Akranes - 01.04.1955, Blaðsíða 20
‘Jridrik ‘Biarnason:
Iffiinningar
Hreppamenn og Tungna, kynntust Norðlingum í fjall-
göngum á haustin, en Norðlingar hafa löngum lagt rækt við
alþýðukveðskap og kunna þvi mikið af rimna stemmum og
vísnalögum og mun þetta að nokkru hafa glætt áhuga Sunn-
lendinga fyrir hinum þjóðlegu iþróttum, vísnagerðinni og
vísnasöngnum. Þegar getið er um gamla sönginn, dettur manni
ósjálfrátt í hug hinn svonefndi „íslenzki tónn“, en þegar á hann
er minnzt, mætti spyrja: Hver er hann? Hvar er hans að leita?
Eða er hann nokkur til?
Sinnir fræðimenn haida því fram, að gamli kirkjusöngur-
inn, þ. c. sálmalögin o. fl. þvílíkt, sé islenzkur að uppruna,
en sannanlegt er, að flest af þvi tagi er af erlendri rót runnið,
en sumt hefur brenglast hér í meðferðinni. Menn hafa breytt
lögunum á stöku stað, svo að þau samlöguðust betur háttum
og hljóðfalli. En mestan þátt í þessum breytingum eiga þó hljóð-
færin, stilling þeirra og meðhöndlun, sem oft hefur verið ábóta-
vant, vegna ónógrar kunnáttu.
Islenzk tónskáld hafa fram á síðari ár orðið að sækja
menntun sína til erlendra þjóða og því orðið fyrir áhrifum
þaðan. Alþýðan hefur smitast nokkuð af þessu.
Líklegast er, að sum kvæða- og rímnalög, er áður voru
hér sungin og kveðin, séu það helzta, er kunni að vera tilorðið
hér á landi, en þó eftir erlendum fyrirmyndum upphaflega.
Spurnmgunum þremur hér að framan er örðugt að svara
með fullgildri vissu, en líklegt er, að hinn islenzki þjóðarsónn
blundi í lögum þeim, er alþýðan hefur raulað á löngum vetrar-
kvöldum og þaðan verði hann vakinn til lífsins, sem uppistaða
í voldugum hljómkviðum, er vonandi verða samin hér í fram-
tiðinni.
Sum íslenzk tónverk, er gerð hafa verið á siðustu timum,
gefa nokkra von um að svo megi verða.
V.
Leikfélag stofnað.
Rétt áður en ég var fermdur, flutti móðir min með okkur
bræður að Eystra-Iragerði í húsmennsku, til Þorgerðar Gisla-
dóttur, sem þá var orðin ekkja; hún var móðursystir föður
mins. Hún og maður hennar, Páll Eyjólfsson, höfðu alið upp
móður mína frá tólf ára aldri og var hún hjá þeim sæmdar-
hjónum, þar til hún giftist föður mínum, og við fráfall hans
tóku þau hjón til uppfósturs yngsta hróður minn, er úr æsku
komst.
Litlu siðar tók móðir min saman við Jón Þórðarson, er var
vinnumaður Þorgerðar og reistu þau bú i íragerði, en fluttu
svo að Traðarholti og bjuggu þar lengi og síðar böm þeirra.
Einn veturinn, er ég var í íragerði, stofnuðu nokkrir menn
leikfélag, og var ég einn þeirra, þá átján ára að aldri. Lékum
við tvo sjónleiki, er báðir voru íslenzkir. Annað leikfélag starf-
aði þar einnig þennan vetur.
Mikið atvinnuleysi var þá á Stokkseyri, eins og víðar í
sjávarþorpum landsins og höfðu menn oft lítið að sýsla, einkum
á vetrum. Oft var það á kvöldin, að við drengir milli fermingar
og tvítugs aldurs, vorum í áflogum frammi á sandi eða niður
við sjó, og barst þá leikurinn stundum inn í sölubúðirnar og
vorum við þar með ærsl og hávaða, og svipað mátti segja um
fullorðna menn, er þá höfðu litið að starfa. Slíkar tiltektir voru
bein afleiðing af iðjuleysinu.
Kvöld eitt, er ég var á heimleið úr slíkum leiðangri, rifinn
og tættur, eftir ryskingar, fór ég að hugleiða, hvort ekki væri
rétt af mér að fara að heiman, vinna fyrir kaupi að sumrinu,
ef þess væri kostur, og læra eitthvað nytsamt að vetrinum,
þvi að þá hafði þó vaknað hjá mér ofurlítil námslöngun. Þegar
heim kom þetta kvöld, fékk ég harðar ávítur fyrir útiveruna,
svo sem maklegt var. Lét ég þá i ljósi hugmynd mina um að
fara að heiman, og var þvi allvel tekið.
VI.
Til náms og dvalar að heiman.
Næsta vor fór ég til Reykjavikur, fékk þar vinnu við jarð-
rækt, suður á Grímsstaðaholti, yfir vorið og sumarið, en var
þá eigi fullráðinn i þvi, hvað gera skyldi að vetrinum.
Seint i september var ég eitt sinn á gangi að kvöldi til, ásamt
fermingarbróður mínum og æskuvini, Sigurði Adólfssyni frá
Stokkseyri. Við gengum suður Skildinganesmela að loknu dags-
verki, ræddum um hvað gera skyldi næsta vetur. Hann hafði
helzt í hyggju að fá sér tímakennslu i Reykjavik. Er við höfð-
um rætt þetta fram og aftur, verður okkur litið á reykjarmökk,
er gaus upp í suðurátt, og kom okkur saman um, að hann væri
úr gufuskipi, er mundi vera á leið til Hafnarfjarðar. Minntumst
við þess þá, að í Hafnarfirði væri Flensborgarskólinn. Þar hafði
k-ennari okkar fengið menntun sína og einnig Guðmundur
Vernharðsson verzlunarmaður, en þeir voru þá helztu leiðtogar
ungra manna á Stokkseyri, einkum í því, er til l'ræðslumálanna
tók. Bar ég nú undir Sigurð, hvort ekki væri rétt af okkur að
fara þangað næsta vetur til náms. Sigurður féllst brátt á það, og
var nú ákveðið að fara þangað daginn eftir til viðtals við skóla-
stjóra.
Var nú áætlun fylgt og lagt af stað, sem leið liggur, til
Hafnarfjarðar, í fögru veðri síðari hluta dags. Þetta var á laugar-
degi. Löng þótti okkur leiðin, en landslag tilbreytilegt. Þar
skiptust á hálsar og dældir, unz komið var suður í hraunið,
úfið og óslétt. Loks fórum við yfir hæð eina, sem nú er nefnd
Sjónarhóll, og fannst okkur, sem við þá værum að detta niður
! Fjörðinn. Þar sá á mæni húsþaka, upp úr hraungjótunum og
var landslag hér allt öðruvisi, en við áttum að venjast úr lág-
sveitum Árnessýslu. Við mættum þarna tveimur ungum Hafn-
firðingum, kátum og fjörlegum; þeir sögðust vera nýkomnir af
sjó og ætluðu að fara á ball, er halda átti þá um kvöldið og
buðu okkur að vera með, sem við afþökkuðum og héldum því
áfram ferðinni, sem leið liggur suður í Flensborg, því að þangað
var förinni heitið, og þar hittum við Jón skólastjóra að máli,
er tók okkur hið bezta. Við létum innrita okkur, sem nem-
endur í skólann til næsta skólaárs. I Fjörðinn fluttum við eftir
nokkra daga. Þetta var haustið i8gg.
I Hafnarfirði voru þá tvær verzlanir og að sögn 5—6
hundruð marrns.
Næsta sumar veiktist ég og var frá verki um tíma, og þar
með lauk allri tilhugsun um frekara nám. Tveimur vetrum
síðar var ég aðstoðarkennari við barnaskólann á Stokkseyri.
Eftir þetta fór að batna hagur minn, heilsan skánaði og
efnahagurinn, svo ,ég komst aftur i Flensborgarskóla og lauk
þá kennaraprófi, vorið 1904.
Aldrei tók ég þátt í söng, er ég var í skólanum. Skömmú fyr-
ir aldamótin varð þessi vísa til meðal skólapilta, að afstöðnum
söngtima:
„Sifellt heyrðist suða’ og mas,
söngfræðina enginn las.
Allir stóðu sig upp á núll,
nema exceedingly heutiful.
56
AKRANES