Akranes - 01.04.1955, Page 14
Öl. B. Bjömsson. Þœttir úr sögu Akraness 49.
HVERSU AKRANES BYGGÐIST
4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna.
Leiðrétting:
1 10—12 tbl. 1954, á bls. 131 í Akranesþáttun-
um, er í næstsíðustu málsgrein í 1. dálki sagt að
m. a. bama Bjarna Helgasonar, hafi verið Benóný
Bjamason í Háafelli. 1 stað Benóný, átti að vera
Helgi Bjarnason í Galtarvik, en hann var faðir
Benónýs Helgasonar á Háafelli.
í síðasta tbl. Akraness á bls. 23 í 1. d. nálægt
miðju, er sagt að Magnús Kristjánsson, tollþjónn,
sé sonur Þorkels Þorkelssonar og Guðríðar konu
hans, en á að vera dóttursonur þeirra.
J 00. Bakkagerði.
Þar er fyrst byggður lítill torfbær 1894
!, bakkanum neðanvert við Leirgróf og
er efsti bær þar á bakkanum. Bæinn byggði
Teitur Brynjólfsson bróðir Bjarna Brynj
ólfssonar, sem síðar byggði fyrst í Bæjar-
stæði. Þeir voru synir Brynjólfs Teitssonar,
og k. h. Ingiríðar Ólafsdóttur, f. í Stokks-
eyrarsókn. Kona Teits í Bakkagerði var
Guðriður Magnúsdóttir frá Efra-Skarði, og
var systir Magnúsar, sem þar bjó, föður Ól-
afs bónda, sem þar býr nú. Þau Teitur og
Guðríður eignuðust aðeins eitt barn, sem
dó í, eða rétt eftir, fæðingu. Eftir það
tóku þau til fósturs Magnhildi Ólafsdótt-
ur,Þorsteinssonar og Ágústínu Björnsdótt-
ur, sem lengi voru vinnuhjú í Görðum.
Mun Magnhildur vera fjórða bam þeirra,
og hið eina, sem komst til aldurs. Hin
dóu öll ung.
Teitur í Bakkagerði var dugnaðarmaður,
góður sjómaður og formaður á skipi sínu.
Hann mun hafa verið snyrtimenni, og
hugsað sér að búa vel um sig í Bakkagerði,
því að hann var farinn að hlaða fyrir
landbrot og rækta brekkuna þarna, þótt
ekki entist honum aldur til stórræða á
þeim sviðum né öðrum, þvi að hann
drukknaði hér í ívarshúsavörinni hinn 25.
maí 1899 ásamt frænda sínum Gísla Teits-
syni. Þeir voru að koma úr beitufjöru,
en með þeim drukknuðu þarna Jónas Ólafs-
son vinnumaður Teits, og Guðmimdur
Ulugason, fyrri maður Sesselju Sveins-
dóttur, er síðar átti Sveinbjöm Oddsson,
en Guðmundur þessi var faðir Sigurðar
Guðmimdssonar i Deildartungu hér, og
þeirra systkina.
Árið 1900 er þar Ámi Árnason (síðar
smiður) talinn vinnumaður þaraa, og
1902 er þar Ólafur Stefánsson talinn
vinnumaður, (síðar í Brautarholti og við-
ar), en þeir Ámi, Ólafur og Agústína.
móðir Magnhildar, vom öll alin upp á
Efra-Skarði hjá foreldmm Guðríðar í
Bakkagerði. 1902 og 3 em einnig í Bakka-
gerði Sigríður Helgadóttir, fyrra árið með
Halldóru dóttur sina, en hið síðara einnig
með Sigurstein Harald.
Árið 1903 er einnig þar Guðríður Jóns-
dóttir, sem síðar var um mörg ár í Mið
húsum, með g börn sín.
Guðríður í Bakkagerði ól Magnhildi upi>
með heiðri og sóma til fermingaraldurs,
en þá fór hún i vistir til Reykjavíkur og
var þar lengi síðan.
Árið 1903 mun Ólafur Stefánsson, fyrr
nefndur, eiga Bakkagerði, en 1904 kaupir
Hallgrímur Jónsson bæinn og flytur þang-
að ásarnt konu sinni Guðrúnu Ivarsdóttur.
Komu þau hingað þá ofan úr Reykholts-
dal. Hann frá Deildartungu en hún frá
Snældubeinsstöðum.
Hallgrimur er fæddur á Bekanstöðum
24. júní 1872, sonur Jóns bónda Sigurðs-
sonar á Heynesi Grímssonar Guðmunds-
sonar. Kona Jóns bónda á Bekanstöðum
og móðir Hallgríms var hins vegar Hall-
dóra, Magnúsdóttir Gunnarssonar og Sess-
clju Guðmundsdóttur. (Sjá nánar í síðasta
blaði, bls. 24). Hallgrímur ólst upp á
Bekanstöðum til fermingaraldurs. Þegar
hann var aðeins 13 ára gamall segist
hann hafa hálf strokið til sjóróðra, til
frænda síns Ólafs Jónssonar í Litlabæ, og
réri eitthvað hjá honum. Eftir að hann
fór að heiman til vandalausra, var hann
lengi hjá Lofti Guðmundssyni i Galtar-
holti í Skilmannahreppi, en Loftur þessi
var bróðir Þórðar hreppstjóra á Hálsi i
Kjós. Loftur mun ekki hafa verið kvænt
ur, en hjá honum var ráðskcna, er Mar-
grét hét, Torfadóttir. Ekki munu þau hafa
átt börn. Hallgrimur réri margar vertíðir
á skipum síra Jens Pálssonar á Útskálum.
Þá var hann mörg ár vinnumaður hjá
Hannesi Magnússyni og Vigdísi Jóns-
dóttur í Deildartungu. Hann kunni því
vel til allra verka til sjós og lands. Hann
mun hafa þótt gagnsmaður og sérstaklega
húsbóndahollur og vandaður til orðs og
æðis. Til sannindamerkis um það má geta
þess að milli Deildartungufólks og Hall-
gríms myndaðist æfilöng vinátta.
Árið 1909 byggir Hallgrímur lítið timb-
urhús í Bakkagerði, sem enn stendur.
Stærð þess var 7 Yz X 9 álnir, við vestur-
hlið lítill inngangsskúr, en geymsluskúr
með allri suðurhlið. Húsið sjálft ásamt
viðbyggingum er þetta ár virt á kr. 2220.00,
en lóðin, sem er 620 ferfaðmar, er þar
virt á kr. 620,00.
1 síðasta blaði var aðeins minnzt á
Aldisi, systur Hallgríms í Bakkagerði.
Hún er enn lifandi á Hverfisgöt.u 6gA i
Reykjavík. Maður Aldísar var Ólafur, en
hann var sonur Guðmundar skipasmiðs i
Leirárgörðum Guðmundssonar, en Guð-
mundur skipasmiður var bróðir Otta á
Kúlu. Guðmundar verður síðar getið í þess-
um þáttum, þar sem hann bjó á nokkrum
stöðum, bæði á nesinu og í Skaganum.
Ólafur og Aldis munu aldrei hafa búið
hér uppfrá, heldur í Reykjavik, en Ól-
afur var mjög lengi vinnumaður á Geld-
ingaá. Þau Ólafur og Aldís áttu aðeins
eitt barn, Ólöfu, sem enn er á lífi og bú-
sett á Njálsgötu 48 í Reykjavík. Hennar
maður hét Jónas Guðmundsson, og var
ættaður úr Landeyjum. Þeirra börn:
a. Ólafur Jónasson. Hann ólst upp frá 7
ára aldri hjá Aldisi ömmu sinni og
Sigurjóni Guðmundssyni á Hverfis-
götu 6gA. Ólafur á heima á Hverfis-
götunni, er kvæntur og á börn.
b. Svafa Jónasdóttir, dó ung.
Eftir að Ólöf missti mann sinn bjó hún
með manni þeim, er Sigurður hét Þor-
varðarson, og var ættaður úr Kjósinni.
Þau áttu saman þessi börn.
a. Kristinn, kvæntur Jóhönnu Júlíusdótt-
ur, og eiga þau 3 dætur.
b. Sigurjón, kaupmaður i Reykjavík, kona
hans var Sigrún Jónsdóttir, ættuð aust-
an úr Mýrdal. Þau skildu samvistir.
Þeirra börn: Ólafur, Þórir, Guðfinna
Svafa og Sigurður Vilberg.
c. Svafar, kvæntur Þorgerði Sigurgeirs-
dóttur frá Isafirði. Þeirra börn: Hörður
og Gunnar.
d. Guðfinna, dó ung.
e. Guðmundur, kvæntur Ólöfu Dómhildi
Jóhannesdóttur úr Rvík. Þeirra börn:
Aldís, Jóhann og Sigurður, sem dó
ungur.
Foreldrar Guðrúnar Ivarsdóttur, konu
Hallgríms í Bakkagerði voru: Rósa Sig-
urðardóttir frá Litla-Lambhaga í Skil-
mannahreppi, Jónssonar 'frá Hvítanesi í
sama hreppi Péturssonar frá Ósi, Jónssonar
Halldórssonar frá Leirárgörðum og Hóli i
Svínadal. Móðir Rósu var Ingibjörg Björns-
dóttir frá Draghálsi Þorvaldssonar. Björn
var Húnvetningur og flutti að Draghálsi
1826. Faðir hennar var hins vegar Ivar Sig-
urðsson frá Káranesi í Kjós, Bjamasonar,
Sigmundssonar, Eyjólfssonar. Móðir Ivars
var hins vegar Valgerður Vigfúsdóttir frá
Suður-Reykjum í Mosfellssveit. Sá ætt-
bogi mun vera af Kjalarnesi og úr Mos-
fellssveit.
Foreldrar Guðrúnar Ivarsdóttur og
þeirra systkina bjuggu fyrst í Lambhaga,
næst á Súlunesi og víðar, og síðast á
Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal frá
1880—1899, er ívar andaðist, en Rósa
eftir það til 1906. Börn þeirra Ivars og
Rósu vom þessi:
1. Guðrún i Bakkagerði f. 1878. Gift Hall-
grími Jónssyni fyrrnefndum. Þeirra
böm:
50
AKRANES