Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Blaðsíða 20

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Blaðsíða 20
44 TlMARIT VFl 1964 Málmsmíði. Öll venjuleg starfsemi í jámsmiðjum og blikksmiðjum, málmsteypa, vélsmíði, ofnasmíði, stálvaskar, málmhúðun, stáltunnugerð. Raftœkjasmíöi. Smíði rafmagnstækja: eldavéla, bakarofna, kæliskápa, þvottavéla, lampa, rafgeyma. Flutningatæki. Skipasmíðar; tréskip og stálskip. Bifvélavirkjun, yfirbygging bifreiða. Reiðhjólasmíði og viðgerðir. Flugvélavirkjun. Plastiðnaður. Einangrunarplast, plastleikföng, veggflísar, búshlutir úr plasti, rimlagluggatjöld. Annar iðnaður. Ljósmyndagerð, sjóntækjagerð, gleraugna- smíði, úrsmíði, skartgripagerð og smíði úr eðal- málmi. Skiltagerð. Verksmiðjupökkun matvöru (korn, sykur). 1 yfirlitinu hér að framan er sundurgreining ekki nákvæm, nema í þeim greinum þar sem líklegt þykir, að Iðnaðardeild gæti orðið að liði með rannsóknum og tilraunum. Samkvæmt frumvarpi til laga, sem nú liggur fyrir Alþingi, er áformað að þrjár rannsóknar- stofnanir starfi í þágu ofantalinna iðngreina, nefnilega Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Rannsóknarstofnun iðnaðarins. Allar þessar stofnanir hafa raunar starfað um allmörg ár und- ir öðrum nöfnum, þ. e. Rannsóknastofa Fiski- félagsins og Iðnaðardeild sem hluti af Atvinnu- deild Háskólans. Það hefur oft verið til umræðu á hvern hátt Iðnaðardeild gæti starfað til gagns fyrir iðnað- inn svo sem henni er ætlað. Byrja mætti á því að kanna þörf hinna ýmsu iðngreina fyrir rannsóknir. Safna ætti upplýs- ingum um stærð fyrirtækja og hve marga tækni- menntaða menn þau hafi í þjónustu sinni, um árlegt verðmæti framleiðslunnar o. s. frv. Koma ætti á samstarfsnefnd manna frá rann- sóknarstofnununum og iðnaðinum, eins og gert er ráð fyrir í áðurnefndu frumvarpi, til að kanna hverra rannsókna er helzt þörf og hvemig þeim yrði komið í framkvæmd. Vel mætti hugsa sér samvinnu fyrirtækja í sömu grein um rannsóknir, einkum þær sem dýr tæki þarf til og em kostnaðarsamar. Hjá Iðnaðardeild em starfandi sérfræðingar í ýmsum greinum efnafræði og verkfræði, og auk þessu eru fyrir hendi rannsóknatæki og aðstaða til rannsókna, þótt margt standi að vísu til bóta, eins og áður var sagt. Ef ekki er þörf á beinum rannsóknum fyrst í stað, mætti hugsa sér að stofnunin gæti verið ráðgefandi eða t. d. hjálp- að fyrirtækjum að koma á hjá sér eftirlitsrann- sóknum með daglegri framleiðslu, þar sem þeirra er þörf. Stærstu fyrirtækin hafa sjálf rannsóknastofur þar sem unnið er að eftirliti og endurbótum á framleiðslunni. En einnig í þeim tilvikum, þar sem rannsóknastofa er þegar komin á fót, gæti Iðnaðardeild orðið að liði með samstarfi um rannsóknir. Stærstu fyrirtækin eru einmitt lík- legust til að kosta einhverju til vísindalegra rannsókna, en því er ekki að leyna, að slíkar rannsóknir eru yfirleitt dýrar. Að líkindum er sum efnaframleiðsla og sumar tegundir iðnaðar hér á landi byggðar á vitneskju frá útlendum firmum, sem selja hráefni og þá farið eftir forskriftum frá þeim eða sérstökum leyfum. Slík vitneskja er þó ætíð takmörkuð og gefur litla möguleika á framförum í viðkomandi grein, og sízt ef fyrirtækið hefur engan tæknimennt- aðan eða sérfróðan mann í þjónustu sinni. Það er eitt mikilsverðasta verkefni stofnunar sem Iðnaðardeildar að rannsaka möguleika á nýjum iðngreinum og nýrri tegund fram- leiðslu. Slíkar rannsóknir hafa verið stundaðar að nokkru á Iðnaðardeild, eins og t. d. rannsókn- ir þær á framleiðslu á spónaplötum, sem áður voru nefndar. Næsta stigið í þeim tilraunum ætti að vera að setja á stofn verksmiðju til fram- leiðslunnar en til þess þarf allmikið fjármagn og má segja að þar sé komið út fyrir ramma rann- sóknastofnunar. Iðnaðardeild hefur starfað að mörgum gagnleg- um rannsóknum á undanfömum árum, en þær hafa ekki nema að litlu leyti verið miðaðar við þarfir iðnaðarins. Tengslin milli rannscknastofn- unar og iðnaðarins þyrftu að vera nánari og gæti það orðið báðum aðilum til gagns. Rann- sóknastofnunin ætti að hafa örvandi og endur- nýjandi áhrif á iðnaðinn og iðnaðurinn aftur á rannsóknastarfsemina. Iðnaðarrannsóknir ættu að miða að bættum aðferðum við framleiðslu og auknum gæðum iðnaðarvöru sem og auknum afköstum og þar með ódýrari framleiðslu. Nauðsynlegt er að bæta aðstöðu Iðnaðardeild- ar til rannsókna fyrir iðnaðinn á sama hátt og þegar hefur verið gert fyrir rannsóknastc "n- anir sjávarútvegs og landbúnaðar.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.