Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Blaðsíða 17
TlMARIT VFl 1964 41 svið fyrir sig má telja rannsóknir á skipsförm- um af bensíni og brennsluolíum fyrir olíufélög- in, sem deildin hafði á hendi um allmörg ár, en þær rannsóknir hafa nú flutzt til einkaaðila að mestu. II. Matvœli og fóðurefni. Unnið hefur verið að efnagreiningu fyrir Mat- vælaeftirlit ríkisins og borgarlækni. Nýlega hefur aðstaða til rannsókna á þessu sviði verið bætt til muna í Iðnaðardeild með því að opnuð hefur verið ný matvælarannsóknastofa þar sem lögð verður meiri stund á hagnýtar til- raunir en áður. Ætlunin er að vinna að bættri nýtingu matvæla, svo sem mjólkurafurða og grænmetis, auk þess sem efnagreind verða sýnis- horn eftir beiðni eins og áður. Rannsóknir á skepnufóðri, svo sem heyi, mjöli og fóðurblöndum hafa verið stundaðar á rann- sóknastofunni frá upphafi. Er hér einkum um að ræða efnagreiningar fyrir Búnaðardeild og tilraunaráð landbúnaðarins, eins og áður segir. Af helztu rannsóknarverkefnum, sem unnið hefur verið að á þessu sviði, auk efnagreiningar sýnishorna, má nefna: 1. Rannsóknir á skyrgerð og votheysgerð. 2. Rannsóknir á fituefnum. Ákvörðuð samsetn- ing síldarlýsis og sauðafeiti. 3. Tilraunir um verkun súrheys með íblöndun- arefnum (1957—60). 4. Tilraunir um að hindra spírun kartaflna með kjarnageislum (1959—60). 5. Unnið er að tilraunum um hraðfrystingu grænmetis og geymslu þess við lágt hitastig. 6. Ennfremur er unnið að ýmiss konar tilraun- um með sýringu matvæla og niðursuðu. Á sviði fóðurefna og matvæla má telja tvo þætti starfseminnar, sem flutzt hafa til annarra stofnana. 1. Rannsóknir á útflutningssýnishomum af fiskimjöli, síldarmjöli og lýsi, sem nú fara fram hjá Rannsóknastofu Fiskifélags Is- lands. 2. Efnagreiningar á mjólk vegna mjólkureftir- lits, sem stundaðar voru á gerlanrannsókna- stofu Iðnaðardeildar, en gerlarannsóknastof- an var sameinuð Rannsóknastofu Fiskifélags- ins í ársbyrjun 1961. III. Byggingarefni. Rannsóknir Trausta Ólafssonar á einangrun- argildi byggingarefna voru meðal fyrstu sjálf- stæðu rannsóknanna, sem gerðar voru í Iðnað- ardeild og hafa byggingarefnarannsóknir og prófanir verið allmikill þáttur í starfi deildar- innar mörg undanfarin ár. Unnið hefur verið að styrkleikaprófunum steyputeninga, rannsókn á steypuefni (sandi og möl) og sementi, malbiki, asfalti, ofaníburði í vegi, einangrunarefnum og plastefnum. Unnið er að þessum rannsóknum fyrir ýmsa aðila, svo sem Vegagerð ríkisins, Húsameistara Reykjavíkur, Hitaveitu Reykjavíkur og ýmis byggingarfélög og verktakafélög. Leit að steypuefni, þ. e. möl og sandi) og ofaníburði í vegi, hefur verið gerð kerfisbundið í nokkur undanfarandi ár og er sú rannsókn kostuð af Vegagerð ríkisins og Ræktunarsjóði sameiginlega. Starfsemin hefur takmarkazt að mestu við efnisprófanir og styrkleikaprófanir seinustu ár- in vegna skorts á sérmenntuðum mönnum hjá deildinni, en ætlunin er að byrjað verði aftur á vísindalegum tilraunum til endurbóta í bygging- ariðnaði eins fljótt og unnt er. Ráðgert er að byggingarefnarannsóknir verði skildar frá Iðn- aðardeild á næstunni og þær gerðar af sérstakri stofnun. IV. Jarðfræði — jarðefnafrœði — jarðtækni. Allt frá 1945, að fyrst var ráðinn jarðfræð- ingur að deildinni, hafa jarðfræðirannsóknir verið mikill þáttur í starfi Iðnaðardeildar. Unnið hefur verið að jarðfræðirannsóknum í sambandi við vatnsvirkjanir og undirbúning virkjana. Á síðari árum hefur því verið unnið mjög mikið fyrir Raforkumálaskrifstofuna vegna undirbúnings virkjana á ýmsum stöðum. Einnig hafa verið stundaðar jarðfræðirannsóknir á veg- um deildarinnar sjálfrar. Jarðefnafræði og jarðeðlisfræði eru auðvitað í nánum tengslum við jarðfræðina sjálfa og er um það að ræða, að efnafræði og eðlisfræði er beitt á fullkomnari hátt en áður að lausn jarðfræði- legra vandamála með notkun fullkomnustu rann- sóknartækja. Til þessa sviðs má telja rannsóknir á jarð- hitasvæðum, sem gerðar eru á deildinni í sam- vinnu við jarðhitadeild Raforkumálaskrifstof- unnar. Nokkur helztu verkefni á sviði jarðfræði og jarðefnafræði, sem unnið hefur verið að á deild- inni, má nefna þessi: 1. Jarðfræðirannsóknir vegna leitar að hagnýt- um jarðefnum. Rannsóknarefni hafa verið einkum þessi: Biksteinn, frauðgrýti á Snæ- fellsnesi og víðar, kísilgúr, málmar, surtar- brandur og mór. 2. Jarðfræðirannsóknir vegna mannvirkjagerð-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.