Akranes - 01.04.1955, Page 5

Akranes - 01.04.1955, Page 5
urðsson og J. P. Thorsteinsson. Þá má nefna nokkra af aldamótamönnunum, svo sem: Gísla J. Johnsen, Matthías Þórðarson. Ágúst Flygenring, Einar Þorgilsson, Jes Zimsen, Th. Thorsteinsson, Thor E. J’úli- nius og Björn Kristjánsson. I þessu sam- bandi ber ekki að neita þeirri staðrejmd, að nokkrir fæddir Danir hafa orðið far- sælir og góðir kaupmenn á Islandi, og samlagast svo vel íslenzkum háttum, að ' sannleika má okkur þykja fremd að þeim í islenzkri verzlunarstétt. Meðal þeirra mætti nefna menn eins og Holgeir Clau- sen, Thor Jensen og Carl Olsen. Eigi löngu eftir að verzlunin er gefin frjáls 1854, fer að bera á almennum fó- lagssamtökum til verzlunar, þótt í fyrstu væru þau vanburða og ýmsum óhöppum háð, m. a. fyrir skort á félagshyggju, sem stæði nógu djúpt. En sá vísir er nú ekki lengur smár, heldur stórveldi, sem stend- ur traustum fótum víðsvegar um land með höfuðstöðvar í Reykjavík, en mikinn iðn- að, sérstaklega á Akureyri. Á fimmtíu ára afmæli frjálsrar verzl- unar á Islandi árið 1904, fékk landið hin 1 fyrstu alinnlendu stjóm. Ekki dró það úr framfarahug landsmanna og margvísleg- um framkvæmdum. Fylgdi þá og fljótt i kjölfarið, það sem einna mest hefur haft áhrif á 'hornahlaup innlendiar verzlunar, er ritsíminn var lagður til landsins og Landssíminn hóf starfsemi sína. Þá fóru íslenzkir framfaramenn að hugsa til þess að leggja undir Islendinga sjálfa utanríkis- verzlunina, sem enn hafði þá að langmestu leyti verið í höndum Dana. Þar riðu ung- ir, efnilegir menn á vaðið, þeir Garðar Gíslason og Ólafur Johnson, sonur Þorláks Ö. Johnsons. I kjölfar þeirra komu svo ýmsir góðir menn, sem borið hafa hátt í stéttinni og aukið hróður hennar. Þannig færðist verzlunin smátt og smátt algerlega á innlendar hendur og þar með allur ágóði sem af utanrikisverzluninni leiddi. Meðan gjaldeyrisverzlunin var frjáls og algerlega haftalaus, vegnaði lands- mönnum áreiðanlega bezt og erlend vara var ódýrust. Þá munu og íslenzkir kaup- menn yfirleitt hafa haft á sér gott orð sem skilvísir og heiðarlegir menn. Þegar rætt er um 100 ára afmæli frjálsr- ar verzlunar á Islandi, má ekki gleyma tveimur megin atriðum, sem áttu sinn ríka þátt í framgangi verzlunarinnar, og hag- nýtari almennri notum einstaklinganna af þvá frelsi, sem með henni skapaðist. Fyrst með því, að hinir innlendu kaupmenn, sem hyggnastir voru og víðsýnastir, fóru að kaupa innlendar vörur fyrir peninga. Ekki er þó vist að innlendir kaupmenn hafi átt hér aðal upptök, heldur erlendir menn, sem hér hófu sauðakaup á seinni hluta 19. ald- ar. Hitt var svo það, er hið mikilvæga spor var stigið með stofnun Islandsbanka árið 1902. I’egar menn fengu sjálfir gull- ÁKRANES Jón Sigurðsson, forseti. SóknharÓasti maÓurlnn, og sá sem sigraÓi í þessu sem öðru. ið í lófann. fóru þeir að hyggja meira en áöur að kaupmætti peninganna og ’hvar mætti fá mest fyrir þá. Þá lærðu menn og smátt og smátt að leggja krónu við krónu og geymá þær i bönkum og Spari- sjóðum. Allt þetta áti sinn mikla þátt í sparnaði og hggilegri meðferð fjármuna. Vandræðatimar hafa alllengi skyggt á frjálsa verzlun, þótt nokkur bót hafi verið á ráðin hin síðustu ár. En betur má ef duga skal. Með dugnaði. sparsemi, hygg- indum og hóflegum kröfum, ásamt al- mennri vinnusemi, þarf að keppa að þvi að gera verzlunina alfrjálsa á ný. og gjaldeyrinn ekki meira bundinn cða tak- markaðann en brýnasta nauðsyn krefur. Verzlunarfrelsi er meiri þáttur og undir- staða undir almennri hagrænni .,heilsu“ þjóðarinnar og afkomu landsins en flezta grunar. Þvá ber að hafa þetta boðorð i lieiðri og vinna stöðugt að sem varanleg- ustu verzlunar- og athafnafrelsi á öllum timum og sviðum. sem takmarkist af því einu, hvað sé þjóðarheildinni fyrir beztu í bráð og lengd. Það liggur í hlutarins eðli, að svo merku afmæli, sem hér um ræðir er ekki hægt að gera nein viðhldtandi skil í lítilli timarits- grein sem þessari. Hér er auðvitað fremur um að ræða verkefni í heila bók, frá hin- um ýmsu og ólikustu hliðum. En þar sem hér er um svo veigamikinn atburð að ræða í þróunarsögu verzlunar- og athafna með þjóðinni, og sem beinlinis hefur valdið aldahvörfum í hagsæld almennings, gat AIÍRANES auðvitað ekki komizt hjá þvi að minna á þann merka áfanga, og þá miklu sigra, sem unnizt hafa á þeim hundrað árum, sem liðin eru síðan að fullu var höggvið á þær heljarviðjar, er íslenzk verzlun var reyrð í um aldaraðir, þjóðinni allri til cmetanlegs skaða, en einvöldum og „jdirþjóð11 til ævarandi skammar. Verzlunarfrelsið leysti allt úr dróma á skömmum tíma. Það var komið blíðuvor eftir langan og strangan vetur- Meiri bjart- sýni og hugrekki til nýrra dáða upp á eigin spýtur, varð augljósara með hverju ári sem leið. Islenzkir verzlunarmenn, ís- lenzk skip með úrvalssjómönnum og svona mætti lengi telja. Þegar við Islendingar stiígum því inn i fordyri nýrrar aldar hinnar frjálsu verzl- unar, verðum við að muna, að þeim rétt- indum fylgja miklar skyldur, sem ekki má gleyma né vanrækja. Þar kemur fyrst til greina menntaðir manndómsmenn, með ríka réttlætiskcnnd og heiðarleik í öllum viðskiptum, bæði heima og heiman. Þessir nauðsynlegu eiginleikar þurfa að standa djúpt í þjóðareðlinnu til þess að íslenzk verzlunarstétt geti verið örugg með ár- angur fyrir sig og þjóðina í heild. Hún þarf að tileinka sér þá hina andlegu spekt, sem metur ekki allt og miðar við eigin persónulegar þarfir, heldur samhliða þarf- ir náungans, þarfir alþjóðar. Að því ber að stefna, og fyrri erum við ekki öruggir um frelsi og sannar framfarir einstaklinga og þjóðar á þessum vettvangi. Kr. H. Breiðdal: Lóan — að vori Komin ertu um saltan sjá, að syngja vor í hjörtu. Fella klaka faldinn há — fjöllin sólar björtu. Þú hefir um langa leið leitað vorra dala, endurgeldur ársól heið: yljar grænan bala. Enn þú miðlar Isabyggð ástar ljóði þínu. Þú hefir með trölla-trvggð tekið landi minu. Er þú syngur, hæg og hlý, heitt til landsins sona, döpur lundin laugast i ljósi nýrra vona. 41

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.