Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 6. MAl2004
Sport DV
Afturá
sjúkrahús
Diego Maradona er
kominn aftur inn á spítaia.
Það vekur vissulega athygli
því aðeins eru 12 dagar
síðan hann útskrifaði
sjálfan sig af einum slíkum
eftir að hafa lent á gjör-
gæslu með hjarta- og
lungnavandræði. Mara-
dona átti í vandræðum
með andardrátt er hann
kom á spítalann og virðist
h'tið hafa braggast frá því
hann fór út en hann var
ekki að hvíla sig mikið
heldur fór hann beint í golf
'** um leið og hann losnaði af
spítalanum.
Slegist um
Bernabeu
Man. Utd, Arsenal
og Chelsea berjast
þessa dagana um
spænska ungstimið
Gerard Pique
Bernabeu. Þessi 17 ára
vamarmaður er á mála
hjá Barcelona en þeir
em taldir vilja selja
strákinn sem þykír einn
efnilegasti varnar-
maður sem hefur
komið fram lengi.
Bemabeu er bamabam
fyrrum varaforseta
Barcelona, Amador
Bemabeu.
Ronaldinho
til sölu?
Svo gæti farið að
Brasilíumaðurinn, Ronald-
inho, verði seldur frá
Barcelona í sumar - ári eftir
að hann gekk í raðir félags-
ins. Það var hinn málglaði
varaforseti félagsins,
Sandro Rosell, sem greindi
frá þessu í gær. „Við viljum
halda manninum en ef það
kemur tilboð upp á 60
milljónir punda þá verða
menn að íhuga málið mjög
alvarlega," sagði Rosell.
Keown til
Pompey?
Harry Redknapp,
stjóri Portsmouth, er
æstur í að gera samning
við hinn 37 ára gamla
varnarmann, Martin Ke-
own, en samningur hans
við Arsenal rennur út í
sumar. „Ég myndi ekki
hika við að semja við Ke-
ovm og gerði það á
morgun ef ég gæti. Hann
er frábær atvinnu-
maður,“ sagði Re-knapp.
Keown fær ekki nýjan
samning hjá Arsenal.
Það var mikil spenna i Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld þegar fyrsta viðureign
ÍBV og Vals um íslandsmeistaratitilinn fór fram. Margir áttu von á öruggum sigri
ÍBV en því fór víðsfjarri því leikurinn var æsispennandi allt til enda.
IBV marði sigur á Val
eftir framlengdan leik
Valsstúlkur komu flestum öðrum en sjálfum sér á óvart í Eyjum
í gærkvöld þegar þær léku fyrsta leik sinn gegn heimastúlkum í
úrslitum íslandsmótsins. Flestir höfðu tippað
á öruggan sigur ÍBV en það voru gestirnir
sem voru sterkari lengst af og hefðu með
smá heppni, getað landað dýrmætasta sigri
liðsins í vetur. En Eyjaseiglan er dýrmæt í '
leikjum sem þessum og það var fyrirliði ÍBV, Elísa
Sigurðardóttir, sem bæði tryggði ÍBV
framlengingu og innsiglaði svo sigurinn undir
lokin.
Leikurinn fór fjörlega af stað og
Eyjastúlkur voru betri. En það var
aðeins þannig fyrstu mínúturnar því
eftir það voru það gestimir sem vom
betri og leiddu lengst af. Varnar-
leikur þeirra var gríðarlega öflugur,
með Hafrúnu Kristjánsdóttur sem
klippti Önnu Yakovu nánast úr leik.
En þrátt fyrir að Valur væri sterkari
aðilinn framan af þá náðu þær aldrei
að hrista Eyjastúlkur af sér og í síðari
hálfleik náðu heimastúlkur góðum
leikkafla þar sem þær breyttu
stöðunni úr 16-19 í 21-19.
Þar með reiknuðu flestir með að
björninn væri unninn en ekki
leikmenn Vals. Þær héldu
einfaldlega áfram að berjast og
höfðu leikinn í hendi sér undir lokin.
Það kom hins vegar í hlut Eh'su
Sigurðardóttur að tryggja ÍBV
framlengingu þegar aðeins tólf
sekúndur voru eftir og það gerði hún
svellköld með því að vippa yfir
landsliðsmarkvörðinn Berglindi
Hansdóttur.
Spenna í framlengingu
í framlengingunni voru taugar-
nar þandar til hins ýtrasta og
mistökin urðu mörg. Það var svo
ekki fyrr en undir lok síðari hálfleiks
að dró til tíðinda. Valsstúlkur fengu
tækifæri í stöðunni 30-30 til að
skora en í stað þess
var það Alla Gokorian sem kom ÍBV
yfír úr vítakasti þegar skammt var til
leiksloka. Valsstúlkur fengu
tækifæri á að jafna en þær náðu ekki
að skjóta á markið, misstu boltann í
hendumar á Eyjastúlkum sem
þökkuðu fyrir sig og tryggðu sér
tveggja marka sigur í hreint
mögnuðum leik.
Það verður ekki annað sagt en að
ef þetta er það sem koma skal í
úrslitum kvennaboltans þá er von á
góðu. Valsstúikur báru enga
virðingu fyrir stórliði ÍBV en það
hefði verið gríðarlega sterkt fyrir þær
að sigra í Eyjum í gærkvöld og vinna
þannig upp heimaleikjaréttinn. En
það var engan bilbug að finna á
Guðríði Guðjónsdóttur, þjálfara Vals
í leikslok.
Köstuðum leiknum frá okkur
„Við töpuðum þessum leik, mér
fannst þær ekki vinna þetta heldur
köstuðum við þessu frá okkur undir
lokin. Við vorum að spila frábæra
vöm framan af en svo missum við
aðeins einbeitingu í seinni hálfleik.
Við förum aðeins fram úr okkur og
ætlum að rjúka í sókn án þess að
klára varnarleikinn. í framhaldi
kom upp einstaklingsframtök en við
erum ekki með þannig lið að
svoleiðis gangi upp. Við þurfum að
vinna þetta á íiðsheildinni, allan
leikinn og það ætlum við að
gera á fimmtudaginn.“
Engin þreyta
Aðalsteinn Eyjólfsson,
þjálfari ÍBV, stýrir nú
ÍBV í síðustu
leikjum sfnum þar
sem hann er á
leið til
Þýskalands
næsta vetur.
Hann sagði
að leikurinn
hefði verið
leikur
margra
ÍBV-VALUR
32-30
„Það verður ekki annað sagt en að efþetta er
það sem koma skal í úrslitum kvennaboltans
þá er von á góðu."
Sterk
að venju
Guðbjörg
Guðmarmsdóttir
átti fínan ieik með IBV
á þriðjudag og skoraði
fjögur mörk.
mistaka. „Það eru allir að tala um
hversu öflugar varnir voru í þessum
leik en mér fannst þetta frekar vera
of mörg mistök. Við vorum að
senda í lappirnar á okkur, skutum í
stöng og þetta er bara eitthvað sem
einkennir stundum svona leiki. Við
fórum í einstaklingsvinnu í leiknum
eftir ágæta byrjun, boltinn náði
aldrei að fljóta í sókninni og þess
vegna lentum við í vandræðum.
Við þurfum að laga hjá okkur
Gangur leiksins: 1-0,4-5,8-8,
(10-121,11-12, 16-19,21-19,
24-22, 25-26, 26-26! 26-27, 27-28,
(28-29), 29-29, 30-30, 32-30.
Ibv
Mörk (skot): Alla Gokorian 9/3
(16/3), Birgit Engl 8 (9), Sylvia Strass
5 (7), Guðbjörg Guðmannsdóttir 4
(7), Elísa Sigurðardóttir 3 (3), Anna
Yakova 3 (13/1).
Varin skot: Julia Gantimorova
20/1 (50/5) 40%
Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Guð-
björg 3, Alla 2, Birgit 1).
Vítanýting: 3 af 4 vítum (75%).
Fiskuð vfti: Alla 2, Birgit, Sylvia.
Brottvlsanir: 2 mínútur.
VALUR:
Mörk (skot): Árný ísberg 8 (9), Sig-
uriaug Rúnarsdóttir 6(13/1), Arna
Grímsdóttir 4 (5), Elfa Björk Hregg-
viðsdóttir 4 (6), 3 (5), Ágústa Edda
Björnsdóttir 2/1 (6/2), Díana
Guðjónsdóttir 1/1 (2/1), Anna
María Guðmundsdóttir 1 (1),
Gerður Beta Jóhannsdóttir 1 (10).
Varin skot: Berglind fris Hansdóttir
18/1 (50/4)36%.
Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Sigur-
laug 2, Arna 2, Árný, Elfa, Anna
\ M).
Vítanýting: 2 af 4 vítum (50%).
Fiskuð víti: Ágústa, Gerður,
Árný, Sigurlaug, Hafrún.
Brottvísanir: 10 mínútur.
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson
og Ólafur Haraldsson (4)
Gaeði leiks: 5
Áhorfendur: 270
Best á vellinum: Birgit Engl ÍBV
sóknarleikinn fyrir fimmtudaginn,"
sagði Aðalsteinn en hann vill ekki
meina að ÍBV-liðið sé orðið þreytt.
„Allt tal um þreytu orsakar þreytu.
Við erum ekkert þreytt, heldur erum
við rétt að byrja og við ætium okkur
að halda áfram. Það er enginn
þreyttur í svona leikjum."
jg>
Kristinn Friðriksson tekur við Grindavík
Ograndi verkefni
Kristinn Friðriksson, sem þjálfað
hefur Tindastól á Sauðárkróki
undanfarin fimm ár, skrifaði í
fyrradag undir samning um að þjálfa
Uð Grindavíkur í Intersport-deildinni
í körfuknattleik næstu þrjú árin.
Kristinn, sem tekur við af Friðriki
Inga Rúnarssyni, sagði í samtali við
DV Sport í gær að hann hefði ekki átt
von á því að fara að þjálfa í Grindavík
enda hefðu hlutirnir gerst hratt á
síðustu dögum.
„Grindavík er mjög spennandi
félag, með mikinn metnað og gott
vinnuumhverfi og ég tel að ég sé
tilbúinn til að takast á við það
verkefni að stýra liði sem ætlar sér
ekkert nema titla.
„Þetta er ögrandi verkefni og hluti
af áskoruninni að fara til liðs sem
ætlar sér að berjast um titla. Við
viljum vinna í það minnsta einn titil á
ári og sættum okkur ekki við minna,“
sagði Kristinn sem ætlar sér að spila
með Grindavíkurliðinu á næsta
tímabili ef skrokkurinn leyfir.
„Vonandi hef ég ekki sagt mitt síðasta
orð sem leikmaður en það verður
bara að koma í ljós þegar nær dregur
tímabihnu."