Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Síða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Síða 9
TÍMARIT VERKFRÆÐIIMGAFÉLAGS ÍSLAIMDS 3. hefti 19 64 49. árg. | GILDI MENNTUNAR Það tók íslenzka sjómenn ekki nema 1—2 ár að átta sig á gildi fisksjárinnar og kraftblakk- arinnar, en það virðist ætla að taka íslenzku þjóð- ina heila kynslóð að átta sig á þeirri breytingu, sem orðið hefur á gildi menntunar í nútímaþjóð- félagi. Hvarvetna blasa við óleyst verkefni í íslenzku þjóðfélagi og dag hvern er bent á mörg verkefni sem leysa þarf. Þar sem ekki er hægt að leysa þau öll samtímis verðum við að reyna að meta innbyrðis mikilvægi þeirra. Lítum til nágranna- þjóða okkar í þessum efnum og athugum hvað þar er gert í skólamálum. Frændur okkar Danir eru t.d. að byggja Verkfræðiháskólann upp að nýju í útjaðri Kaupmannahafnar. Ráðgert er að verkið taki um 10 ár og að það muni alls kosta um 1000 milljónir danskra króna. Miðað við fólksfjölda þyrftum við að eyða um 20 milljón- um ísl. kr. árlega til hliðstæðra framkvæmda. Auk Verkfræðiháskólans hafa Danir eðlilega eflt mikið aðrar háskólastofnanir, svo sem Hafnarhá- skóla, Landbúnaðarháskólann o.fl. Berum þetta saman við okkar eigin háskóla, sem varla hefur byggt nýtt kennsluhúsnæði síð- an 1940. Flestir aðrir íslenzkir skólar hafa verið vanræktir síðasta áratuginn en í mismunandi rík- um mæli. Þessari fullyrðingu til frekari árétting- ar má benda á grein á öðrum stað í þessu hefti um íslenzku menntaskólana. Ekki geta verið nema þrjár aðalskýringar á hinum mikla mun á ís- lendingum og Dönum (og reyndar öllum öðrum tækniþróuðum þjóðum) í þessu efni. Hin fyrsta er sú að Danir séu að sóa fé sínu á óarðbæran hátt, hin önnur er sú að fámenni íslenzku þjóð- arinnar geri minni kröfur til menntunarinnar eða geri hana ódýrari og sú þriðja sú að við vanmetum stórlega gildi menntunar í nútíma- þjóðfélagi. Þeir sem hlotið hafa langskólamennt- un í tæknifræðum eða raunvísindum hljóta allir að vera á eitt sáttir um að einungis síðasta skýr- ingin sé rétt. Ráðherrar og alþingismenn mundu sennilega einnig flestir telja sig vera á sama máli. Gerðir þeirra ber þeim þó allt annað og sorg- legra vitni. Fullnægjandi skólabyggingar eru þó aðeins ein hlið á þessu máli. Starfsskilyrði skólanna, nýt- ing menntunarinnar og endurnýjun eru jafnþýð- ingarmiklir þættir. Hvernig eru starfsskilyrði skólanna? Fylgjast fræðsluyfirvöldin vakandi með því hvort þá skorti ekki áhöld og aðstöðu til kennslunnar og vel menntaða kennara? Ef við hugleiðum þess- ar spurningar, kemur í ljós hið sama og fyrr var nefnt, alvarlegur skilningsskortur ráðamanna. Menntun er dýr og því nauðsynlegt að nýta vel starfskrafta sérfræðinganna. Séu störf og vinnuaðstæður þeirra hér athuguð kemur sami skilningsskorturinn enn fram. Með þeim öru breytingum sem verða í atvinnu- lífi tækniþjóðanna í dag er ekki hægt að búast við því að háskólarnir geti séð nemendum sínum fyrir menntun sem nægir þeim allt lífið. Því er nauðsynlegt að þeir endurnýi stöðugt þekkingu sína. Sér þjóðfélagið fyrir þessum þætti? Nei, langt þvi frá. Veigamikil ástæða fyrir kjarabar- áttu íslenzkra verkfræðinga síðasta áratuginn er sú, að kjör þau sem þeir hafa búið við hafa skapað þeim ófullnægjandi skilyrði til að halda menntun sinni við og endurnýja. Með tvennum bráðabirgðalögum gegn verkfræðingum hefur ríkisstjórn og Alþingi sannað skammsýni og skilningsleysi sitt í þessum efnum. Á næsta áratug verður að tvöfalda, þrefalda eða jafnvel fjórfalda framlag þjóðfélagsins til menntamála og allt skólakerfið verður að endur- skoða. Fræðsluyfirvöldin verða að taka virkari þátt í stjórn skólakerfisins, stjórn sem byggð verður á gjörbreyttu mati á gildi menntunarinn- ar. Þetta endurmat má ekki taka áratugi. Sér- hver háskólamenntaður maður hefur þá skyldu að vinna að slíku endurmati.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.