Akranes - 01.10.1954, Side 24
Alið hef ég margan mög
mikilvirkan lyndisdjarfan
og þvi landi og lýði þarfan
hetjur bæði um láð og lög.
Dáð og orka ávallt ný
upp þvi risið fékk að vonum.
Hefur orðið heldur því
hreðusamt hjá minum sonum.
Visindunum breiða braut
brotið hafa niðjar minir,
og þar margar séðar sýnir
sem að kostað hefur þraut.
Þeirra frægðar lýsti logum
langa og dimma timans nótt.
Sjólfir krýndir sigurlogum
sofa í minu skauti rótt.
Hröðum hef ég fetum frjáls
framfaranna veginn troðið
og þar mörgum inná boðið,
oftast laus við snörur táls.
Sökkvabekks því dísin dýra
dáðrík skráðir ævistörf,
snilldar orðum áttu að skýra
að ég reyndist vinnudjörf.
Systir min sem allan arf
eftir mig nú hyggst að taka
litast um og lít til baka,
lokið mitt þvi sýnist starf.
Fræga marga fæ ég þér
fóstursyni og líka dætur,
gættu þess að hraustum her
hæfir máli, ef stríða lætur.
Völdin eru að verða þin,
varastu því heimsku og lesti,
vegfarandinn veit það flesti,
vit og þekking bjartast skin.
Ganga frægan láttu lýð
1 jósið þetta við til enda.
Þó mun sannast seinni tíð,
til sæmdar mun þeim ávallt benda.
£JR FRÉTTABRÉFI TIL SYSTUR HÖFUNDAR
HALLDÖRU JÓNSDÓTTUR.
Sæl mín góða systir þér
senda Ijóðakveðju ber,
þó ófróða því er ver,
þetta ljóða samt nú fer.
Bezt til hlíðir bragefni
birtu víðis liljunni.
Þó fyrir siðasl pér utti
þakkir blíðar innandi.
Þorri hriðar hreggm gaf
hörku striða og fannakaf,
þar um lýðir þreyttu skraf
þótti óbliður framanaf.
Værð ei háði hræsvelgur,
hljóða náði gustfrekur.
Buldu ó láði brimgusur
brotin áði þar sérhver.
Nokkuð þiðan nam að slá,
næring viða skepnur fá,
vart það kviða valda mó,
væta og hríðir skiptust á.
Hann þó yildi hörku sið,
hóta i trylltum élja klið,
sveit af mildi sýndi lið.
Svona skildi hann þorri við.
Náði þróast þyngri pín,
þrautir óa en gleðin dvin.
Með hriðum snjóa helzt ófrin,
hvoftanna góa belgdi sin.
Á landi bóran brotna óð,
brýst um sjór en ólgar flóð,
hriðar kári af megnum móð
mesta fári hótar þjóð.
1 Skarðsbúð valla er skrifandi,
skortur hallar frómlyndi,
opnuðu, kalla ég áræði
úti hjall hjó Sigmundi.
Þeirra ei hræðast hyggjan fer,
helzt þvi na>ði dimman lér.
Tóku bæði tólg og smér
tjarnar glæðu veramir.
Stólu um nótt sem nú er téð,
niðings þrótti illum með.
Simbi rótt þá svaf á beð,
svona ljótt ei þenkja réð.
Björg í sóast bæjum smá
borðajóar uppi stá,
gefur sjóinn aldrei á
úr þvi góa bæta má.
Mjög ófróða mynd, sem ber
mærð til góða virð þú mér.
Þagna bróðir þinn nú fer,
þrjóta ljóðin verða hér.
Tímans fáu ei fetum kvíð,
farsæld hjá þér dvelji blið.
Alvalds háa höndin þýð,
hjálp þér ljái um ævitið.
ÍJR LJÓDABRÉFI TIL TÓMASAR, SONAR
HÖFUNDAR.
Linna dróma laus úr hlekk,
lauguð sóma gæddist.
Þá i blóma búning þekk,
beðjan óma klæddist.
Eygló bærði ylinn þýð,
aflið færði greinum.
Þá döggnærðu blómin blið,
brostu hrærð af þeynum.
Fram um dranga flutti nýtt
fjör ef þangað litum.
Ik um vanga blærinn blitt,
berst því angan vitum.
Sina bliðu ei friða fól,
foldu víða bíður.
Lækkar í hlíðum siðast sól,
sumartiðin liður.
I Merkigerði tók við búi elzta dóttir
Halldórs Benjainíns og Guðrúnar, Sigur-
björg, en hún gi'ftist Jörgen Hanssyni
Jörgenssonar frá Elínarhöfða, en móðir
Jörgens var Ingibjörg Guðmundsdóttir,
systir Guðmundar í Lambhúsum og Helga
á Kringlu.
Gamli bærinn í Merkigerði stóð mjög
nálægt þar sem prentsmiðjan er nú við
Heiðarbraut. Hann var rifinn 1909, en
það sama ár byggði Jörgen nýtt timbur-
hús, en færði bústaðinn að núverandi
|
j Til kaupenda!
Ég óska yður öllum gleðilegra jóla og j
I og farsæls komandi árs, um leið og ég þakka j
Imargvislegan vináttuvott við mig og blaðið. j
Þrátt fyrir ýmsa galla blaðsins, sem mér j
eru ljósir, þótt ekki sé auðvelt úr að bæta, =
j er efni þess yfirleitt vel þegið, og á vaxandi !
j vinsældum að fagna.
Það mun þvi halda áíram á svipaðri braut. I
! Brotin til mergjar ýmisleg þjóðleg efni að j
« fomu og nýju, sérstaklega þau, sem geta j
! haft eitthvert gildi fyrir framtiðina, til að j
j treysta hið sigilda í fornri þjóðmenningu j
j vorri. Um verkefni samtiðar og framtiðar j
j mun og verða miðað við sama takmark, =
j hvort sem um er að ræða viðhorf og rit- !
; gerðir erlendra manna eða innlendra.
Kæru vinir. Reynið að útvega nýja kaup- I
! endur. — Þá treysti ég þeim, sem skulda j
! nokkuð að ráði að gera skil.
Vinsamlegast,
01. B. Björnsson.
j ___________________^
Kirkjubraut nr. 25, og kallaði það eftir
sem áður Merkigerði, enda á Merkigerðis-
lóð.
Jörgen Hansson var fæddur í Elínar-
höfða en andaðist í Merkigerði. Hann
stundaði sjó lengst af ævinnar á opnum
skipum, skútum og á mótorbátum strax er
þeir komu til sögunnar. Um störf hans og
sjómannsferil er allrækilega skrifað í sam-
bandi við sjávarútveginn hér 3. kafla í 3.
—4. tbl. 1943. Jörgen var laginn maður
og lærði smiðar hjá Ólafi Hvanndal. Hann
var mjög lengi vélamaður í mótorbátum,
og hinn liðlegasti maður til allra verka,
orðvar og prúður maður í hvivetna. Hús
þetta stendur enn við Kirkjubraut, en var
stækkað nokkuð síðar.
Þau Sigurbjörg og Jörgen fengust lengi
við dálítinn búskap og keypti Jörgen
nokkra landsspilldu úr Elinarhöfða-
landi og nytjaði hana lengi og ræktaði
nokkuð. Þau hö'fðu og stóra garða í Merki-
gerði meðan ekkert var selt af lóðinni.
Sigurbjörg er greindar- og dugnaðarkona.
Börn þeirra hjóna eru þessi:
1. Halldór, smiður, kvæntur Steinunni
Ingimarsdóttur, smiðs Magnússonar.
Þeirra mun síðar verða getið í sam-
bandi við Sólbakka.
2. Hans Klingenberg, kennari, kvæntur
Sigrúnu Ingimarsdóttur, handavinnu-
kennara. Þeirra verður getið í sam-
bandi við Suðurgötu 110.
3. Sigrún, d. 1937.
4. Björgvin, kennari og söngstjóri á Ak-
eureyri, kvæntur Bryndísi Böðvarsdótt-
ur, prests Bjarnasonar frá Rafnseyri.
Þeirra börn: Ingibjörg, Böðvar og Mar-
grét.
5. Ingibjörg, d. 1936.
6. Guðrún, gift Eini Jónssyni. Þau búa
á Akrafelli í Ytri-Njarðvikum. Þeirra
böm: Jón Ágúst og Sigurbjörg.
132
AKRANES