Akranes - 01.10.1954, Page 33

Akranes - 01.10.1954, Page 33
* Dhammapada. Bókin um dyggðina. lslenzkúS úr Pali aj Sören Sörenssyni. — Bókaútgáfa MenningarsjóSs gaf út. Hér hefur lítið verið þýtt úr lornritum Austurlanda. Liggja sjálfsagt til þess marg- ar orsakir, svo sem fjarlægð og þekkingar- skortur, bæði á tungum þeirra og fornri mermingu. Það eru ekki margir Islending- ar, sem sökkt hafa sér niður í þessi fræði, og þá sízt á sjálfum frummálunum. Sören Sörensson ei' víst einn þeirra örfáu landa, sem kunna til hlítar Sanskrít og Pali. Foi - máli hans fyrir þessari bók ber þess glögg merki, amiars vegar, hve vandasamt er að þýða vel og virðulega á íslen/.ku úr þess- um fornu málrnn, og hms vegar, hve vandvirkur cg samvizkusaniur Sören er um allt, sem hann gerir. Það undrar held- ur ekki kunnuga, því alveg er sama hvað hann leggur hönd að, allt ber það merki fegurðarsmekks, þroska og samvizkusemi i óvenjulega ríkum mæli. Það er því fyllilega í samræmi við hug- arfar og lifshyggju Sörens að auðga islenzk- ar bókmenntir um eitt hið fegursta í aust- urlenzkum bókmenntum löngu fyrir Krists burð, dyggðina, en þetto er hluti úr hinum merku ritum Búdda. Ge'fur þetta rit góða hugmynd um kjarna kenningar þessa höf- undar hinna fornu fræða. Er þar margt fallega sagt og spaklega framsett og gefur góða hugmynd um dulúð og spekimál þess- ara fornu menningarþjóða og skilniug þeirra á lífinu hér og annars heims. Bók þessa, sem er 60 síður í stóru broti, tileinkar Sören konu sinni, frú Elinborgu Sjgurðardóttur. Ó. B. B. ENN FJÖLGAR VINNINGUM í VöruhA)»p4rffitti J5.Í.B.J5. Með árinu 1955 bætast við 1000 nýir vinningar að fjárhæð kr. 200.000,00. Alls eru vinningar ársin 1955 2 milljónir og 800 þúsund krónur. Hæstu vinningar i hverjum flokki eru: 50—150 þúsund krónur. Happdrættið lætur viðskiptavini sína njóta góðs af vaxandi viðskiptaveltu, og fjölgar vinningum ár frá ári. — Viðskiptavin- irnir fá smekklegan og nytsaman hlut í kaupbæti. Verð miðans í 1. fl. er 10 kr. endurnýjun 10 kr.. — Ársmiði 120.00. — Ágóðinn rennur til nýbygginga á Reykjalundi. AKRANES 141

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.