Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. MAl2004
Fréttir DV
íhugar að
gelda boxer
. „Mér líður hræðilega út
af þessu máli," segir Jó-
hanna Björg Þorsteinsdóttir
en boxer-hundur hennar
drap lítinn pomeranian
hund á Geirsnefi fyrir
nokkrum dögum. Eigandi
pomeranian hundsins hef-
ur íhugað einkamál á hend-
ur Jóhönnu. „Ég vona að
það komi ekki til þess,"
segir Jóhanna og bætir við
að í framtíðinni ætli hún að
halda hundinum frá fjöl-
mennum hundasvæðum
og ja&ivel kaupa ól á hann.
Svo sé hún að íhuga að
gelda hann en það ku róa
hunda.
Skúr brann
Slökkvilið var kallað út
um þrjúleytið í gærdag
vegna elds í skúr við
Tungusel 3. Samkvæmt
upplýsingum frá slökkvilið-
inu mun hafa verið um að
ræða gamla byggingu á
fyrrverandi gæsluvelli borg-
arinnar sem ekld var í notk-
un. Talið er víst að um
íkveikju hafi verið að ræða.
Greiðíega gekk að ráða nið-
urlögum eldsins en skúrinn
mun vera ónýtur.
Ræningi fékk
vægan dóm
Sigurður Sveinsson, 18
ára Hafnfirðingur, hefur
verið dæmdur í 9 mánaða
fangelsi fyrir bankarán í
útibúi Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar, þar sem hann hafði
344 þúsund krónur upp úr
krafsinu eftir að hafa ógnað
gjaldkera með hnífi, með
lambhúshettu á höfði, og
fýrir að hafa haft í fórum
sínum rúm 15 grömm af
amfetamíni.
Fullnustu 6 mánaða af
dómnum er frestað í ljósi
aldurs og þess að Sigurður
hefur iðrast gjörða sinna,
farið í meðferð, stundar
reglulega vinnu og hefur
endurgreitt stærsta hlutarm
af ránsfengnum.
Undanfarna daga hefur lögreglan í Reykjavík lýst eftir tveim stúlkum. Þær heita
Kristvina Linda Magneudóttir og Linda Anh Tuy Mánadóttir. Stúlkurnar vilja
koma þeim skilaboðum á framfæri að þær hafi það fínt, séu ekki týndar, heldur
hafi flúið að heiman. EmmaTrinhThy Nguyen, móðir Lindu, vill fá hana heim og
er henni ekki reið.
„Ég heyrði síðast í henni fyrir um viku síðan,“ segir Emma Trinh
Thi Nguyen, móðir Lindu Mánadóttur, einnar af stúlkunum sem
Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í fyrradag. í tilkynningu lögregl-
unnar var lýst eftir tveimur ungum stúlkum, Kristvinu Lind
Magneudóttur og Lindu Mánadóttur.
í gær hafði elckert spurst til þeirra
og bað lögreglan alla þá sem ein-
hverjar upplýsingar hefðu um ferðir
stúllmanna að hafa samband. DV
hitti stúlkurnar í miðbæ Reykjavík-
ur. Þær segjast ekki vera týndar -
þær hafi einfaldlega strokið að
heiman.
„Ég talaði við mömmu í gær -
hún vildi fá mig heim,“ segir Krist-
vina Lind, önnur stúUcnanna sem
lögreglan hefur lýst eftir en hún er
16 ára gömul. „Ég vildi samt ekki
skilja Lindu eftir eina þannig að ég
ákvað að fara ekki." Vinkona henn-
ar, Iinda, er 14 ára.
Erfitt að vera í felum í Reykja-
vík
Móðir Lindu er áhyggjufull vegna
hvarfs dótturinnar. Hún segist hafa
séð hana síðast fýrir um viku síðan.
Emma kom til landsins árið 1991. Er
flóttamaður frá Víetnam. „Linda er
virkilega góð stelpa og ég er viss um
að hún muni skÚa sér heim," segir
Emma. „Hún hringdi líka í mig í gær
og lét mig vita að henni liði nokkuð
vel."
Þrátt fyrir að dóttir hennar hafi
strokið að heiman segist Emma ekki
vera reið út í hana. „Nei, ég mun
Kristvina Lind Magneudóttir og Linda
Mánadóttir Segjast ekki týndar heldur hafa
strokið að heiman.
ekki skamma hana þegar hún skilar
sér heim," segir Emma. „Ég elska
hana og vona að hún sé heil á húfi."
Iinda hefur ffam að þessu verið
nemi í Seljaskóla en fyrir skömmu
var henni vísað úr skólanum. Áður
en hún strauk átti hún að fara í með-
ferð og hafði móðir hennar vonast til
að hún færi. Kristvina er sjálf ný-
komin úr meðferð. Fór á Stuðla í
janúar. Hún segist hafa verið á
ágætu róli áður en hún var send á
Stuðla. „Þar lcynntist ég nýjum félög-
um sem kenndu mér hvemig maður
lifir af,“ segir hún.
Kristvina og Linda eru báðar
sammála um að það sé erfitt að fara
huldu höfði í Reykjavík. „Það þekkja
allir alla," segja þær. Aðspurðar um
hvernig þær lifi af segja þær að
strákarnir reddi því. Iánda segist
vera nýbyrjuð með strák sem er
rúmlega tvítugur. Hann gefi þeim
peninga, mat og húsnæði.
Lögreglan leitar
„Það er ekki auðvelt að strjúka,"
segir Kristvina. „Ég er samt eiginlega
orðin vön þessu - hef gert þetta
nokkrum sinnum áður." Iinda tekur
í sama streng en segist þó sakna
móður sinnar.
Lögreglan í Reykjavík er ennþá að
leita að stúlkunum. Árni Þór Sig-
mundsson varðstjóri segir að lögregl-
an geri það sem þeir geti til að hafa
upp á þeim. Þetta sé alvarlegt mál og
allir sem hafi upplýsingar um hugs-
anlegan dvalarstað stúlknanna eða
viti um ferðir þeirra síðustu daga em
beðnir um að hafa samband í sima
569 9012. Móðir Kristvinu vildi ekki
tjá sig um málið en lögmaður hennar
segir að mál stúlkunnar sé hjá barna-
verndarnefnd.
„Linda er virkilega
góð stelpa og ég er
viss um að hún muni
skila sér heim."
Kristvina og Linda vilja samt
koma skilaboðum áleiðis til mæðra
sinna. „Mamma: ekki hafa áhyggjur
- mér þykir ógeðslega vænt um þig,"
segir Linda áður en stúlkurnar rölta
af stað og halda áfram í sjálfskipaðri
útlegð í miðbæ Reykjavíkur.
simon@dv.is
Stúlkurnar ekki týndar
heldur ílúlu að heiman
Sippuband slær út svipu
Austfirðingar kunna manna best
að ala upp börn. Það er löngu komið
á daginn. Á Neskaupstað komast
nemendur ekki upp með neinn
moðreyk því kennararnir kunna
svo sannarlega að grípa strax í
taumana þegar þau fara út fyrir
ramma agans. Sundkennarar vita
sem er að ekki tekst að kenna
börnunum sundtökin ef þau eru
spriklandi skipulagslaust um alla
laug. Þegar um er að ræða útilaug
er því nærtækt að kippa þeim upp
á bakkann og kæla niður um
stund. Þetta mun vera sérstaklega
Svarthöfði
áhrifaríkt í frosti.
Sippubönd hafa fram að þessu
aðallega nýst til þess að börn geti
hoppað eftir ákveðinni formúlu án
þess að flækjast í bandinu. Nú hafa
skólayfirvöld eystra uppgötvað að
sippubandið má nota bæði í leik og
starfi. Það þykir vera tilvalið til að
aga börnin sem ekki stunda lang-
stökk, hástökk eða fimleika með
réttum og skipulögðum hætti. Svart-
höfði dáist að því hugmyndaflugi
Hvernig hefur þú það
„Ég hefþað bara gott/'segir Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona, sem fer með
aðalhlutverk I Edith Piafsem verður frumsýnt i Þjóðleikhúsinu í kvöld.„Sýningin
leggst mjög vel í mig. Þetta er náttúrlega stórt hlutverk en þetta hefur allt geng-
ið vel enda hópurinn alveg frábær. Tónlistin er alveg yndisleg og þetta verður
mikiö leikhús þar sem tilfinningar og gleði ráða ferðinni. Ég hlakka mikið til og
hefrólegheitin og góða skapið að leiðarljósi fram að frumsýningu."
leikfimikennara á Austfjörð-
um að nota sippubönd barna
til að binda þau í leikfimis-
tímum. Þar hefur sippu-
bandið komið í stað svip-
unnar. Þessi ögunaraðferð
er næstum því jafn öflug og
sú sem Hafnfirðingar þró-
uðu á leikskólastigi þegar
þeir bundu óþekk börn í
stóla og teipuðu fyrir
munna þeirra. Skilnings-
leysi íslensku þjóðarinnar
varð til þess að Hafnfirð-
ingar urðu að hætta að
teipa börnin. Og nú eru
sligandi agavandamál í
Hafnarfirði þar sem
bömin koma illa öguð á grunnskóla-
stigið. Vonandi verður austfirska
sippubandaleiðin samþykkt og sett
inn í grunnskólalög. Þá munu nem-
endur og kennarar geta sameinast
um sippuböndin og næsta kynslóð
verður svo öguð að enginn
'skortur verður á hermönnum í
væntanlegar sérsveitir íslendinga.
Það má merkja nýja dögun í austri.
Svarthöfði