Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Page 9
DV Fréttir
Um 700 starfsmenn eru við Kárahnjúka en sveitarfélög fyrir
austan fá ekkert útsvar af 500 starfsmönnum og verða af
verulegum Qármunum. Jónas Þór Jóhannesson, sveitarstjóri
Norður-Héraðs, segir óþolandi að skatttekjur skili sér ekki frá
stærstu framkvæmd íslandssögunnar.
Úlsvar Kárahnjúka-
maana í vanskilum
Starfsmenn
Impregilo vlð
Kárhnjúka Ekkert
iitsvcir greitt i
sveitarsjóð afSOO
starfsmönnum
Engar útsvarstekjur skila sér til sveitarfélaga á Austurlandi vegna
meirihluta þeirra starfsmanna sem vinna við Kárahnjúkavirkj-
un. Sveitarstjóri Norður-Héraðs telur að útsvar af 500 starfs-
mönnum skili sér ekki og krefst hann þess að rfldsvaldið beiti sér
fyrir því að þessar skatttekjur skili sér.
Jónas Þór Jóhannsson, sveitar-
stjóri Norður-Héraðs er ómyrkur í
máli í viðtali við Austurgluggann
sem kemur út í dag og telur „óþol-
andi að verið sé
að vinna að
stærstu fram-
kvæmd íslands-
sögunnar og að
skatttekjur af
þeirri vinnu skili
sér ekki eins og
lög gera ráð fyr-
ir.“ Bendir Jónas
á að um 700
starfsmenn séu
við Kárahnjúka,
um 200 séu frá
löndum utan
Jónas Þór Jóhanns-
son sveitarstjóri
Norður-Héraðs -
Óþolandi að útsvar
skilisérekki
EES svæðisins en 500 frá löndum
innan þess. Þessir 200 hafa verið
skráðir í þjóðskrá og er greitt útsvar í
sveitarsjóði af þeim starfsmönnum.
Aftur á móti gangi ekkert að fá útsvar
af hinum 500, þeir séu ekki skráðir í
þjóðskrá og þó að ár sé liðið síðan
framkvæmdir hófust gangi ekkert að
fá leiðréttingu á þessum málum.
Miðað við viðmiðunartölur um lág-
markslaun hafa sveitarfélög Jónasar
orðið af tugum milljóna króna vegna
þessa.
Sveitarstjórinn bendir á að það
gildi fastmótaðar starfsreglur um er-
lent vinnuafl í öðrum starfsgreinum
og vísar til sjávarútvegsins. Þar gerist
það ekki að erlent starfsfólk geti haf-
ið störf án þess að fá tilskilin leyfl og
skráningu í þjóðskrá. „Það sem ger-
ist þarna á ekki að geta gerst og
gerist ekki annars staðar, að m *
menn geti hafið störf án þess g’
að búið sé að tilkynna og skrá
þá eins og lög gera ráð fyrir,“
segir Jónas í viðtalinu. Einu
svörin sem hann fái frá ríkis-
valdinu séu að skrán-
ingarmál hafi verið
í ólestri og ekki
hafi tekist að
koma málum í
réttan farveg.
Þórarinn V. Þór-
arinsson lög-
maður Impreglio
Deiltum túlkun
tvísköttunarsamn-
ings
Geir ber ábyrgð
Eftir því sem sveitarfélögin eystra
komast næst standa yfir deilur á milli
verktakafyrirtækisins Impregilo og
skattayfirvalda um málið og á meðan
sé allt strand. Telur Jónas Þór að Geir
Haarde, íjármálaráðherra hljóti að
axla ábyrgð í málinu. ,,[Ég] reikna
með því að fjármálaráðherra beri
þama ábyrgðina. Að minnsta kosti
hvað varðar hina endanlegu pólitísku
ábyrgð," segir Jónas. Hann undrast
einnig þögn verkalýðshreyfingarinn-
ar í þessu máli og hefur Austurglugg-
inn eftir honum að hann hræðist
mjög það fordæmi sem gefið sé með
þessu.
Þórarinn V. Þórarinsson, lögmað-
ur Impregilo, segir í viðtali við
„Gluggann“ að ástæðan fyrir
þessum skilaskoiti á útsvari sé
defia skattayfirvalda við
portúgölsku starfsmannaleig-
urnar Nett og Select. Deilt sé um
það hvort greiða eigi skatta
hér á landi fyrstu sex
mánuðina eftir að
starfsmennirnir koma
til landsins. Tekist sé
á um túlkun á tví-
sköttunarsamn-
ingi á milli ís-
lands og Portú-
gals en málið sé til
úrlausnar hjá yfir-
skattanefnd.
Veiðar á ref og mink
Minkurinn er
Heildarkosmaður ríkis og sveitar-
félaga við veiðar á ref og mink frá
1995 til 2004 var um 765 milljónir
króna, eða 85 milljónir árlega að
meðaltali, og skiptist þannig að til
refaveiða fóru 460 milljónir og til
veiða á mink rúmlega 300 milljónir.
Kosmaðurinn hefur vaxið árlega og
var 102 milljónir á síðasta ári.
Þetta kemur fram í svari Sivjar
Friðleifsdóttur umhverfisráðherra
við fyrirspurn frá Gunnari I. Birgis-
syni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.
Gunnar spurði einnig um áætlaða
stofnstærð minka- og refastoíhana
óþekkt stærð
en þar lenti ráðherra í vandræðum.
Svörin voru sæmilega greið varðandi
áætlaða stofristærð refsms; stofninn
hefúr vaxið árlega úr 3.000 árið 1995 í
7.600 árið 2001 eða um 153% og gæti
samkvæmt því nú verið kominn í ná-
lægt 10 þúsund.
Hins vegar kemur fram í svari Si-
vjar að engar upplýsingar liggi fyrir
um stofhstærð minksins. Ráðherra
vimar þó í nýlegt álit nefndar, sem
giskaði á að stofninn sé allt að 35.000
dýr að hausti en „jafiiframt er bent á
að nefndar hafa verið hærri tölur."
„Refurinn hefur fjölgað sér gífur-
Minkur Minnst 35 þúsund minkar eru
utan búra
lega en h'tið er vitað um minkinn. Ég
giska á að hann hafi líka fjölgað sér
mikið því það vantar fjármagn í að
halda úti veiðimönnum," segir
Gunnar um málið. Hann segir að það
þurfi að koma til átaks gegn vargn-
um. „Sveitarfélögin hafa aukið sinn
hlut en ríkið dregist aftur úr og þaðan
verður því átakið að korna."
fridrik@dv.is
Dýrlegur
[amanleikur
frá Georgíu
m m
,rs M j : • > li '■ A , s „Einfaldlega Vto stórbrotið" Tlic Gu.mli.m
Þrettándakvöld Shakespeare í frumlegum flutningi Rustaveli-leikhússins
Þjóðleikhúsið 14. og 15. maf
Marc-André Hamelin flytur m.a. verk
eftir Franz Liszt
Háskólabíó 15. og 16. maí
Guðný og
Árstíðirnar
Konsertmeistari í 30 ár!
Guðný Guðmundsdóttir leikur Arstíðirnar
eftir Vivaldi með nemendum sínum
____________íslenska óperan 18. maí______
Olga Borodina með Sinfóníuhljómsveit íslands
syngur aríur úr Carmen og Samson og Delíla
Háskólabíó 19. og 22. maf
„Tvímælalaust
fegursta söngrödd
samtímans“
The New York Times
Stórtónleikar
rússnesku dívunnar
Miðasalan opin kl. 10-18
Bankastræti 2, s. 552 8588 og á www.artfest.is
Heitt á könnunni og ítarleg dagskrá liggur frammi
Listahátíð
í Reykjavík