Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Blaðsíða 18
42
TlMARIT VFl 1964
ar, samkvæmt beiðni eða í samvinnu við aðra
aðila, þ. e. rannsóknir vegna vatnsvirkjana,
hafnargerðar, vegagerðar o. s. frv.
3. Jarðefnafræðilegar rannsóknir hafa verið
gerðar í samvinnu við jarðhitadeild Raforku-
málaskrifstofunnar, svo sem rannsóknir á
heitu vatni og hveralofti, bæði í náttúrlegum
uppsprettum og í sambandi við boranir eftir
heitu vatni. Ennfremur bergfræðilegar rann-
sóknir á borkjömum, t. d. úr 2200 metra
djúpri borholu í Reykjavík. Loks má nefna,
að gerðar hafa verið efnagreiningar á jökul-
ám undan Mýrdalsjökli með það fyrir augum
að rekja breytingar, sem kynnu að verða á
efnainnihaldi jökulánna á undan Kötlugosi.
4. Jarðfræðirannsóknir í sambandi við eldgos,
þ. e. Heklugos 1947, Öskjugos 1961, gos við
Vestmannaeyjar 1963—64.
V. Vatnsrannsóknir.
Mjög mikið hefur verið unnið að efnagrein-
ingu á vatni, m. a. var gerð skipuleg rannsókn
á neyzluvatni í öllum kaupstöðum og kauptún-
um á landinu á árunum 1954—56. Mikill fjöldi
efnagreininga hefur verið gerður síðustu árin á
heitum uppsprettum og vatni úr borholum fyrir
Raforkumálaskrifstofuna og má segja, að það
tilheyri jarðhitarannsóknum. Rannsóknir á vatni
verða nú stöðugt mikilsverðari í sambandi við
hvers konar iðnað, vatnsveitur, fiskirækt o. fl.,
og má búast við mikilli aukningu á þessu sviði
rannsókna.
VI. Framleiöslutilraunir
og iðnaöarrannsóknir.
Á síðustu tveimur árum hafa verið gerðar til-
raunir með framleiðslu á þilplötum og einangr-
unarplötum úr hálmi og tréspónum. Hafa þær til-
raunir borið góðan árangur og sýnt að fram-
leiða má slíkar plötur úr hráefni, er til fellur
hér innan lands, og að líkindum ódýrar en sams-
konar plötur innfluttar.
Ennþá hefur of lítið verið um það, að Iðnað-
ardeild taki að sér stærri rannsóknarefni fyrir
einstakar verksmiðjur eða iðnfyrirtæki. Iðnrek-
endur hafa ekki leitað eftir slíkum rannsóknum
og má enda segja, að aðstaða sé enn ófullkomin
til þeirra á deildinni, einkum að því er varðar
tæknilegar tilraunir.
Það hlýtur þó að vera næsta verkefnið að koma
slíkum rannsóknum á. Hin ýmsu iðnfyrirtæki
hafa að líkindum mörg vandamál, sem eðlilegt
væri að Iðnaðardeild tæki að sér að leysa.
Iðnaður sem atvinnugrein er yngri en landbún-
aður og fiskveiðar. Framleiðsla iðnaðarvarnings
Ný röntgentæki til efnagreiningar á borholukjörnum.
fer fram í verksmiðjum og er oft fólgin í full-
vinnslu afurða sjávarútvegs og landbúnaðar.
Verksmiðjuiðnaður er vaxinn upp úr heimilis-
iðnaði og handverki og eru oft óglögg skil milli
handverks og iðnaðar.
Smá fyrirtæki eru oftast undir stjórn eins
manns, sem hefur auðveldlega yfirsýn yfir all-
an rekstur fyrirtækisins. í stórum iðnfyrirtækj-
um verður hins vegar að vera verkaskipting og
skipulag, bæði um sjálfa framleiðsluna og stjórn
fyrirtækisins.
Til þess að gera sér grein fyrir því, hvað Iðn-
aðardeild eða Rannsóknastofnun iðnaðarins gæti
gert fyrir íslenzkan iðnað, er rétt að athuga
hverjar tegundir iðnaðar eru stundaðar hér á
landi.
Eftirfarandi yfirlit er unnið upp úr Iðnaðar-
skýrslum Hagstofunnar (1950, 1953 og 1960).
Matvœlaiönaöur.
1. Kjötiðnaður.
Kjötfrysting og geymsla, söltun, reyklng,
niðursuða, pylsugerð, bjúgnagerð.