Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 11
JtHícrkir samtídarntcnn“
Norska Ijóðskáldið
Herittaif Wildenveg
Eftir ÓLAF GUNNABSSON, frá Vík í Lóni.
LJöÐAGERÐ heíur aldrei verið talin
ábatasamur atvinnuvegur, en hins
vegar munu fáir listamenn veita fólki
meiri gleði en einmitt ljóðskáldin. Norska
ljóðskáldið Herman Wildenvey er að
mörgu leyti ólíkur öðrum ljóðskáldum m.
a. vegna þess að honum htífur tekizt að
lifa af ljóðagerðinni einni.
Herman Wildenvey fæddist á litlum
hótidabæ í Nedre Eiker skammt frá
Drammen árið 1886. Æskuumhverfi hans
er mjög fagurt. Þar skiptast á stórir skógar
með vötnum og lækjum, lyng- og kjarr-
klæddir ásar, akrar og engi. Drengurinn
undi sér öllum stundum úti i þessari un-
aðsfögru náttúru, sem honum var meira
að skapi en bækur og skólaganga. Sjálfur
orðar hann þetta þannig: ,.Án þess að gera
mér það fulJkomlega ljóst, þroskaði ég
hæfileika mína í þá átt, að mér varð eðli-
legt að vera einn með himni og jörðu,
skaparanum og verkum hans“.
Snemma fór að bera á því, að Herman
væri hagmæltur, en ekki mun Ijóðagerð
hans hafa verið mikils metin á bernsku-
heimilinu. Skilningsleysi föðursins var
drengnum að vísu nokkurt áhyggjuefni, en
þó ekki svo að hann biði neinn hnekki af
því. Faðirinn hélt því að visu fram að lær-
dómur væri í raun réttri sálarmorð, en
bæði var það að bóknám var ekki nein
ástríða hjá drengnum og í öðru lagi var
lund hans þannig, að skuggar og myrkur
komust þar trauðla að. Auk barnaskóla-
menntunar hlaut Herman Wildenvey
menntun á sýslunámskeiði og var kennari
hans þar Engebret Moe Færden að nafni,
sá fyrsti, sem ekki áfelldist hann fyrir að
yrkja kvæði, en hann var aðeins 16 ára
gamall þegar fyrsta kvæðið hans var
prentað í Drammens Blad. 17 ára gamall
fór hann til Óslóar og tók miðskólapróf,
var þá ætlun hans að taka stxidentspróf,
en úr því varð þó ekki m. a. vegna þess,
að frændi hans, sem bjó í Ameríku bauð
honmn til sín og borgaði fyrir hann farið.
Wildenvey tók sér far með gufuskipinu
Norge en það fórst við Rockall, sem er 21
metra hár granítklettur fyrir vestan Suð-
ureyjar.
Allur þorri farþeganna drukknaði, en
Herman Wildenvey var einn af þeim 'fáu,
sem af komust. Hann lét ekki slysið á sig
fá en hélt áfram til Ameríku og þar var
hann í þrjú ár. Á þeim árum vann hann
stundum á búgarði en þess á milli gekk
hann á prestaskóla. Hvorugt var honum þó
almennilega að skapi, enda kom brátt að
þvi, að harrn sinnti meira verkum Shake-
speare og Shelleys en búskap og guðfræði.
En svo bar heimþráin hann ofurliði og
segir hann sjálfur að bók Hamsuns „Det
vilde kor“ hafi átt sinn mikla þátt í þvi
að tendra heimþrárblossana í huga hans.
Þegar heim kom fékk hann vinnu á
gistihúsi í Osló og þar eð haxrn talaði ensku
reiprennandi var vinnan fremur fólgin í
spjalli við gesti en erfiðisverkum. Þetta
fannst Wildenvey rólegt starf og fór hann
þá þegar að vinna að ljóðlistinni af meira
kappi en áður. Um haustið hafði hann
bókna „Nyinger“ tilbúna. Sagt er að hann
hafi lesið kvæði úr bókinni fyrir nokkra
kunnngja sína skömu áður en hún kom
út. Þar stóð m. a. þessi setning: „Disse
vers skal ei sorteres og i dele sættes hen“.
„Þetta er a. m. k. ekki vel sagt“, sagði þá
Sigurd Bödtker. „Því er auðvelt að breyta“,
sagði skáldið og slöngvaði þá fram snilld-
arsetningunni: „Disse vers er ville vekster
i en sommer drysset hen“, sem enn þann
dag í dag er talin með því bezta, sem
Wildenvey hefur sagt í jafnfáum orðum.
Bókin „Nyinger“ seldist algerlega upp á
fjórum dögum.
Ef þessi tíðindi hefðu gerzt á Islandi
um sama leyti hefði atburðurinn að visu
verið éftirtektarverður en ekki einstakur.
Hins vegar ber þess að gæta, að Norðmenn
lesa ekki almennt kvæði í eins ríkum mæli
og Islendingar, ég hef sjaldan heyrt Norð-
menn fara með kvæði nema ef þeir lesa
upp í útvarp eða á samkomum, ég veit
ekki hvort þeir lcunna að kveðast á, ég
hef að minnsta kosti aldrei heyrt þess getið
i Noregi.
Ég er ekki viss um að neinum bók-
memitafræðingi dugi að leita orsaka til
vinsælda skáldsins í kvæðum Wildenveys,
án þess að athuga jafnhliða hvernig norska
æskan eyðir frístundum sínum og sumar-
leyfum, hvað er leyft og hvað ljótt, hvað
er fagurt, hvað er frjálst í hugrnn eldri
kynslóðarinnar.
Þess er þá fyrst að geta, að allt upp-
eldi miðar enn meir að útilifi en við eig-
um að venjast. Á veturna má sjá 3—4 ára
gömul börn á skíðum þegar gott færi er
og vel viðrar. Skíðaferðir og fjallgöngur
eru sjálfsagðir hlutir meðal Norðmanna
bæði yngri og eldri. I öðm lagi er sam-
band kynjanna ekki eins eðlilegt og frjáls-
legt eins og við eigum að venjast. Það
þykir t. d. mjög vafasamt ef ungur maður
fær stúlku i heimsókn eftir að birtu tekur
að bregða og enn síður er það viðeigandi
að ung stúlka taki á móti ungum manni
nema hún búi heima hjá foreldmm sinum.
Hins vegar amast fáir við því, að ungt fólk
sem renna kann hýrum augum hvert til
annars hverfi nokkrar vikur upp í hjáfjöll
og er þá ekki alltaf auðvelt að spyrja ná-
kvæmra tíðinda úr slíkum ferðum. Þegar
ég fór yfir Jötunheima fyrir nokkrum ár-
um hitti ég fjölda fólks, sem ég hugði vera
hjón, en sem reyndust vera „elskendur að
kynnast“, eins og það var orðað uppi í
hálendinu.
Eins og flestmn mun kunnugt er mikil
náttúmfegurð í fjöllum Noregs, er þvi
margs að njóta fyrir æskuna, sem leggur
leið sina frá einum fjallakofanum til ann-
ars uppi á öræfum.
Wildenvey var barn sins fagra fóstur-
lands og heppinn sonur hugsunarháttar
þjóðarinnar. Hann vissi hvað til sins frið-
ar heyrði. Ljóð hans eru fyrst og fremst
skínandi fallegar náttúrulýsingar. 1 þýð-
um og blæfögrum bögum bregður hann
upp einni snilldarlýsingunni af annairi,
þannig að allir, sem þekkja norskt lands-
lag, hljóta að finna 1il þegar þeir lesa þau.
Jafnframt kitlar hann lesendurna með
ofurfinum ástleitniljóðum, sem honum
telcst svo skínandi vel að halda innan
takmarka velsæmis, einnig á norskan mæli-
kvarða. En hverju, sem hann lýsir tekst
honum jafnan að blása skáldlegri anda-
gift í einfalt alþýðumál.
Því miður hefur litið verið þýtt af ljóð-
um Wildenveys á íslenzku. Magnús Ás-
geirsson hefur að vísu snarað noklcmm
þeirra, en þeim mikla snillingi hefur oft-
ast tekizt betur en i skiptum við Wilden-
vey. Hygg ég að Tómas Guðmundsson bæj-
arskáld væri líklegastur islenzkra skálda
til þess að þýða ljóð Wildenveys, svo að
allii mættu vel við una.
Ég vil þó leyfa mér að birta brot úr
kvæði, sem Magnús Ásgeirsson hefur þý1t.
Kvæðið heitir „Vísur Ferdinands smiðs“
og stendur í „Ljóðum frá ýmsum löndum“,
sem Mál og menning gaf út 1946.
Fyrsta visan hljóðar svo.
Þau héldu til skógar, sem skilianlegt er
því skógur og nótt hýsa alla,
hann, hetjan, sem var þó hið veikara ker,
hún vist allt of góð til að falla.
Og hlóm felldi á grassvörðinn hlikandi mörk,
eins og brimaði um grænlituð sund.
Þar var fagurt i laufi og fylgsni i björk.
Ó, fagra stund.
Þriðja vísan endar þannig:
„0 bíddu okkar heilaga brúðkaupsdags,
hún bað hann svo saklaus og góð.
En við það að mæta hans vörum strax
þó varð hún hljóð“.
Framhald á síSu 138.
119
AKRANES