andi yfir þvi sem þegar hefði áunnis, og sagði að það hefði þegar vakið almenna athygli hér innan lands og verið þegar tek- ið til fyrirmyndar af nokkrum skógrækt- armönnum. Hann taldi jarðveginn þarna ágætan, og hér eftir sæjum við árlega miklar framfarir ef að væri hlúð og áfram haldið. „í skrúðgarðiimm er allt mjög lífvænlegt“. Einari leizt mjög vel á skrúðgarðsstæðið, — miðað við það sem hér er um að gera. — Hann taldi byrjunina algerfega rétta, að byrja með hin breiðu skjólbelti, sem sé lifsskilyrði á svo miklu bersvæði sem hér sé. Hann taldi, að miðað við hinn skamma tíma, og t. d. óhagstæða veðráttu fyrstu tvö árin, væri þetta allt á mjög góðum vegi og inn bezta árangur að ræða. Hann sagði að við værum ekki þeir einu sem ættum í höggi við illgresið, það hafi þeir i ríkum mæli á bersvæði í Reykjavik. Hann segir að fólk athugi ekki hve um mikinn mun sé að ræða, bersvæði annars vegar og heimagarða, þar sem oft sé um skjól að ræða, og reynt að vaka yfir sér- hverrí plöntu og hjúkra á alla vegu. Það sé því venjan, að fólk sé óþolinmótt og þyki seint ganga, en athugar ekki aðstöðumun- inn. Hins vegar gangi þetta allt betur þegar komið sé yfir örðugasta hjallann, þegar trén þoli meira og fari að skýla hvert öðru, og skýla blómum og minni trjám. Okltur hefur verið óhætt að treysta Guðmundi Allt það sem hér hefur verið sagt, sann- ar að okkur hafi verið óhætt að treysta Guðmundi, og að hann hafi verið á réttri Framhald á síSu 104. 87

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.