Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Qupperneq 21

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Qupperneq 21
TÍMARIT VFI 1964 45 Getur geislun fisks gjörbreytt dreifingarmöguieikum? Síðastliðinn áratug hefur verið unnið kappsam- lega víða um heim að tilraunum til að auka geymsluþol matvæla með gammageislum. I dag eru allar líkur til, að þessi aðferð muni auðvelda mjög dreifingu á fiski er fram líða stundir. Þetta efni hlýtur því að varða okkur íslendinga meira en flestar aðrar þjóðir, því varla mun nokkur þjóð búa við svo einhæfan útflutning sem við. Laugardaginn 3. október s.l. talaði Ari Brynjólfs- son eðlisfræðingur um þetta mjög svo tímabæra efni í Háskólanum á vegum Fiskifélags íslands. Ari Brynjólfsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1948 og mag. scient. prófi í eðlisfræði frá háskólanum í Kaup- mannahöfn 1954. Næsta ár vann hann hér heima að jarðeðlisfræðilegum rannsóknum, en hlaut þá styrk til frekara náms og rannsókna í Þýzka- landi. 1956 réðst Ari til dönsku kjarnorkunefnd- arinnar og þar var honum nokkru síðar falið að koma upp aðstöðu til geislunar með gammageisl- um, einkum vegna rannsókna á sviði búvísinda. Nokkru síðar var ákveðið að stofna sérstaka geislunardeild og hefur Ari veitt henni forstöðu frá upphafi. Aðalgeislagjafinn í þessari deild er ekki geislavirkt efni, eins og mest tíðkast, held- ur er geislað þar með rafeindum, sem fengið hafa fimm milljón volta orku í sérstöku tæki. Tæki þetta var keypt frá Bandaríkjunum og dvaldist Ari um eins árs skeið þar meðan unnið var að smíði þess. Tækið var tekið í notkun árið 1960 og hefur lengi verið eitt hið öflugasta sinnar teg- undar hér í Evrópu. Síðastliðið ár var Ari um eins árs skeið í orlofi í Bandaríkjunum og hafði þar umsjón með byggingu einnar stærstu geisl- unarstöðvar heims. Ari hóf fyrirlestur sinn með því að segja nokk- uð frá störfum deildar þeirrar í Danmörku, sem hann veitir forstöðu. Þar hefur mikið verið unn- ið að því að geisla margskonar læknavörur úr plasti, t.d. sprautur, gervihjörtu og gervilungu. Þessar vörur verður að gerilsneyða, en þar er ekki hægt að nota hitun, þar sem plastið þolir ekki slíka meðferð. Hinsvegar er hægt að drepa allar bakteríur með öflugri geislun. Þessi gerilsneyðing- araðferð hefur átt mikinn þátt í því að stórauka útflutning Dana á slíkum 'r læknatækjum. Hins- vegar hefur ekki verið unnið mikið í Ari Brynjólfsson’ eðlisfræð,nBur Danmörku að rannsóknum á geymslu matvæla fyrr en síðasthðið ár. Ástæðan fyrir þessu er sú að svo víðtækra rannsókna hefur verið talin þörf, að eingöngu stórþjóðirnar hafa glímt að nokkru ráði við þær. Mikil geislun hefur skaðleg áhrif á lifandi ver- ur og banvæn séu geislaskammtarnir nógu stór- ir. Geislaskammtarnir mælast í einingum sem nefnast rad, en í sambandi við gerilsneyðingu er oftast notuð yfireiningin kílorad sem er jöfn 1000 rad. Til að drepa æðri hryggdýr þarf um 0,5— 1,0 krad, en bakteríurnar, sem drepa þarf við gerilsneyðingu, þola miklu stærri skammta, allt upp í milljónir rad. En þegar gerilsneyða þarf matvæli með geislun kemur einnig annað atriði til greina, en það eru þau efnaáhrif, sem til greina geta komið, en við sterka geislun getur útlit, lykt og bragð matarins breytzt. Því er ekki hægt að gerilsneyða algjörlega matvæh með geislun. Hefur þurft að gera víðtækar tilraunir til að finna hversu stóra geislaskammta hægt er að nota við hinar ýmsu tegundir matvæla. Þar sem ekki er heldur hægt að gerilsneyða þau algjör- lega, dugir geislunin ein ekki, og hefur því verið reynt að nota geislunina með hinum þekktu geymsluaðferðum eins og frystingu, niðursuðu og reykingu. Niðurstöður þessara rannsókna hafa leitt í ljós, að hægt er að auka stórlega geymslu- þol flestra tegunda matvæla þegar þau eru geisl- uð fyrir frystingu, t.d. geymist ísaður fiskur 3— 5 sinnum lengur sé hann geislaður með 300— 600 krad fyrir ísunina. Augljóst er að vegna fjarlægðar frá sölustöðum gæti slík aukning ger-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.