Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Blaðsíða 22

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Blaðsíða 22
46 TlMARIT VFÍ 1964 breytt möguleikunum til dreifingar og sölu á ís- lenzkum fiski erlendis. Efnabreytingar þær sem verða í fiski við mikla geislun skapa venjulega beiskjubragð, og er það einkum áberandi ef fiskurinn er feitur og geislaður við frjálsan aðgang andrúmslofts. Því er fiskurinn venjulega geislaður í loftþéttum plastumbúðum. Hugsanlegt er að eitruð efni kunni að mynd- ast við geislun matvælanna, eða að næringar- efnagildi þeirra eða vítamíninnihald breytist. Hef- ur verið nauðsynlegt að sannprófa þessi atriði áður en leyft yrði að selja geisluð matvæli á frjálsum markaði. Þá hefur og þurft að athuga vandlega hvaða tegundir af bakteríum eru helzt í matvælunum og hvemig hinar ýmsu tegundir þola geislunina. Almennar rannsóknir á geislun matvæla eru nú svo langt komnar, að þegar er leyft að selja nokkrar tegundir á almennum markaði í Banda- ríkjunum og Kanada. Sú tegund matvæla sem lofar hvað mestu um góðan árangur er fiskur, og er búizt við að sala á geisluðum fiski verði leyfð í Bandaríkjunum og Bretlandi á næsta ári. Væri fiskur geislaður í verksmiðju, sem geisl- að gæti 40.000 tonn á ári mundi kostnaðurinn við geislunina auka verð fisksins um 2—4% af út- söluverðinu. Ekki verður hægt að selja geislaðan íslenzkan fisk fyrr en gerðar hafa verið hér ýmsar sér- hæfðar rannsóknir. Einkum verður að athuga vandlega áhrif geislunarinnar á íslenzkan fisk, sem yfirleitt er nokkru feitari en erlendur fisk- ur. Auk þess verður að kanna vandlega bakterí- urnar sem í íslenzkum fiski finnast og áhrif geisl- unarinnar á þessar tegundir. Taldi Ari að lokum að slíkar forrannsóknir mundu taka 2—3 ár. Hvers virði er áframhaldandi samfelldur út- flutningur af fiski fyrir okkur? Hvað er í húfi ef við drögumst verulega aftur úr þeim þjóð- um, sem við keppum við á þessu sviði? Slíkt má auðvitað ekki ske og verður að treysta því að þeir, sem þessum málum ráða hér á landi, taki þetta mál hið bráðasta til alvarlegrar at- hugunar. Og í tilefni komu hins góða gests má beina þeirri spurningu til íslenzkra ráðamanna hvort þeir treysti sér til að meta það tjón sem hið íslenzka þjóðfélag verður árlega fyrir vegna þess að það missir úr landi verulegan hluta af beztu mönnum sínum á sviði tækni og vísinda, eða hvað er gert til að laða þá til starfa hér heima? Gegn þeim duga engin lög, eingöngu breytt hugarfar. P. T. BÓKARFREGN: Einangrun íbúöarhúsa Nýlega hefur komið út rit Iðnaðardeildar At- vinnudeildar Háskólans, Einangrun íbúðarhúsa, eftir Guðmund Halldórsson, verkfræðing. Þetta er 68 bls. bók, sem hefur að geyma margskonar fróðleik um helztu vandamál hitaeinangrunar húsa. Vitað mál er, að vinnubrögð við einangr- un hafa stundum verið röng, hún hefur t.d. tekið í sig óhæfilega mikinn raka, og menn hafa ekki haft ljósar hugmyndir um hagkvæmustu einangr- unarþykktir. Útgáfa bókarinnar er því þakkar- vert framtak. Efni bókarinnar skiptist í fjóra meginkafla: Varmaleiðni einangrunarefna. Reikningur á kólnunartölum (k-gildum) fyrir einstaka byggingarhluta. Um raka. Varmatap frá íbúðarhúsum. Auk þess eru inngangsorð rituð af Steingrími Hermannssyni, Haraldri Ásgeirssyni og Óskari B. Bjarnasyni, inngangur höfundar og heimilda- skrá. Bókin er höfundi til sóma, þó sumt megi að henni finna. Honum er vandi á höndum að skrifa slíka bók við hæfi sem flestra, og að vera áreiðanlegur og hlutlaus. Upplýsingar höfundar um áhrif raka á ein- angrunarefni, rakaflutning í veggjum og leið- beiningar í því sambandi eru mjög þarflegar. Raki getur valdið miklum skemmdum á bygg- ingum, grotnun og frostsprengingum. Og aukin einangrun og breyttar byggingaraðferðir kalla á meiri gaumgæfni í þessum efnum en áður. „Frauðplast er það efni, sem nú mun mest notað til einangrunar. Því miður hefur ending þess og rakaþol ekki verið reynt til hlítar, og því ekki hægt að gefa því skilyrðislaus meðmæli. Rúmþyngd plastsins er oftast 15—20 kg/m3 og þrýstiþol um 1 kg/cm2 og fer vaxandi með auk- inni rúmþyngd", segir höf. á einum stað. Hann birtir annars staðar línurit á mynd 2.21 um sam- band milli rúmþyngdar og varmaleiðni fyrir ákveðna tegund af frauðplasti, en aðrar tegundir munu hafa svipuð einkenni. Þetta línurit sýnir bezt einangrunargildi við um 40 kg/m'. Ýmsir hafa látið í ljós þá skoðun, að það frauðplast, sem hér er mest selt, sé of létt. Höfundur segir einnig: „Við samanburð á ein- angrunarefnum er oft notaður svokallaður „ein- angrunarstuðull". Kosti t.d. einn rúmmetri af einangrunarefninu 1000 krónur og sé varma-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.