Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 26

Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 26
SÉRA FRIDRIK FRIÐRIKSSðN: STARFSÁRIN III. Ég sagði: „Ég er Islendingur og heiti Friðriksson". „Nei!“ sagði hann, „þér eruð þó ekki Pastor Friðriksson?“ „Jú, sagði ég „hvemig datt þér það í hug!“ — „Ó Guði sé lof, þá er mér nú borgið. Ég heyrði í vetur dr. Wichmann Matthiesen halda fyrirlestur um yður í K.F.U.M. í Fredericia“. — Svo fórum við út og ég fann þar í einni af hliðargötum matstað og gaf honum máltíð. Hann vildi borga hana og kvaðst hafa nóga peninga. Svo fórum við aftur upp í lestrarsalinn og biðum þar til klukk- an varð ío1/^, og enginn kom þangað úr kirkjunni. Það átti að loka húsinu kl. 11, og allir, sem ekki gistu þar að fara. Svo fór ég niður til dyravarðarins að spyrja, hvort pilturinn gæti fengið herbergi um nóttina, en þar var allt fullt, en hann hringdi á hótel þar í grenndinni, og þeir héldu að þar kynni að vera eitt herbergi laust. Svo fórum við þangað. Það var við Russel Square, og er til kom var þar líka fullt. En þeir voru svo góðir þar að hringja í nærliggjandi gististað, og loks fengum við herbergi á gistihúsi í götu nálægt, og vísuðu þeir mér leið. Ég fór með hann þangað. Þegar þar var komið hitti ég gistihússtýruna, og kvað hún herbergi til reiðu. En meðan ég var að tala við hana, kom allt i einu maður þjótandi inn af götunni og hélt báðrnn höndum um höfuð sér, og blóðið fossaði undan höndum hans, og hljóp hann niður i kjallarahæðina. Konan rak upp hljóð og þaut niður á eftir honum. Við stóðum eins og þvörur og vissum ekki, hvað við ættum að gjöra af okkur. — En eftir litla stund kom konan til baka og var þá róleg og vísaði okkur á herbergið. Það var vistlegt og gott. Ég hjálpaði honum að skrifa sig inn í gestabókina. Svo töluðum við um að hann kæmi kl. 10 um morg- uninn niður í K.F.U.M. Það var í mér geigur að skilja hann þar eftir. Ég 'fór kl. 9 niður í K.F.U.M. og beið þar, þangað til þeir Sir Arthúr og prófessor Gray komu. Þá var hann ekki kominn, og setti ég danskan mann til að taka á móti honum. Svo sá ég hann ekki framar. Hér um bil tveim mánuðum síðar fékk ég bréf frá hcnum, og kvaðst hann um morgninn hafa tekið vagn og ekið heim til ræðismannsins, og hefði hann sent sig með næstu lest til áætlunarstaðar síns, og hefði hann því ekki getað komið i K.F.U.M. Hann varð seinna góður kunningi heima á Jótlandi, þar sem ég kynntist foreldrum hans. Og er hann úr sögunni. Nú var sá stóri dagur upp runninn. Áttatíu ár liðin síðan K.F.U.M. var stofnað. Ég ók með þeim Sir Arthúr til St Pauls- kirkjunnar. Þeir höfðu meðferðis í vagninum stóran krans og fagran. Þar mættu okkur Mr. Williams, sonur stofnandans, og með honum roskinn maður, sem verið hafði trúnaðarþjónn Sir George í elli hans. Síðan komu þeir Asquith lávarður, sem ég hef áður sagt 'frá, Radstoch lávarður og þrir aðrir, sem ég man ekki nöfnin á. — Sir Arthur lagði kransinn á gröfina með örfá- um orðum, og Mr. Williams sagði fáein orð og bað bæn; svo tóku allir í hönd sonarins, og þá gengum vér hljóðir frá gröfinni og héldum heim stuttan spöl frá kirkjunni til verzlunarhússins. Svo fórum vér upp í K.F.U.M. herbergið, sem var alveg eins og daginn, sem félagið var stofnað, sama borð og sömu stólar. Það var nú bænaherbergi, mitt inni i hinni stórfenglegu verzl- un. Þar inni var lesinn upp 46. sálmur Davíðs, og svo kropið niður til sameiginlegra bæna. Á eftir þessari athöfn var ekið upp á Hótel Russel, þar sem hádegisverðurinn fór fram. Þar voru eitthvað um 200 gestir boðnir, hér um bil allt útlendingar, K.F.U.M.-meðlimir frá mörgum löndum. Þar tók ég e’ftir 2 eða 3 Kínverjum eða Japömnn, og þar sá ég tvo svertingja og fékk seinna að vita, að þeir voru framkvæmdastjórar í K.F.U.M. í Suður-Bandaríkjunum. Þar voru og vinir mínir frá Danmörk. Mr. Williams bauð gesti velkomna, og svo hélt Sir Arthur Yapp stutta ræðu fyrir K.F.U.M. áttræðu og stofnanda félags- ins. Svo var borðað með beztu lyst með glöðum samræðmn, en engum frekari ræðuhöldum. Sir Arthur tók mig á eftir til Mr. Williams til að kveðja hann sérstaklega, og þakkaði hann mér fyrir komuna og sagði, að ég hefði verið hinn einasti, sem komið hefði til Englands eingöngu til þess að heiðra föður sinn og Ltmd- únafélagið, og þess vegna hefði það verið sér sérstök gleði, að ég hefði verið viðstaddur við gröfina um morguninn. — Ég var lika mjög hrærður, af þessum sóma, sem þeir höfðu sýnt mér og Islandi með þessu. Asquith lávarður tók mig tali og minntist á samveru okkar í Kaupmannahöfn árið 1922 og spurði, hvort hann mætti ekki bjóða mér með sér út til Rudyards Kiplings, og sagði ég að ekkert hefði verið mér kærara, ef ekki stæði svo á högum mínum, að ég yrði næsta morgun að leggja á stað heimleiðis til íslands, en þakkaði vel fyrir tilboðið og þá sæmd, er lávarðurinn sýndi mér með boði þessu. Ég var undrandi, að lávarðurinn skyldi muna eftir samtali okkar í Kaupmannahöfn. Ég lét í ljósi þessa undrun mína. Hann sagði: „Ég hef ennþá þýðingu yðar, sem sungin var á samkomunni í K.F.U.M. í Kaup- mannahöfn: „Saviour of Youth!“ — Síðdegis bar ekkert til tíðinda; um kvöldið var ég á fundi með nokkrum ungum monnum, sem bjuggu i höfuðbyggingu K.F.U.M., og var það mjög skemmtilegt kvöld, og var endað með mjög innilegri bænagjörð, þar sem þrír eða fjórir ungir menn báðu upphátt. Næsta morgun fór ég niður í höfuðbygginguna til að kveðja Sir Arthur Yapp og Mr. Heald, og fékk þar bil til að flytja mig niður þangað, sem Willemoes lá, og fylgdi mér þangað einn af mínum dönsku vinum, P. Poulsen, sem seinna varð ritstjóri blaðsins „De Unges Blad“, og framkvæmdarstjóri bókagerðarinn- ar: „De unges Forlag“. — Hann hefur ávallt reynzt mér sannur vinur. Skipstjórinn minn, Pétur Bjömsson, bauð honum til há- degisverðar, og nutum við svo samverunnar þangað til „Wille- moes“ leysti landfestar, og þá er skipið rann út á fljótið, veifuð- um við Paulsen síðustu kveðju í bili hvor til annars. — Svo sigld- um vér niður fljótið, og fannst mér, að ég befði auðgast mikið á þessum fáu dögum, og var mjög þakklátur vini mínum, Pétri skipstjóra Björnssyni, fyrir að ha'fa boðið mér í þessa ágætu ferð. En skemmtunin var ekki á enda, því að þegar vér vorum að sigla út úr Thamesármi, gjörðist það, að ég breytti um stöðu og tignarnafn. Ég lét skrá mig á lista skipshafnariimar og gjörðist Steward. Ég fann talsvert til mín, en það versta var, að ég fékk ekkert að starfa. — Sigldum lér svo til Edinborgar og héldum ekki inn til Leith eins og vant var, heldur til annars hafnar- bæjar, Granton, og lögðumst þar. Ekki gjörði ég neina „lukku“ hjá hafnsögumanninum; hann sagði seinna við skipstjórann eitthvað á þessa leið: „You have had many bad stewards, but this is the worst one“. — Svo þegar vér vorum komnir aftur út í rúmsjó, þá sagði ég af mér embættinu og var afskráður. Við sjómannakirkjuna norsku í Leith var þá prestur að nafni Ludvík Schiibeler, norskur maður og kvæntur sænskri konu. Hann var bæði ágætisprestur og maður. Skipstjórinn minn, Pétur Bjömsson, og séra Schubeler voru mjög góðir vinir. Kirkj- an og sjómannastofan var niður í Leith, en heimili prestsins var á milli Granton og Leith. Skipstjórahjónin og ég heimsóttum prestinn á heimili hans og var oss tekið með mildum fögnuði af prestshjónunum; voru þar siðdegisveitingar ágætar og svo skemmtum vér oss hið bezta úti í ljómandi fallegum skrúðgarði, sem umluktur var talsvert háum múrum; þar var yndislegur ilmur af grasi, angandi blómum og nokkrum háum trjám. Þar léku þær sér saman, Esther litla, dóttir skipstjórans og dóttir prestshjónanna, nær jafnaldra. Leið þar tíminn allt of fljótt 134 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.