Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ2004 Fréttir DV Tvö börn á gæsluvelli Gæsluvellir í Reykjanes- bæ verða framvegis lokaðir að vetrarlagi. Aðeins tvö börn að meðaltali hafa sótt gæsluvöllinn við Heiðarból og nýtingin því óveruleg að sögn bæjaryfirvalda. Á hinn bóginn hafi nýting á gæslu- völlum verið góð yfir sumartímann, mest þann tíma sem leik- skólar fara í sumar- leyfi eða 34 börn á dag að meðaltali. Af- henda á frístunda- skólanum eða Heið- arskóla húsnæði Heiðar- bólsvallar til notkunar á vetuma, Brekkustígs- og Heiðarbólsvöllur verða opnir sem gæsluvellir í júní, júlí og ágúst. Þeir grænu á leiðinni Von er á skipinu Esper- anza, því nýjasta í flota grænfriðunga, til landsins í næsta mánuði. Síðasta sumar kom skip þeirra Rainbow Warrior til lands- ins og heimsótti nokkra staði á landinu og vakti at- hygli á herferð grænfrið- unga gegn hvalveiðum. Áformað er að halda um- hverfisráðstefnu hér á landi í sumar sem mun kallast Reykjavík Aspar þar sem fjallað verður um vemdun Atlantshafsins. Skipið verð- ur hérna þegar ráðstefrian fer fram í lok júm' og heldur ekki af landi brott fyrr en undir lok júhmánaðar. Sluppu trygginga- félögin létt? Jóhannes Gunnarsson ' neytendafrömuður. „Já, þau geröu það. Sam- keþþnisyfirvöld telja aö þau hafi ótvlrætt brotiö lög og maöur veltir því fyrir sér hvort aöilarí samfélaginu séu jafnir fyrir lögum. Þaö virðist ekki vera. Mln niöurstaða er aö þau sluppu vel meö lögbrot." Hann segir / Hún segir „Þaö er engin spurning og má m.a. rekja tilþess að rannsókn Samkeppnisstofnunar tók alltoflangan tíma. Rannsókn- in var þeim viövörun um aö endurskoða starfshætti slna. Sjálfstæöisflokki og Framsókn viröist ekkert metnaöarmál aö Samkeþþnisstofnun geti sinnt mikilvægu hlutverki slnu á viöunandi tlma, en hún hefur veriö fjársvelt árum saman.“ Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður Stjórn Myndstefs segir stjórnvöld ekki hafa áhuga á aö koma í veg fyrir stórfelldan þjófnað gallería og uppboðshúsa á höfundarréttargjöldum myndlistarmanna. ítrekað- ar beiðnir til dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra um að grípa inn í hafa ekki borið árangur. Stjdrn Myndstefs segir að gallerí og uppboðshús hafi stolið stór- um upphæðum undanfarin ár með því að rukka höfundarréttar- gjald af þeim myndlistaverkum sem þau hafa haft í endursölu en síðan ekki endurgreitt gjaldið til Myndstefs eins og þeim ber samkvæmt lögum. Vignir Jóhannsson myndlistar- maður og Jóhannes KjarvaJ arkitekt, sem báðir eiga sæti í stjóm Mynd- stefs segja að um hreinan þjófnað sé að ræða. Þeim telst svo til að upp- hæðin sem gallerí og uppboðshús hafi þannig haldið eftir á undan- förnum ámm nemi allt að 10 millj- ónum króna. Það sem verra sé, stjórnvöld virðist ekki hafa neinn áhuga á að bregðast við ítrekuðum beiðnum um úrbætur. Þrátt fyrir að hafa talað við tvo dómsmálaráð- herra og ítrekað við rikislögreglu- stjóra gerist ekkert í málinu. Myndstef sér um höfundaréttar- mál myndlistarmanna á svipaðan hátt og STEF sér um þau mál fyrir tónlistarmenn. „Eitt af lögbundnum gjöldum við endursölu á myndverk- um em 10% höfundarréttargjöld sem gallerí og uppboðshús leggja á við sölu á verkum," segir Vignir Jó- hannsson. „f mörg undanfarin ár hafa þessir aðilar svo ekki staðið skil á þessum gjöldum til okkar sem við teljum ekkert annað en hreinan þjófnað. Hluti af þessum 10% á að fara til höfunda viðkomandi verks en megnið á að renna í sjóð sem síð- an er ætíað að efla og styrkja sam- tímalist hérlendis." Enginn vill taka á málinu Fram kemur í máli þeirra beggja, Vignis og Jóhannesar, að stjóm Myndstefs hafi um árabil reynt að fá stjómvöld til að stöðva þennan þjófn- að en án árangurs. „Við höfúm rætt við bæði núverandi dómsmálaráð- herra og þann sem gegndi embættinu á undan honum svo og ítrekað við ríkislögreglustjóra," segirVignir. „Það eina sem við höfum fengið frá ríkis- lögreglustjóra er frávísun á beiðni okkar með yfirlýsingu um aö málið væri ekki nógu skilgreint." Þeir em báðir mjög óhressir með þessi daufu viðbrögð stjómvalda því málið ætti að vera einfalt í úr- vinnslu. Það gildi jú lög í landinu um að gallerí og uppboðshús eigi að skila þessum gjöldum til Myndstefs. „Það er hreint óforsvaranlegt að þetta ástand sé látið viðgangast ár eftir ár,“ segir Vignir. Jóhannes Kjarval segir að lögin sem hér um ræðir séu frá 1998 með síðari tíma breytingum. „Þetta em höfunda- réttarlög sem verið hafa við lýði lengi," segir Jóhannes. „Og skil á gjöldunum em bundin við lögin um verslun og at- vinnurekstur. Það er því með ólíldnd- um að þetta sé látið viðgangast." Floyd Abrams, lögmaður og prófessor, segir íslensk stjórnvöld á villigötum Frumvarpið stórhættulegt tjáningarfrelsinu Floyd Abrams lögmaður og gisti- prófessor við fjölmiðladeild Colombia háskólans segir að flöl- miðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í óbreyttri mynd sé stórhættulegt tjáningar- og málfrelsinu á íslandi. Hann viti ekki til að í neinu lýðræð- isríki á jörðinni séu í gildi jafn- ströng fjölmiðlalög og stendur til að setja hérlendis. Floyd Abrams hefur verið ötull verjandi málfrelsis í næstum 40 ár og hefur flutt fjölda slíkra mála fyrir Hæstarétti Banda- ríkjanna. Hann var staddur hér- lendis í vikunni á vegum Norður- ljósa hf. og flutti erindi um málið á Nordica-hótelinu í hádeginu í gær- dag. Floyd Abrams er lögmaður hjá Cahill, Gordon og Reindel í New York og hefur unnið fyrir New York Times, ABC, NBC, CBS, CNN og fleiri. Floyd segir að það sé einstakt að íslensk stjórnvöld ætli sér að tak- marka veitingu á sjónvarps- og út- varpsleyfum með þeim hætti sem fjölmiðlafrumvarpið segir til um. „Efni frumvarpsins að þessu leyti staðfestir að því er beint að einu fýr- irtæki og höfuðeigenda þess en að ekki sé um almenn lög að ræða,“ segir Floyd. „Ég get nefnt svipað dæmi frá Bandaríkjunum þar sem reynt var með svipuðum hætti að takmarka umsvif Roberts Mur- dochs. Þótt sagt væri að lögin væru almenns eðlis var auðveldlega hægt að sýna fram á að þeim var aðeins beint gegn honum og því var þeim hafnað af dómstólum. Ég tel að ís- lensk stjórnvöld séu á miklum villi- götum í þessu máli og svo gæti farið ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt að Islendingar standi uppi með einn fjölmiðil í eigu ríkisins í framtíðinni," segir Floyd. Floyd Abrams lögmaður Það finnast hvergi I lýðræðisrlki á jörðinni jafnströng fjölmiðlalög eins og setja á hérlendis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.