Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 18
svo neinu nexni. Hólminn er nú mjög lít-
ill og á honum lítil grastorfa. Það má enn
sjá merki þess að þar ha'fi eitthvað verið
gert fyrir varpið, og þar má enn sjá hleðslu
til varnar landbroti. Bæði þarna og í Við-
ey, gerði Ólafur allt, er hann mátti til
að styðja að auknu æðarvarpi og varð vel
ágengt, enda skaraði hann og Skúli fógeti
framúr öllum öðrum á 18. öldinni í þess-
um efnum. 1 4. bindi Lærdómslistarrit-
anna farast Ólafi svo orð um æðarfugla-
dráp landa sinna: „Sá vondi vani, að
drepa æðarfugl í netum og snörum og með
skotum, fer nú óðum í vöxt. Ég veit ei
meiri fásinnu en að vilja gera allt það,
sem upphugsað verður til eyðileggingar
þeim saklausa æðarfugli, og hvað segi ég
þeim saklausa, af öllum fuglum þeim
allra gagnsamasta, sem Guð hefur gefið
oss“. Um æðarvarpið segir hann ennfrem-
ur í þessari tilvitnuðu ritgerð: „Æðarvarp-
ið hefur margan hér á landi auðgað á hin-
um fyrri tímum, og sama mætti enn vera,
væri hirðusemi brúkuð við rækt þess og
útgræðslu, í stað hins að varpið gengur
nú víðast mjög svo til þurrðar, hvað til
að eru ýmsar orsakir“.
Það er auðsætt mál, að Ólafur hefur
lagt mikla rækt við æðarvarpið í þess-
um litla hólma, því að árið 1805 fær hann
þar hvorki meira né minna en 20 pund af
æðardún, sem er áreiðanlega mjög mikið,
miðað við stærð hans og möguleika til
að auka það verulega. Þetta ár er dúntekj-
an sem hér segir í hinum miklu varplönd-
um sem við þekkjum af afspurn: f Vigur
18 pund, Vatnsfirði g pund og í Æðey
aðeins 2 pund.
Siðan á dögum Ólafs stiptamtmanns hef-
ur æðarvarp í hólmanum líklega aldrei af-
lagst með öllu, þótt það hafi lengst af
verið svipirr hjá sjón við það sem þá var.
Það var víst mjög lítið í tíð Áma Þor-
valdssonar. Að sögn manna var það t. d.
ekki nema 20—30 hreiður í tið Páls Guð-
mundssonar. Nú mun það ekki vera orðið
neitt, eingöngu af völdum minks, sem kvað
hafa stóreyðilagt allt fuglalíf í Hvalfirði
hin síðari ár. Líklega hefur kría lengi
orpið nokkuð í hólmanum og svo er enn
að sögn núverandi bónda Innra-Hólms,
Guðmundar Jónssonar.
Eftir Skaftáreldana 1783 var ekki bú-
sældarlegt hér á landi, heldur eymd og ör-
deyða til lands og sjávar. Eftir þudfíti
sannarlega að hvetja menn til að auka og
efla atvinnuvegina og fullnýta allt, sem
hægt væri að bæta með hag þjóðarinnar.
Eitt af því, sem vera átti spor i þessa átt,
var það, að gefinn var út konungsúrskurð-
ur 1784 um veitingu verðlauna fyrir efl-
ingu æðarvarps. Er ekki að efa að Ólafur
stiptamtmaður hafi átt beinan eða óbein-
an þátt í þessum verðlaunum. Verðlaun-
in voru: 2 ríkisdalir fyrir 50 hreiðra aukn-
ingu, 4 fyrir 100 hreiður og 6 fyrir 150
126
Magnús Stephensen.
hreiður. Á árunum frá 1785—1794 urðu
8 menn aðnjótandi þessara verðlauna.
Eins og kunnugt er kærðu „kotungar" á
Akranesi Ólaf fyrir þáverandi stiptamt-
manni, vegna búsifja, sem þeir töldu sig
verða fýrir af hans hendi vegna manns-
lána, og fyrir að verða — sem leiguliðar
— að róa á hans útvegi. Hér hefur þá
vafalaust verið mikil fátækt og oft hart í
ári. Kæran er dagsett á Heynesi 22. októ-
ber 1785. Mun ég ef til vill seinna skrifa
nánar um þessa kæru og þau nöfn, sem
undir eru.
Það er dálitið einkennilegt, að einmitt
þetta sama ár — sjálfsagt fyrr á árinu, —
gefur Ólafur Skagamönnum kost á að
byggja sér bæi og rækta tún og garða á
því landi Skagans, sem áður var ekki byggt
eða ræktað, „fyrir utan fvarshús og ofan
Teigakot, til að byggja þar bæi og yrkja
tún og garða, og var Nýlenda hið fyrsta
býli, sem þar var reist“ eftir þessu boði
Ólafs eins og Hallgrímur orðar það. Það
bendir til að Ólalfur hafi ekki viljað að
menn byggðu hér í algeru „tómthúsi“.
Hann bendir einmitt á það, að þeir skuli
rækta sér tún og garða, og með það fyrir
augum lætur hann stór lönd af hendi við
þá sem vilja.
Börn Ólafs stiptamtmanns, sem upp
komust voru þessi: Magnús dómstjóri Step-
hensen, sem hér mun brátt verða getið.
Stefán amtmaður Stephensen, á Hvítár-
völlum, Bjöm dómsmálaritari Stephen-
sen, sem bjó á Hvítárvöllum, Esjubergi og
víðar. Þórunn, fyrri kona Harmesar bisk-
ups Finnssonar, Ragnheiður, átti Jónas
sýslumann Scheving. Frá Ólafi stiptamt-
manni er kominn mikill ættbálkur, sem
minna ber á fyrir það að mikill fjöldi af
hans afkomendum hefur látið niður falla
Stepliensensnafnið, þótt nokkrir séu sem
halda því. Margt af þessu fólki er hér á
Akranesi, Reykjavík og nágrenni, svo og
víða um land, í Danmörku og í Vestur-
heimi.
Margar sagnir hefi ég heyrt um fyrir-
myndar heimilisbrag á heimili Ólafs og
sumra niðja hans, .svo sem Magnúsar kon-
ferensráðs, Hannesar prófasts Stephen-
sens o. fl. Ættrækni þeirra var einstök,
svo og tryggð og hjálpsemi við þá, sem
þeir tóku að sér, og voru skjólstæðingar
þeirra.
Magnús Stephensen,
konferensráð.
Magnús var sonur fyrrnefnds Ólafs Ste-
fánssonar stiptamtmanns og konu hans,
Sigríðar Magnúsdóttur, amtmanns Gísla-
sonar. Hann var f. 27. desember 1762 0g
skírður daginn eftir í Leirárkirkju. Um
uppvöxt og ævi Magnúsar Stephensens
mun ég taka hér ýmislegt öðrum þræði
úr fyrrnefndu handriti Jóns Aðils úr há-
skólafyrirlestrum hans Lbs. 2025.
„Magnús var mjög bráðgjör að næmi og
skilningi, var altalandi ársgamall og tók
þá undir jólasönginn í kirkjunni, en svo
snemma læs, að íimm vetra gamall og úr
því, las hann daglega húslestra á heimil-
inu.
Magnús hafði frá æsku góða söngrödd,
og æfði faðir hans hann stöðugt í söng, því
að hann var sjálfur góður söngmaður og
hljóðfæramaður, og þótti framúrskarandi
á sinni tíð í langspilsleik, en á yngri ár-
um blés hann vel í hljóðpípu. Sungu þeir
feðgar jafnaðarlega tvísöng í rökkrinu og
oftar, og lét amtmaður þau böm sín öll,
sem komust yfir æskuskeið, læra lang-
spilsleik og söng oft með þeim“.
Dvölin í Skálholti hafði mikil áhrif á
Magnús, en þar var hann í skjóli Hann-
esar biskups, sem var hámenntaður mað-
ur. Þá hafði og dvöl hans við Kaupmanna-
hafnarháskóla og vera utanlands fyrr og
seinna, mikil og varanleg áhrif á líf hans
og starf. Magnús var bráðgáfaður maður
og varð mikillar menntunar aðnjótandi.
Hann vakti þegar á háskólaárum sinum
svo mikla eftirtekt og traust hjá stjórn-
inni, að hún sendi hann sem sendimann
sinn heim til íslands 1784, til þess að
rannsaka Skaftáreldana og það hörmungar-
ástand, sem hér skapaðist þá.
Skip það, er Magnús var á, fékk ofsa-
veður í hafi og lenti við illan leik í Hafn-
arfirði. Magnús var eini kunnugi maður-
inn á skipinu, og varð að vera ieiðsögu-
maður inn fjörðinn. Fyrst fór Magnús til
Bessastaða og var þar um hríð hjá Tho-
dal sta, en fór þaðan til Reykjavíkur.
Þangað sendi faðir hans áttæring eftir
honum. Þeir lentu í norðangarði og urðu
að lenda í Brautarholti á Kjalarnesi og
vera þar í þrjár nætur. Þann 27. apríl
AKRANES