Akranes - 01.10.1954, Side 12
slika skála. Einn þeirra er nú fullgerður.
Annar vel á veg kominn, en fyrir hinn
þriðja hafa þeir fengið fjárfestingarleyfi.
Skálar þessir eru stórir, bjartir og rúm-
góðir, traustlega gerðir, og bera ekki á sér
vonleysi vílsamra manna. Bygging þeirra
er þrauthugsuð með hliðsjón af þörfum
liðandi stundar og þó með tilliti til fram-
tíðarinnar-, um hagkvæmd til afkasta og
þæginda. 1 blíðu sumarsins má opna heila
hlið. Ofanbirta er jöfn og góð, og afburða-
loftræsting, sem endurnýjar loftið með
skömmu millibih.
Hver þessara skála kostar um 2 milljón-
ir króna, en Reykjalundarmönnum ægja
ekki slíkir smáaurar. Kunnáttumemi, sem
skoðað hafa hina nýju vinnusali, ljúka
miklu lofsorði á byggingu þeirra og fyrir-
komulag. Þeir fullyrða að hér sé um að
ræða glæsilegustu og bezt búnu vinnu-
sali landsins. Ekkert minna sætta þeir
sig við.
Iðjuhöldar.
Ráðamönnum Reykjalundar f r ljósara
en mörgum öðrum, hve vinnan er mikil
lífslind og gleðigjafi, og hve nauðsynleg
hún er og samofin heilbrigðri sál. Vinnan
er heimsins mesta hnoss og gæfa '*instakl-
inga og þjóða. Samhliða byggingu Rcyk’n
lundar var því kappsamlega irnnið að þvi
að byggja upp iðnað við hæfi vistmanna.
Bæði t.il að svala þessari lifsþörf heilbrigðs
manns, samhliða því að gera þeim mögu-
legt að vinna fyrir brauði sinu, og ef bezt
léti eitthvað framyfir það.
1 fyrri greinum mínmn var því sagt
nokkuð frá vinnubrögðum hjá „veiku
fólki“. Frá saumastofu í tveim deildum,
Ræktunarframkvæmdir.
Eins og getið var í fyrri greinum,
var hér byggt á eyðimel og heldur
hrjóstrugu umhverfi. Þeir snyrti-
menn og ræktunarfrömuðir, sem hér
voru að verki, létu heldur ekki drag-
ast lengi að laga til í kringum hin
nýju stórhýsi. Heim við húsin hafa
verið gróðursett mörg þúsund tré
svo og blómarunnar, en út frá þeim
— sérstaklega til suðurs, undan
brekkunni — hdfur þegar verið full-
ræktað mikið graslendi, 12—13 hekt-
arar lands, sem nú þegar gefur af
Steypuvélar í PlasticgerSinni.
ÓLAFUR B. BJÖRNSSON :
Hin miMn f^rirm^nd
Á árunum 1950—51 ritaði ég greinaflokk
um þann fræga stað, Reykjalund í Mos-
fellssveit, undir aðal-fyrirsögninni „Ótrú-
legt afrek“. Þar voru rakin nokkuð ræki-
lega viðbrögð lækna og heilbrigðisstjómar
til útrýmingar berklaveikinnar úr landinu,
og bygging nokkurra hæla til að hefta út-
breiðslu veikinnar og veita hinum sjúku
læknishjálp og von mn bata. Þar var enn-
fremur rækilega rætt um það afrek, sem
sjúklingarnir sjálfir höfðu unnið með hug-
dirfð sinni, hugsjónum, samtakamætti og
ótrúlegri orku, sem áunnið hefur sér ást-
sældir allrar þjóðarinnar að launum. Þar
sýna verkin merkin, svo að út lítur fyrir.
að þeir sem þar eru að verki geti allt.
Þegar ég skildi seinast við hina reyndu
menn á Reykjalundi í nefndri ritgerð,
höfðu þeir byggt mikið hús fyrir vist-
menn og hið mikla starf, sem þar fer fram.
Einnig nokkur sér-íbúðarhús 'fyrir vist-
menn. Þá höfðu þeir enn lítið gert til að
breyti umhverfinu í ræktað land, en það
sem vanhagaði þá mest um, var bygging
fullkominna vinnuskála, aukinn iðnaður
og tækni í fjölbreyttari framleiðslu.
Þessa var þá getið, að með þeim væri
vel vakandi sú hugsjón að koma þessu i
framkvæmd. Þar sem þar er ekki tun orð
tóm að ræða, heldur efndir i ríkmn mæli,
langar mig til að vera nú enn leiðsögumað-
ur lesenda minna að Reykjalundi, til
þess að þeir eigi í þessu riti greiðan
aðgang að fylgjast með vexti og við-
gangi þessa undra fyrirtækis sem
rokið hefur upp i skjóli hitans á
Reykjalundi, og hins innra elds is-
lenzku þjóðarinnar, sem kumiað hef-
ur að meta slíka dáð og drengskap,
sem þar hefur verið að verki í óvenju-
lega rikum mæli og einstæðum.
sér 8—10 kýrfóður. Þá langar til að koma
upp kúabúi, sem a. m. k. nægir fyrir
Reykjalund. Þeir hafa þegar komið á fót
svo mikilli hænsnarækt, að á því sviði eru
þeir þegar aflögufærir. Þannig koma mat-
arleifar hins margmenna heimilis, sjálfu
því til mikilla nota.
Drengirnir þeir þrauthugsa hvert mál,
og ef rétt reynist, koma þeir þvi þegar í
framkvæmd, og eykur þegar gagn og giftu
heimilisins. Umhverfi Reykjalundar er því
ekki lengur eyðilegt og ófagurt, heldur
einnig í gróðrinum uppljómað af lifandi
von hinna framsæknu manna, um áfram-
haldandi dáðir til handa hinum sjúku og
særðu, til andlegs og líkamlegs atgervis og
hagsældar.
Glæsilegustu og bezt búnu
vinnusalir landsins.
í byrjun þurfti auðvitað að kosta kapps
um að koma upp góðu vistheimili fyrir
hið sjúka fólk. Fyrir vinnuskála varð hins
vegar að notast við gamla hermannaskála,
sem þegar í byrjun voru ófullkomnir og
leiðinlegir, en gengu auðvitað líka fljótt
úr sér, nema með því meira viðhaldi.
Hið næsta stóra markmið var því að
byggja fullkomna, vandaða vinnusali við
hæfi heimilisins. Ætlunin er að byggja 4
120
AKRANES