Akranes - 01.10.1954, Side 7

Akranes - 01.10.1954, Side 7
hún a skóla. Nú voru landamærin lokuð og hún bjó allt í einu á heimsenda. Edith Södergran og móðir hennar voru liðleskj- ur í hagnýtu starfi og seinar að samlagast hinum nýju aðstæðmn, afleiðingin var sú, að þær misstu allt og sultu heilu hungri. Allt lenti í niðurníðslu, bæði í villunni og garðinum og siíðustu möguleik- amir, sem Edith Södergran hafði til þess að ná heilsunni aftur hurfu. Haustið 1918 lendir Edith Södergran þar að auki i andlegri baráttu vegna þess, að hún verður fyrir áhrifum 'frá Nietzsce. Olof Enckell skrifar í þessu sambandi um hana: „Henni fannst hún, sökum áhrifa frá Nietzsce, sjá inn í leyndardóma sögunnar og skynja at- hafnir um heim allan“. Eins og margir fylgjendur Nietzsche blandaði hún saman kenningum meistara síns um tilkomandi hamingjuriki, byggt guðum í mannsmynd, og raunveruleika daglega lifsins. „Er heimsstyrjöldin og stjómarbyltingin ekki einmitt sú ringulreið, sem Nietzsche hefur sagt að fuglinn Fönix muni rísa upp úr“. Á þessum tímum er Edith Södergran í eina skiptið á ævinni rifin út úr einverunni og burt frá sjúkrabeði sínum, hún fær í •fyrsta sinn útsýn út í heiminn og þvi eng- in undur, að hún verði smátrufluð. Nokkr- ir mánuðir í lífi hennar kasta skugga á minningu þeirra tíma. Hún segir hluti sem em fjærri hennar sanna eðli eins og t. d. að „Andi söngsins sé stríð“ og að stjórnarbyltingin sé „Endurnýjunarbað þeira sem gleymdú1. Hún sér ef túlkun Tideströms er rétt, guðum líka hvita hershöfðingja. Henni finnst hún sjálf vera eins og ný manneskja, skilgetin dóttir Nietzsche, sem hefur sig hátt yfir aðra í krafti og tign. Stutta stund, i mesta lagi nokkra mán- uði stendur þessi gestaleikur Nietzsche- áhrifanna yfir, en áhrif þau, sem hún varð fyrir á þessum tíma, komu einna skýrast í ljós í „Septemberlyran“ frá 1918, og tveimur fræðilegum ritgerðum um ævi hennar og kveðskap, eftir prófessorana Gunnar Tideström og Olof Enckell. Þeir háfa báðir látið glepjast af Nietzscheáhrif- mn hennar og reynt að skýra síðari ljóð hennar í sama ljósi. Þeir hafa gert stuttan milliþátt að aðalatriði og misst sjónir á aðalatriðinu. Að einu leyti hafa Enckell og Tideström rétt fyrir sér. Hin spámanns- lega afstaða, sem Edith Södergran tekur í „Septemberlyran“ og tveimur næstu kvæðabókumnn, er fengin fyrir áhrif frá Nietzsche. Hann hefur veitt henni ör- yggið, framgirnina og kjark til að spila upp á eigin spýtur. Hann er hin mikla fyrirmynd og leysir úr læðingi þá feikna ljóðrænu krafta, sem blundað hafa i brjósti hennar. En kenningar hans skilur hún stolt við, og snýr aftur til þess sem er hennar eigið. 1 fyrstu kvæðabókinni er dauðinn enn þá gestur, sem stendur i dyrumun. Með fátæktinni og neyðinni þokast harrn nær. f fyrstu kvæðumnn hennar hafði verið látin kona, sem kraftaverkið frelsar ekki, en gammarnir slitu sundur lík hennar, leitarmenn fundu hana ekki i skóginum. Þetta er dauðinn í öllu sínu nakta veldi, dauðinn, sem ekki skilar neinu aftur. En hin mikla opinberun kemur nokkr- um árum eftir „Septemberlyran", sú vissa, sem Edith Södergran hlýtur, að dauðinn sé sinn eiginn leyndardómur, að maðurinn eigi að taka honum jákvætt og forðast að ljúga sig frá honum. Hann er elskhuginn með köldu augun, sem veitir hið óviðjafn- anlega og sjaldgæfa. f kvæðabókixmi „Framtidens skugga“, túlkast þessi há- spennti fagnaðarboðskapur. Þegar ií fyrsta kvæðinu sézt hvert skáldkonan er að fara. Allt fólk er leikföng. Ég var sjálf leikfang í gær. í dag er ég sú, sem opna leyndar- dóminn. í kvæðinu „Efnishyggjan“ viður- kennir hún, að leikur gullanna sé orðinn henni fjarlægur. „Leikur leikjanna, ég leik þig en trúi ekki á þig. Leikur leikj- anna, þú ert góður á bragðið, þú ilmar dá- samlega. Samt er ekki um neina sál að ræða, enda hefur hún aldrei verið til“. Edith Sögergran verður að vera með sjúkdómakast til þess að geta leikið leik- inn um sál og upprisu. En á þessu augna- bliki stendur hún á hátindi þar sem flesta sundlar. Hún birtist sem spámaður, hún er sú sem frelsa skal heiminn og gefa fólkinu „glaða gikksháttinn". Hún á að vinna sigur á því liðna og stinga sundur orminn, sem kallaður er ótti við dauðann. Líkami mannsins er hið dásamlegasta af öllu því dauðinn tekur hann í faðm sér cg á þjáningu og spenningi dauðans hlotn- ast sú hamingja, sem er sjálfri sér nóg. Þetta er leyndardómurinn, sem birtast skal mönnunum, hin nýja Eroskenning, sem veitir mönnunum öll völd. Einnig nú teygir hún úr sér í hvilunni, en ekki til þess að leika leik leikjanna heldur til þess að komast inn í leyndardóminn á dauðastundinni. „Af tómri sælu skal ég bíta í Mkklæðin mín“, segir hún. „Ég kreppi fótinn af tómri sælu í hvítu skón- um mínum og þegar hjarta mitt hættir að slá hefur vellíðan vaggað því í svefn. Líkbörurnar mínar á að bera niður á torg- ið, þar sem sæla heimsins býr. öll kvæða- bókin er hylling deyjandi til dauðans, framrás gegnum undirheima, til þess að ná sem mestum völdum. Skuggi framtíð- arinnar, er að hennar eigm sögn í kvæði, sem ber þetta nafn aðeins dauðinn, en hann er á hinn bóginn ekkert annað en voldug sól. Raunveruleikaflótti er einkenni þessar- ar bókar segir Olof Enckell. Hið gagn- stæða er rétt. Það, sem við kynnumst hér, er heimboð til raunveruleikans, boð, sem er svo sterkt að nærri liggur að okkur standi stuggur af þvi. Leik leikfanganna leikiun við öll. Við viljum öll forðast dauð- ann með þvi að fegra hann með rósum og upprisuþjóðsögum. Edith Södergran tekur honxnn skilyrðislaust. Sæluna, sem dauð- anum er tengd munu fæstir skilja, vafa- laust er hún tengd sjúkleika Edith Söder- gran, en berklar veita sem kunnugt er þeim, sem af þeim þjást, eins konar nautnagleði. En þetta stendur líka í sam- bandi við, að Edith Södergran var barn náttúrunnar eins og Hagar Olsson bendir á, það er huldukonueðli hennar, sem þar kemur til skjalanna. Henni fannst hún vera bundin blómum og trjám blóðbönd- um, en það merkir einnig samband við hið dauða, það sem ekki likist manninum. Hún færir ekki leyndardóm dauðans í orðskrúða vegna þess að leyndardómi er ekki hægt að lýsa. Hún vitnar aðeins um vissu sína úr þvi hún hrakti dauðaóttann á flótta og þann sannleika, sem býr í lík- húsi þar sem mold og slöngur halda til, og sem hún að fullu viðurkennir. Tvö næstu árin eftir að „Skuggi fram- tíðarinnar“ kom út, orti hún ekki. Nú var aðeins verknaðurinn eftir, fundur hennar og dauðans. Kvæðin urðu aðeins lítill leik- ur 5 samanburði við það. Á þessum tima hefur sjálfsmorðið vafalaust freistað henn- ar, en hún stóðst þá freistingu. Á sjálfs- morð leit hún sem flótta, er drægi úr valdi dauðans. Síðasta árið, sem hún lifði snýr hún aftur til kvæðanna. Dauðinn og dauðastimdin eru enn eina yrkisefnið, en nú hefur hún kastað a!f sér spámennsku- kufli sinum, en kemur þess í stað auðmjúk og hæglát til lesanda síns. Fagnaðarboð- skapurinn um dauðann er ekki eins há- spenntur og liann var, og hefur nú ekki gildi fyrir aðra en hana sjálfa, og þá sem eru henni andlega skyldastir. „Deyjandi náttúnibörn“, segir hún „elska dauðann og þrá þá stund þegar tunglið tekur þau“. 1 kvæðinu „Máninn“, talar hún í hinnsta sinn um fegurð dauðans, hversu dásamlega fagurt visið blað og lið- ið lík sé. Ferð tunglsins kringum jörðina er dauðabrautin, og blómin bíða í enda- lausum spenningi eftir kossi hins skarða mána. Hún hlær að bemskutrénu sínu. „Lykillinn að öllum leyndardómum ligg- ur í grasinu í berjabrekkunni“ og þar verð- ur hún grafin eftir nokkra mánuði. Barns- legt trúnaðartraust hennar til alls sem lífs- anda dregur nær aftur tökum á henni og hún kemst nærri evangeliskum einfald- leika. f „Landet som icke ar“ kallar hún líf sitt „Bjarthlýja baðstofu11, en bætir við Framhald á siðu 137. Qlcðihg jól! AKRANES 115

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.