Akranes - 01.04.1955, Blaðsíða 16
2. Málfríður, f. 9. febrúar 1900, gift
Gísla Oddssyni skipstjóra, sem drukkn-
aði á togaranuni Leifi heppna 1925.
Tiu árum siðar giftist Málfríður öðru
sinni G. Nielsen stórkaupmanni í
Oslo.
Ásbjörn fluttist til Reykjavíkur 1898 og
byggði þá eina álmu (framhlið) hins
gamla barnaskóla við tjömina. Rétt eftir
að Timburverksmiðjan Völundur i Reykja-
vik var stofnsett, gerðist Ásbjörn starfsmað-
ur hennar og starfaði þar óslitið um tugi
ári við afgreiðslustörf og góðan orðstír,
bæði af hendi eigenda og viðskiptavina.
Ásbjöm er f. i Krosshúsi á Akranesi
15. október 1860 og verður þvi 95 ára á
þessu hausti. Hann er ótrúlega em, þótt
sjón og heyrn sé nokkuð farin að bila.
Foreldrar Ásbjarnar voru Ölafur sjómaður
í Krosshúsi Magnússon, sjómaður og bóndi
i Heimaskaga. Ólafssonar vefara og bónda
á Efra-Skarði, Magnússonar, vefara i Skál-
holtskoti í Reykjavík, Rjörnssonar lögréttu-
mann í Miðhlíð, Magnússonar sýslumanns,
Rjörnssonar í Snæfellsnessýslu. Móðir Ás-
bjamar og kona Ólafs föður hans, var Mál-
fríður Ásbjörnsdóttir bónda á Hvitanesi,
Kjalardal og Rrekkubæ, Péturssonar, bónda
á Hvitanesi Jónssonar, Halldórssonar
bónda á Leirárgörðum, Þorvaldssonar,
Torfasonar, frá Höfn, Helgasonar í Höfn
Torfasonar, Brandssonar bónda á Leirá,
en kona Brands á Leirá var Ingibjörg
Torfadóttir, sýslumanns í Klofa Jónssonar,
Ólafssonar Loftssonar ríka Guttormssonar.
Kona Ásbjarnar snikkara var Anna Sig-
riður, Björnsdóttir bónda og trésmiðs á
Korpólfsstöðum, Ólafssonar, stúdents og
bónda i Galtarholti og viðar, Bjömssonar
^ekritera Stephensen á Esjubergi. Móðir
önnu Sigriðar var Sigríður, Jónsdóttir
Stephensens bónda í Gröf í Mosfellssveit.
Árið 1898 er einnig i Vinaminni Guð-
mundur bókbindari Guðmundsson, kona
hans og börn, og eru þar í nokkur ár.
Þeirra verður síðar getið í sambandi við
Sunnuhvol, er Guðmundur byggði fyrst.
Árið 1902 kemur Guðjón Tómásson frá
GuSjón T órnasson og
Margrét Helgadóttir.
Til vinstri Ásta og ti!
hægri Kristleifur.
Bjargi að Vinaminni og kaupir eignina.
Hjá honum er þá bústýra Margrét Helga-
dóttir, dóttir Helga Sveinssonar á Litla-
bakka og Guðnýjar Jónsdóttur, sem hér
var nýlega getið. Þau Margrét og Guðjón
giftust síðar á þessu sama ári.
Árið 1909 rífur Guðjón Tómásson hið
gamla hús í Vinaminni og byggir á sama
stað hús það, er þar stendur enn í dag,
samkv. virðingargerð 6. des. 1909 er það
talið 10X12 álnir, portlaust og krossreist,
virt til peningaverðs á kr. 4200.00 Lóðin
er talin 500 ferfaðmar að stærð og virt á
900 kr. Af því sést að lóðir eru farnar að
hækka nokkuð í mati, því að yfirleitt voru
þær virtar á kr. 1 kr. ferfaðmurinn.
Þegar Guðjón byggði þetta nýja hús,
var verðlag einna lægst sem það hefur
nokkru sinni komizt. Hann sagði mér að
í grindina hafi hann keypt 5 X 6" tré í
Edinborg, þegar hún verzlaði i Krosshús-
inu, og að allt grindarefnið hafi kostað
100 kr. Húsið byggði Árni Árnason og
reif gamla húsið, allt fyrir 300 kr. Þannig
var innréttuð öll hæðin, eldhús í kjall-
ara og 1 herbergi á lofti, allt veggfóðrað
og málað á hæðinni.
Guðjón stundaði hér sjó eins og forfeð-
ur hans og bræður. Hann átti stundum
skip og var formaður á því, og var einn
þeirra, sem fór í Garð-túra á sínum tíma.
Hann sótti fisk í togarana fyrstu árin eftir
að þeir komu í flóann til að fiska, en hentu
öllu nema góðfiskinum. Fyrst gáfu þeir
fiskinn þeim, sem nálægir voru, en svo
fóru þeir að setja upp gjald fyrir, sem
aðallega fólst í því að krefjast eftirtalinna
vara: Brennivin, Wisky, skinn, sjöl, vettl-
inga og vindla. Guðjón sagði mér að fyrir
hefði komið, að ef þeir hefðu ekki haft
meðferðis það, sem skipstjórinn taldi sig
vanhaga mest um af þessum „gjaldeyri"
héfðu þeir orðið að bíta í ]iað súra epli
að róa fisklausir í land til að sækja greiðsl-
una. En þegar komið var aftur fengu þeir
ef til vill hlaðið skip.
Guðjón Tómásson var fæddur hér á
Bjargi 14. júní 1872 og var einn af 17
systkinum foreldra sinna Tómásar Er-
iendssonar og Kristrúnar Flallgrimsdóttur.
Guðjón og Margrét áttu svo heima í Vina-
minni þar til 1920 er þau fluttu alfarin
til Reykjavikur og settust að á Bergþóru-
götu 9, þar sem þau bjuggu síðan meðan
bæði lifðu, en Guðjón andaðist 12. ágúst
1945. Þau hjón eignuðust 2 mannvænleg
börn:
1. Kristleifur Ársæll, sem andaðist ung-
ur 5. febrúar 1927, og var öllum harm-
dauði. Hatin hafði mikinn áhuga á
íþróttum, sérstaklega sundi. Því gáfu
þau hjón 1000 kr. til byggingu Bjarna-
laugar hér í minningu um þennan son
þeirra.
2. Ásta, gift Einari Jóhanni Einarssyni,
ættuðum úr Hornafirði. Þeirra böm:
a. Kristleifur Guðjón, kvæntur önnu
Hjálmarsdóttur frá Vestmannaeyj-
um. Þeirra sonur Guðjón.
b. Margrét, gift Gunnari Jónssyni,
verzlunarmanni á Akureyri. Þeirra
dóttir Ásta Margrét.
I orði og athöfn háfa þau Guðjón og
Margrét sýnt að þau unnu fæðingarbyggð
m. a. af því, sem fyrr var sagt. Áður en
Guðjón lézt gerði hann ráðstafanir til
þess, að eftir sinn dag væru gefnar 2000
kr. til sjóðsmyndunar til að fegra og prýða
kirkjugarðinn i Görðum á Akranesi, þar
sem foreldrar hans liggja. Frá þessu er
rækilega sagt í 12. tbl. 1943 bls. 156.
Bæði þessi hjón voru mætis- og myndar-
íólk, sérstaklega prúð og hlédræg bæði,
en hann a. m. k. gat verið þungur á bár-
unni þegar í hann seig ef honum mislikaði,
þótt hægt færi hann, býst við að hann
hafi verið dálítið langminnugur. Bæði
hjónin voru vinföst og trygglynd þar sem
vinátta tókst á annað borð.
Margrét er enn á lífi, er nú við sæmi-
lega heilsu, en fyrir nokkrum árum átti
hún við mikil veikindi að stríða en nú
fengið mikinn bata þess meins.
Þegar Guðjón flytur suður, kaupa þeir
Vinaminni Ólafur Kristjánsson í Mýrar-
húsum og Guðjcn Jónsson frá Tjörn. 1921
býr þar þetta fólk: Björn Sveinsson, tengda-
faðir Guðjóns, Guðrún Klémenzdóttir
kona Björns og Ragnheiður dóttir þeirra.
Guðjón Jónsson og Anna Björnsdóttir kona
hans, og svo Svafa Þórleifsdóttir skóla-
stjóri, Sesselja Þórðardóttir móðir hennar,
og Svafar Ólafsson uppeldissonur Svöfu.
Þar er einnig Sara Þórðardóttir og Guð-
ríður Jörundsdóttir, systir Sigurðar Jör-
undssonar, sem þar var mörg ár.
Ekki munu þeir Ólafur og Guðjón hafa
átt húsið nema eitt ár eða svo, en þá selt
það Haraldi Kristmannssyni, sem fljótlega
seldi það aftur Jónasi Sigurgeirssyni.
Árið 1922 síðast í nóvember, flytur svo
Jónas að Vinaminni með konu sinni, Helgu
Þórðardóttur frá Vegamótum og tveimur
52
AKRANES