Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ2004 Fókus DV nyfflB'ifSiMipHa Gloss vinsælt Förðun kvenfólks tekur stakkaskiptum á sumrin. Konur kjósa að mála sig í afar ljósum litum og nota ljóst gloss á varirnar. Gloss er afar heitt um þess- ar mundir og verður vinsælla eftir því sem líður : á sumarið. Sumarförðun er afar létt og ekki mikið um skygg- ingar og þannig útfærslur. Einnig er nauðsynlegt fyrir konur að eiga sólarpúður þegar daginn fer að lengja. Sólarpúður fyrir karl- menn Karlpeningurinn þarf ekki að kvarta því nýja sól- arpúðrið frá Jean Paul Gaultier er ætíað karl- mönnum og er því fyrir grófa húð. Sólarpúðrið er jafn nauðsynlegt körlum og konum og eiga þeir nú kost á sérstöku púðri. Sér- staklega er sól- • arpúðrið ómissandi á sumrin þar - sem allir vilja líta hraust- lega út þegar dag- inn tekur að lengja. Það að karlmenn máli sig er ekk- ert feimnismál. í sumarfíling í kvart- buxum Eitthvað sem alltaf dettur inn sumar eftir sumar eru kvartbuxur. Það er nánast orðið að lögum að kvartbuxur séu sumar- buxur allra. Hægt er að fá dömu- og herrakvartbux- ur og fást þær víða. Það hefúr í gegnum tíðina þótt afar smart að ganga í kvartbuxum og ekki verra ef skóbúnaðurinn er smart líka. Sandalar fyrir herra og támjóir fyrir kon- ur er algjört möst með kvartbuxunum. Sumarilmvötnin í ár Sumarilmurinn fyrir konur þetta árið er án vafa ilmurinn frá Burberry sem heitir Brit. Hefur hann mælst vel fýrir hjá konum rnn og yfir þrítugsaldur- inn. Fyrir yngri konur er Escada Island Kiss að tröllríða öllu. Sun Man frá Jil Sander hefur notið gríð- arlegra vinsælda hjá herramönnum enda ferskur og sumarlegur í Gervineglur hafa notið gífurlegra vinsælda meðal kvenna síðustu ár. Miklar fram- farir hafa orðið og meira að segja karlmenn eru farnir að hugsa um neglurnar á sér. Hægt er að velja um gel- og akrýlefni og ýmsar útfærslur á nöglum. DV tók púlsinn á því heitasta í nöglum. Konun eru alltaf íínar meö gervineglur hvort sem þær n í ballhjól eii æfingagalla Sigga Dögg „Þetta er eins og lýtaaðgerð og maður er alltaf fínn hvort sem mað- ur er I ballkjól eða æf- ingagalla Neglurnar pussaðar Það er mikið nákvæmnisverk að setja fallegar gervineglur á. „Það er mjög mikið um það að konur fái sér gervineglur," segir Sigga Dögg hjá Naglafegurð en hún og íris ívarsdóttir hafa í nógu að snúast þar sem mikil eftirspurn er eftir gervinögl- um og einnig kenna þær naglaásetn- ingar. „Þetta er eins og lýtaaðgerð og maður er alltaf fínn hvort sem maður er í ballkjól eða æfingagalla," segir hún um kosti gervinagla. En sam- kvæmt þeim stöllum eru íslenskar konur ekki með góðar neglur sem ábyggilega er hægt að kenna veður- farinu um. „Svo hafa nútímakonur engan tíma til þess að pæla í nöglun- um heima hjá sér því það er alltof mikið að gera,“ segir Sigga Dögg. Sigga Dögg segir að það nýjasta í akrýlnöglum séu glimmerneglur með glærum tipsum þannig að það fram- kallast litur báðum megin. „En svo er komin ný bylting í gelnöglum,“ segir hún og bætir við að efnið heiti ibd og sé svona „extreme lína“. „En maður getur ráðið styrkleikanum á hvern og einn en línan er sterk.“ Svo er þetta mikið notað á tæmar. En af hverju fá konur sér gervineglur á tærnar? „Það er ábyggilega bara í fegrunarskyni. Þetta gerir ekkert smá mikið fyrir tærnar. Táneglurnar vaxa sjö sinnum hægar en neglurnar á höndunum þannig að þetta helst mjög lengi á tánum," segir Sigga Dögg sem mælir ein- dregið með því að fólk fái sér gel á tásuneglurnar. En að sögn hefur verðið á nöglunum staðið í stað síðustu tvö árin og er því viðráðanlegt. „Árangurinn er góður og konurnar hjá okkur em ofboðslega ánægðar en þær þurfa að koma aftur til okkar eftir fyrsta mánuðinn í lagfæringu," segir Sigga Dögg og bætir því afar pent við að karlmenn séu farnir að færa sig upp á skaftið í þessum efnum. „Það er mik- ið um að karlmenn séu að koma í handafegurð og fái sér næringu á neglurnar. Svo em naglaböndin mýkt upp og klippt og snyrt. Næringin hefur engan glans en það framkallar allt annan Ut á nöglunum. Síðan er þetta voða einfalt og þeir geta notað þetta líka heima hjá sér,“ segir hún hlæjandi en svo virð- ist sem karlmenn séu farnir að spá miklu meira í þessum hlutum en hér áður fyrr. Nýi lyktar- og sótlausi arininn sem fæst í Húsgagnahöllinni er sniöug nýjung. Nú geta allir skapað rómantískar aðstæður Hver vill ekki geta kveikt upp í arninum og notið þeirra dásemda sem eldurinn gefur frá sér? Auðvelt er að skapa rómantískar aðstæður með arni og er afar notalegt að geta legið fyrir framan arininn með góða bók. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga aðgang að einum slíkum en nú gefst öllum kostur á að notast við arin, sama á hvaða hæð fólk býr og í hvers konar húsakynnum. Það nýjasta til heimilisins er ar- inn sem er með öllu lyktarlaus. Þennan arinn er hægt að fá í ýmsum útfærslum og í mörgum stærðum í verslun Húsgagnahallarinnar. Arininn sem um ræðir er úr viði en úr járni að innan þar sem eldurinn kviknar. Inni í honum eru geldósir sem kveikt er í og eins konar viðar- drumbur úr steini. Þegar kveikt er í geldósunum dansar eldurinn í steininum upp fyrir geldósirnar og gerir eldinn raunverulegan. Það snarkar í eldinum, sótar ekkert af arnin- um og hann er eins og áður sagði með öllu lyktarlaus. Þessi arinn er mjög vinsæll og er sniðugur til heimilisins svo ekki sé talað um í sumar- bústaðinn. Svona ar- inn er orðinn gífur- lega vinsæll og þykir afar smart mubla á heimilið. Þetta er snið- ug nýjung og flott hönnuð og getur sett fallegan svip á umhverfið Arinn með bókahillu Verð 69.980

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.