Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 29

Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 29
mikla nauðsynjafyrirtæki hefði átt að ganga á und- an ýmsu sem fengið hefur verið fé til síðustu árin. Vonandi verður nú haldið áfram slindrulaust. Nú í haust er gert ráð fyrir að byggja traustlegar undirstöður að miklu húsi, sem á að vera efna- geymsla verksmiðjunnar og mun vera að stærð um 3800 fermetrar. Samið hefur verið við h/f. Fell hér, um þessar byrjunarframkvæmdir, en fyrir þvi standa Þorgeir Jósefsson og Einar Helgason. Nýr skattstjóri. Frá 1. september s. 1. hefur Kristján Jónsson bóndi í Dalsmynni í Eyjahreppi i Snæfellsnessýslu verið skipaður skattstjóri á Akranesi. Báfreiðaeign Akurnesinga. Á Akranesi eru skrásettar 180 bifreiðar af 25 mismunandi tegundum. Þar af eru 89 fólksbifreið- ir, 72 vörubifreiðir og 19 jeppabifreiðir. Flestir bilar eru af eftirfarandi tegundum: Ford .................... 39 bílar Chevrolet................ 26 bílar Dodge ................... 16 bílar Jeep Willys.............. 15 bilar Hlín. Mér var að berast i hendur „Hlín“. Árviss og °dýr með fangið fullt af þýðu, þjóðlegu efni, ylj- uð af árvekni og hjartahlýju Halldóru Bjama- dóttur, ást og umhyggju fyrir öllu því sem treysta má hagsæld hinnar islenzku þjóðar. Þar eru ekki langar visindalegar ritgerðir um eitt eða annað; en þar er venjulega æðimikið af gullkom- um reynslunnar um það sem betur hefur mátt fara í þjóðlifinu. Um störf hinna vökulu kvenna, sent af ást og umhyggju hafa vakað yfir heimilum sinum og ástvinum, en auk þess, með ótrúlegu, virku félagsstarfi, unnið þrekvirki í mannúðar- og menningarmálum til sameiginlegra þjóðar- heilla. Hver tekur upp merkið hennar Halldóru? Það má ekki niður falla. Aflabrögð. Bœjartogararnir: 31/8 Bjarni Ólafsson (karfi) .... 260.790 kg. 9/9 sami — . 240.000 — 20/9 sami — .... 263.030 — 30/9 Akurey (karfi) ............. 195.690 — Aðkomutogarar: 3/9 Geir (karfi) ............... 256.000 kg. 13/9 Fylkir (karfi) ............. 305.070 — 27/9 Jón Þorláksson (karfi) .... 254.030 — 1/10 Júní var með ca. 330 tonn, en hér var landað ........... 200.000 — Síldaraflinn i heild til 1. október hefur verið 3539.510 kg. Uallgrímskirkfa í Saurbœ orð lifir öld af öld, friðar og fræðir hvern þann, sem hlusta vill með hjartanu, og hefur á unga aldri verið beint að sítærri lind þessara ljóða. Nú er tekið til við að byggja Hallgrímskirkju i Saurbæ eftir langa bið. Eins og kunnugt er, var kyrjað á byggingunni eftir teikningu Guðjóns heitins Samúelssonar. Striðið tafði frekari fram- kvæmdir, og var margoft neitað um fjárfestingar- leyfi til byggingarinnar. Siðan hefur krónan ver- ið margfelld í verði margvíslega, beint og óbeint, svo að ógerningur reyndist að halda áfram bygg- mgunni eftir hinni fyrri teikningu. Var þvi ekki annað ráð fyrir hendi, en að byggja nokkru minna og ódýrara hús en ætlað var. Verð- ur nú byggt á sama grunni eftir teikningu þeirra arkitektanna Sigurðar Guðmundssonar og Eiriks Einarssonar. Að forfallalausu kemst kirkjan undir þak i haust, en þá verður þó handbært fé meira en búið. Vonar kirkjubyggingarnefndin þó, að þessu sameiginlega minnismerki þjóðarinnar um hið niikla sálmaskáld verði ekki févant til þess að geta lokið þessu verki fagurlega og fullkomlega á næstu tveim árum, svo að vígsla kirkjunnar gæti farið fram sumarið eða haustið 1956. Nefndin hefur allataf haldið, að kirkjunni myndi áskotnast nægilegt fé jafnóðum og verkinu miðaði áfram. Hún hefur þegar séð þess nokkur merki. Þá hafa og nokkrir menn og fyrirtæki þegar boð- ist til að gefa ákveðna nauðsynlega gripi til kirkj- unnar. Kirkjan verður hið snotrasta liús og ágætasti helgidómur, ef hægt verður að gera hana svo úr garði að innan sem hugur stendur til og ætlað er. Hallgríms dýru ljóð eiga enn marga aðdáendur með þjóðinni — vestan hafs og austan. — Þeir munu auðvitað sjá um að kirkja risi nálægt gröf Hallgrims og minjum þeim og minningum, sem tengja nafn hans við Saurbæ, verði haldið við og sýndur verðugur sómi. Ekki vegna Hallgríms, held- ur hinnar litlu islenzku þjóðar, sem ól slíkan meistara mannvits, óðs og snilli, þar sem hvert VASKIR MENN Á FRAMA BRAUT. Framháld af síðu 79. að vísu ekki góð, 7:3, en gefa þó engan veginn rétta hugmynd um gang leiksins. Berlín. Til Berlínar var flogið og komið hinn 6. september og dvalið á glæsilegu heimili Iþróttasambands Vestur-Berlínar. Þar var þeim sýnt margt merkilegt, svo sem minn- ismerkið um loftbrúna frægu úr stríðinu, „Járntjaldið" og hið stórkostlega mann virki Olympíuleikvanginn. I Berlín hefur eyðileggingin verið ógur- leg, og má víða sjá þess hin ömurlegustu merki enn, þar sem lítið hefur verið endur- reist miðað við ýmsar aðrar horgir. Þar sáu þeir rústir Ríkisóperunnar frægu og Ríkisþinghússins. I Berlín var fjórði og síðasti kappleikur inn, og leikið við úrvalslið Vestur-Berlínar. I byrjun leiks var gott veður, en í siðari hálfleik þrumur og eldingar og stórrign- ing. Akurnesingar hófu leikinn af miklu fjöri og virtist sem þeir hefðu leikinn í sínum höndum framanaf, enda gerðu þeir tvö mörk á -fyrstu 20 minútum leiksins. Þá tók aftur að halla undan fyrir þeim * ¥ * * * * * * * * ölgcrðin Egill Skallagrímsson Reykjavík Sími: 1390 Símnefni: Mjööur AKRANES 101

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.