Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 28

Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 28
ANNÁLL AKRANESS --------------------------------------i AUGLÝSING Frá Innflutningsskrifstofunni Samkvæmt heimild i 22. gr. reglugerðar frá 28. desember 1953 um skipan innflutnings- og gjald- eyrismála o.fl. hefir verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmt- unarseðlum, er gildi frá 1. októ- ber til og með 31. desember 1954. Nefnist hann „FJÓRÐI SKÖMMT UNARSEÐILL 1954“, prentaður á hvítan pappír með svörtum og rauðum lit. Gildir hann sam- kvæmt því sem hér segir: REITIRNIR: Smjörlíki 16—20 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 gr. af smjörlíki, hver reitur. REITIRNIR: SMJÖR gildi hvor fyrir sig fyrir 500 grömmum af smjöri (einnig böggla- smjöri). Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur- og rjóma- bússmjör, eins og verið hefir. „FJÓRÐI SKÖMMTUNAR- SEÐILL 1954“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af ,,ÞRIÐJI SKÖMMTUNARSEÐILL 1954“ með árituðu nafni og heimilis- fangi svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 30. september 1954, Innflutningsskrifstofan ______________________________✓ Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega: 0. F., Akranesi 100 kr., Jón Guðmundsson fram kvst., Belgjagerðinni Rvík. goo kr., Frú Emelía Briem 100 kr., Matthias Þórðarson ,rithöf. Kbh. 200 kr., Jón Maron, framkvstj., Bildudal f. 1954 og ’55 100 kr., Vinur blaðsins á Akureyri goo kr., Sveinbjörn Jónsson, framkvstj. Rvik. 200 kr., Ágúst Jósefsson, fyrrv. heilbr.fulltrúi Rvik. 100 kr. Hjúskapur: 17. júni. Ungfrú Nanna Jóhannesdóttir Akur- gerði 22 og Gestur Friðjónsson, iðnnemi frá Hofs- stöðum í Alftaneshreppi. 26. júni. Ungfrú Margrét Loftsdóttir, Vestur- götu 137, og Leifur Ölafsson, málari, Tómásarhaga 46 Reykjavik. 26. júni. Ungfrú Guðrún Ragnarsdóttir, Heiðar- braut 17, og Gústaf Adóif Jakobsson, sjómaður, Heiðarbraut 17. 3. júli. Ungfrú Benny Sigurgeirsdóttir, Skarði 2, og Bjarni Stefánsson, verkam., s. st. 14. ágúst. Ungfrú Svanfriður Valdimarsdóttir, Hjarðarhóli og Þorvaldur Ixjftsson, sjóm., frá Vik í Steingrimsfirði, að Skólabraut 22. Sira Jón M. Guðjónsson gaf saman. Dánardægur: 8. ágúst. Einar Þorvaldsson, Brekkukoti, f. 28. júni 1887, að Hofstöðum á Mýrum. )8. ágúst. Guðmundur Bjami Jónsson, Suður- völlum, f. 9. desember 1869 að ILokinhömrum i Arnarfirði. 30. ágúst. Ragnheiður Jónsdóttir, f. 11. nóv. 1882, að Sauðanesi í Torfalækjarhreppi i Austur- Húnavatnssýslu. 6. september. Valgerður Helgadóttir, Uppkoti, f. g. mai 1896, að Kirkjubóli i Innri-Akraneshreppi. 2g. september. Pálina Jónsdóttir, Kirkjuhvoli, f. 11. okt. 1872 að Minni-Vatnsleysu. Hún fór ekki varhluta af reynslu lifsins, J)ví að báða menn sina og einkason, missti hún í sjóinn. Hún var hér siðast hjá dóttur sinni Lilju Pálsdóttur og tengda syni, síra Jöni M. Guðjónssyni. 28. september. Petrea G. Sveinsdóttir, kennari og kaupkona frá Mörk. Hún andaðist af hjarta- slagi. Hún var fædd 23. júlí 1885. Hennar hefur nokkuð verið getið hér i blaðinu áður, og verður siðar getið i sambandi við skóla, sjúkrahús og fé- lagsmál. 1. október. Kristín Eyjólfsdóttir í Akurprýði, ekkja Þorsteins Ólafssonar á Krossi og viðar. Hún var fædd 22. desember 1877 í Brekkubæ. Hennar mun siðar verða getið i þáttum AKRANESS i sambandi við fyrmefnd býli, svo og i sambandi við Esjuberg og Akurprýði. Nýr barnaskólastjóri. Eins og kunnugt er sagði Friðrik Hjartar lausu starfi sínu s. 1. vor. Hann tók við þvi starfi er frk. Svafa Þórleifsdóttir lét af þvi starfi 1944. Friðrik er eins og kunnugt er einn af beztu skólamönnum landsins, enda starfið farið honum mjög vel úr hendi hér. 1 hans stað hefur verið settur skólastjóri Njáll Guðmundsson kennari úr Reykjavík. Skemmtileg heimsókn. Sunnudaginn )(. júli s. 1. heimsótti Akranes hópur safnaðarfólks úr Frikirkjunni í Reýkjavik, ásamt hinum ágæta presti þeirra Þorsteini Bjöms- syni. Á hverju sumri fer nokkur hluti safnaðarins slikar ferðir, til einhverra þeirra staða, sem þeir geta fengið lánaða kirkju, því ekki fara þeir þess- ar ferðir til þess að geta fellt niður messu. Sira Þorsteinn prédikaði hér þvi þennan um- rædda sunnudag og annaðist einnig altarisþjónust- una, en hann er bezti tónisti í prestastéttinni nú. Safnaðarfólk Fríkirkjunnar var um 90 manns, en auk þess sótti kirkju allmargt Akumesinga. Að aflokinni guðsþjónustu bauð sóknarnefndin hér, Kvenfélagið og Slysavarnadeild kvenna, gest- unum til kaffidrykkju i Hótel Akranes. Þar báru menn fram gagkvæmar kveðjur og þakkir og sungu við raust. Vestur-íslendingar á ferð. Til Akraness komu hingað i sumar góðir gestir vestan um haf. Þau Páll S. Pálsson skáld frá Gimli og kona hans Ólína Egilsdóttir, frá Bakka í Borgarfirði eystra. Ennfremur ICristin Þorsteins- dóttir frá Húsafelli. Páll og Kristin eru þvi bæði Borgfirðingar, þvi að hann var alinn upp á Norður- Reykjum í Hálsasveit. Mikið þótti þeim vænt um að vera komin heim, og mikið létu þau yfir framförunum og batnandi hag landsmanna, svo og viðtökunum í þeirra garð, er þau þóttust ekki geta lofað nógsamlega. Þótt það væri nú tekið sæmilega á móti þessum bless- uðum „farfuglum" þá sjaldan sem þeir fá tækifæri til að koma heim. „AKRANES" þakkar þeim fyrir komuna og biður þeim blessunar i bráð og lengd. Hér heima voru þau einnig á ferð í sumar dr. Richard Beck og Berta kona hans. Fóru þau viða um landið, en ekki gátu þau þó komið því við að heimsækja Akranes. Fleiri landar munu og hafa komið heim í sumar. Er vonandi að sem fleztir þeirra fái tækifæri — og það sem oftast — að vitja gamla landsins, og einnig „heimalningamir" að lita til þeirra vestur. Slíkar gagnkvæmar heim- sóknir eru áreiðanlega báðum hinn mesti feng- ur, i baráttu þeirra fyrir manndómi kynstofnsins islenzka og þvi bezta sem með honum býr. Tópaz. Fyrir skömmu var leikflokkur Þjóðleikhússins á ferð hér með Tópaz, og hafði 3 sýningar i Bióhöll- inni við gé)ða aðsókn og undirtektir. Það er mikill fengur að þessum sýningum Þjóðleikhússins utan Reykjavikur. Mikill fjöldi fólks úti á landi á þess auðvitað ekki kost að sækja sýningar í Reykjavik. Hér er oftast um góð leikrit að ræða, með afbragðs leikurum, en þetta hefur vafalaust góð áhrif á leiklistarlíf i viðkomandi bæjum og byggðum. Þökk sé þeim fyrir komuna. Bygging sementsverksmiðjunnar hafin. Nú loks er hafin hin eiginlega bygging verk- smiðjunnar, og er það ekki vonum fyrr. Einhver vandkvæði eða seinagangur hefur verið á útvegun fjármagns til verksins, og mun enn ekki fengið nema að litlu leyti. Er þó augljóst mál, að þetta ÍOO AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.