Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 18

Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 18
grimmi gekk undan og veik fyrst að Pétri, greiddi honum keppshöggið, hjó strax sið- an eftir með exinni ofan í andlitið ýfir um þvert, á því hann vaknaði og brá upp aug- unum, að sagt var; var siðan lagður fyrir brjóstið með sleddu, og lét hann svo sitt líf. Sá stóð þá í dyrunum, sem sá upp á og sagði frá. Fylgjari hans á gólfinu raknaði við eftir sitt rothögg og vildi á fætur fær- ast; hlupu þá á hann þeir, sem til voru og að komu, og höfðu allir nóg. Er það skafið úr línu, hver þá til liðs kom, svo honum varð um siðir banað. Þá voru hin- ir þrír i smiðjuhússkofa, er þeir höfðu inni á hlaðinu. Þar var bartskerinn, ungur mað- ur, og reykjarþrællinn og þvottapilturinn. Þeir hermenn rufu strax yfir þeim, en hinir vörðust vonum betur, þó urðu þeir fyrir liðsmun að lúta, sem von var á um siðir. Eftir það voru þeir öllum klæðum flettir og allsnaktir kropparnir á börur lagðir og bomir yfir á björg, bundnir siðan saman og steypt ofan 'fyrir í djúpið“. Þetta var úr frásögn Jóns lærða um Spánverjavígin i Æðey. Marteinn kaptugi og menn hans voru hins vegar felldir á Sandeyri, og er um það löng saga og fræki- lega vörn Marteins. En frægan sigur þykjast Isfirðingar þá unnið hafa og lýsir Jón lærði sigurgleði þeirra:------„héldu til Æðeyjar og tóku þar megingóðsið og margt það sumir vita. Var þá dansað og drukkið vel og glatt af víni þeirra og setið þar á sunnudaginn. En á mánudaginn héldu þeir heim. Eftir þá herför og háan sigur hver mann varð af drykkju digur vikuna vel svo alla, vildu þá í hag falla“. Annars kemur Æðey ekki mikið við sögur fyrr á öldum. Henni bregður að- eins fyrir öðru hverju i bréfum og gern- ingum. Eitt sinn lenti hún í eigu Snorra Sturlusonar með þeim hætti, að Ólafur Æðeyingur gat barn við Þórdisi, dóttur Snorra, þeirri er átt hafði Þorvaldur Vatns- firðingur. Ólafur seldi þá Snorra sjálf- dæmi og gerði Snorri af honum Æðey. Þar sat Órækja líka um tima, hinn giftu- litli sonur Snorra. Enn fremur bjó Þór- dís þar sjálf. Á síðari öldum er saga eyjarinnar ljós- ari, einkum eftir að hún kemst í eigu ætt- ar þeirrar, er hefir átt hana í beinan karl- legg lengi. Ættfaðirinn, Jón Arnórsson sýslumaður eignaðist eyna á síðari hluta 18. aldar. Jón var þekktur maður, sonur Arnórs Jónssonar sýslumanns í Borgar- fjarðarsýslu, sem var um tíma skrifari Páls lögmanns Vídalins. Amór þessi var sonur Jóns lögréttumanns í Ljárskógum Arnórs- sonar. — Ámi, sonur Jóns sýslumanns, sem fæddur var 1778 kvæntist Elisabetu Guðmundsdóttur frá Amardal, og hófu þau búskap í Æðey 1805. Rósinkar, son- ur þeirra, bjó þar 1849 til 1874, er Guð- mundur, faðir núverandi Æðeyjarbænda tók við. Hann lézt 1906, en kona hans, Guðrún Jónsdóttir Halldórssonar frá Am- ardal, rak búskapinn áfram með myndar- brag til dauðadags, ásamt þremur bömum sínum, sem nú búa i Æðey, þeim Ásgeiri, Halldóri og Sigriði. Þau sitja hið góða óðal ættar sinnar með rausn og höfðingskap. Einn morguninn í Æðey heyrði ég klið mikinn og mannamál úti á hlaðinu og snaraðist út. Hér voru þeir bræður Halldór og Ásgeir, að fylkja liði sínu til dúnleitar. Um liðið mátti segja sama og eitt sinn var sagt um annað lið, að „eigi er það svo fátt sem það er smátt“. Fast er sótt á að koma kaupstaðarbörnum í sumardvöl á slíka staði, og vom þar nú 9 slíkir gestir og þótti óvenju fátt. En auðvitað voru sterkustu liðsmennirnir, auk bændanna sjálfra, vinnumenn og vinnukonur. Hver maður fékk tágakörfu til að tína í dún- inn. Leitað er um eyna eftir fastri, gamalli áætlun, og er rétt eins og um hernaðar- skipulag sé að ræða. Eynni er skipt í belti og skika, sem leituð eru skipulega. Leitin er nokkuð vandasöm og er betra, að þar sé ekki eingöngu óvant fólk að verki. Hér verður að halda athyglinni vak- andi, svo að hreiður eða jafnvel heilir skikar verði ekki út undan, og fuglana verður að umgangast með umhyggju til að trufla þá ekki og styggja um of, og snyrtilega þarf að ganga um hreiði'in og dúninn. Ekki má svipta eggin of miklum dún snemma á álegutíma, en síðast á að hirða allt úr hreiðrinu. Vant fólk hirðir dúninn, hristir úr honum mesta ruslið, hlúir að eggjunum eða gætir unganna, séu þeir komnir, — allt með örfáum, fumlaus- um liandtökum. Flestar fljúga kollurnar af eggjunum þegar komið er að, en fara ekki langt, öðrum verður að lyfta af. Sum- ar eru smeykar, sumar rólegar og þægar, aðrar styggar og í sumar fýkur, svo að þær hvæsa og glefsa í komumenn. Þær eru þannig misjafnlega skapi farnar og duttl- ungafullar rétt eins og annað kvenfólk. Og þarna sitja þær, hátíðlega og móður- lega og biða síns tíma. Að einu hreiðri kom ég, sem mér þótti undarlega skipað. Eins og kunnugt er, taka blikarnir lífinu létt. Þeir yfirgefa kolluna fljótlega og lifa „luxus“-lífi í værð og iðjuleysi meðan frúrnar keppast við að unga út. Viða birt- ist það, þetta karlmannlega ábyrgðarleysi! — En — á þessu hreiðri sat bliki sem fastast og hreyfði sig ekki, þótt gengið væri i kringum hann. En ósköp var hann mæðu- legur og áhyggjusamlegur á svipinn! Hall- dór bóndi sagði mér, þegar ég spurði hann, að það kæmi fyrir, að blikar lægju á; venjulega stafaði það af því, að kollan dæi frá ungum eggjum. En þeir standast ekki raunina. Þeim endist ekki þolinmæði og yfirgefa eggin. Náttúran er náminu ríkari! Ég fer mér hægt að ráðast í slíkan vanda, sem dúnleitin er, en vil þó taka þátt í henni. Ég tek þvi þann lcost að gerast Ás- geiri frænda minum fylgispakur og ganga í spor hans. Hann hefir nú farið á dún- leitir í Æðey yfir 50 sumur. Jafnan leitar hann sjálfur yzta hringinn, fer með sjón- um, en ýmsar hættur geta verið á þeirri leið, í klettum og gjám. Þótt hann sé nú af léttasta skeiði fer hann létt og fimlega um þessar slóðir, sem hann þekkir svo vel, hoppar stein af steini og snös af snös, þekkir hvern krók og kima, skeggræðir við æðarkollurnar, sem eru sumar kunn- ingjar hans um margra ára skeið. Og við látum hugann fljúga um alla heima og geima undir bláum vorhimni. Stundum stöldrum við á skjólsælli syllu og rifjum upp kvæði, því að hér er ég í 'fylgd með manni, sem er sérfræðingur í kveðskap Einars Benediktssonar, svo að ekki munu margir honum fremri í þvi á landinu. Munu það ekki miklar ýkjur, að Ásgeir kunni utan að megnið af kvæðum Einars, og hann getur þulið löng kvæði viðstöðu- laust. Hann dáir mjög þetta djúphyggju- skáld og hefir tileinkað sér lífsskoðun hans og trú. Ekki má þó ætla að Ásgeir kunni ekki skil á fleiri bókmenntum, því að hann er fróður maður, einkum þó ljóð- elskur. Á síðari árum hefir Grímur Thom- sen og kveðskapur hans orðið honum æ hugstæðari. En Einar mun þó jafnan verða eftirlætisgoð hans. Enda er eðli- legt að lifstrú þessa skálds samræmist vel skoðun bónda, er jafnan hefir lifað í nánu sambandi við náttúru heimahaganna, dauða og lifandi: „Ég veit, að allt er af einu fætt, að alheimsins ldf er ein voldug ætt, Jauðleg, eilíf og ótal-þætt um afgrunns og himins slóðir*. Æðardúnninn er auðvitað mikið búsílag. Nafn eyjarinnar bendir til þess, að þar hafi verið varp frá fyrstu tíð. En mis- jafnt hefir það verið eftir árferði og hirð- ingu. Er t. d. sagt, að þegar Árni, lang- afi þeirra Æðeyjarsystkina hafi byrjað bú- skap laust eftir aldamótin 1800 hafi dún- tekjan aðeins verið 2 pund. En svo voru sett friðunarlög. Öx varpið nú jöfnum skrefum fram um 1880, en þá voru harð- indi mikil og dró þá úr aftur. Fyrir harð- indin 1918 og þar í kring hafði dúntekjan komizt upp í 400 pund, en féll nú niður í Framhald á síSu 105. Styðiið og styrkið S. 1B. S. 90 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.