Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Síða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Síða 10
34 TlMARIT VFÍ 1964 ISLENZKIR MENIMTASKOLAR Eftir Hinrik Guðmundsson, Jakob Björnsson og Pál Theodórsson 1. Inngangur. 1 næstsíðasta tölublaði Tímarits Verkfræðingafé- lags Islands var birt bréf til félagsins ásamt spurn- ingalista frá nefnd, sem skipuð hefur verið af menntamálaráðherra til að endurskoða gildandi reglur um menntaskóla. I sama hefti var einnig birt svar Verkfræðingafélagsins. Þýðing menntunar í nútímaþjóðfélagi hefur aukizt svo gífurlega hina síðari áratugi að þjóð- félag, sem komast vill hjá því að staðna eða dragast afturúr, verður að taka allt skólakerfi sitt til gagngerar endurskoðunar. Samhliða endurskoðun á skólakerfinu þarf að endurmeta gildi menntunar, þannig að hægt sé að skapa eðlilegt jafnvægi milli þess fjármagns, sem í skólakerfið er lagt, og þeirrar þarfar, sem þjóð- félaginu er á menntuninni. Flestar nágranna- þjóðir okkar eru komnar vel á veg á þessu sviði, t.d. Danir og Svíar. Á Islandi hefur þessum málum hins vegar verið sýnt allt of mikið tómlæti. Skipun Mennta- skólanefndarinnar í marz s.l. ár vekur þó von um að þau verði brátt tekin fastari tökum. Farsælt starf þessarar nefndar gæti haft ómet- anlega þýðingu fyrir allt íslenzka skólakerfið. Þegar höfundar svarbréfs Verkfræðingafélags- ins, sem fyrr var nefnt, undirbjuggu svörin, bar ýmislegt á góma varðandi menntaskólanámið, sem spurningar Menntaskólanefndarinnar gáfu ekki beint tilefni til að fjalia um í svarinu, en sem æskilegt væri að ræða frekar. Því hefur þráðurinn verið tekinn upp hér að nýju. Við telj- um mjög æskilegt, að skólamál verði rædd meira og skipulegar í blöðum og tímaritum, því að slík- Menntaskólinn i Reykjavik. ar umræður eru nauðsynlegur þáttur í allsherj- ar endurskoðun hins íslenzka skólakerfis, sem verður að koma næstu ár. I þessari grein munum við fyrst skýra skoðun okkar á gildi menntunar í nútímaþjóðfélagi. Þá verður aðbúnaður og störf íslenzku menntaskól- anna síðustu tvo áratugina rædd til að sýna, hversu róttækra breytinga er þörf. Að lokum tökum við þessar breytingar til frekari athug- unar. 2. Þýðing menntunar í nútímaþjóðfélagi. Hvaða kröfur eru gerðar til skóla hlýtur að ákvarðast fyrst og fremst af því, hver þörf þjóð- félagsins er fyrir menntun þá, sem í skólunum er veitt. Við viljum því byrja á því að gera grein fyrir skoðunum okkar á þessu grundvallaratriði. Sérstök nauðsyn hlýtur að vera að ræða þenn- an þátt hér á landi, vegna þess að atvinnuþró- unin hér hefur orðið örari en meðal flestra ná- grannaþjóða okkar, því veldur hversu seint komst verulegur skriður á breytingar íslenzkra atvinnuhátta. Af þessu leiðir að sambandið milli atvinnuþróunar og menntunar hlýtur að vera lausara og óljósara hér á landi en meðal lang- þróaðra verkmenningarþjóða. Svo sem kunnugt er hefur atvinnulíf og at- vinnuhættir flestra þjóða tekið gífurlegum breyt-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.