Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004
Fréttir DV
Anette Cummings, 25 ára sænsk stúlka, hefur orðið fyrir áreiti starfsmanna á
KeflavíkurfLugvelli ellefu sinnum þegar hún hefur komið hingað til lands. Á
sunnudaginn var hún sökuð um að bera á sér fíkniefni og sagt að hypja sig heim
ef henni geðjaðist ekki að aðferðum tollvarða. Hún og íslenskur kærasti hennar
segja að rasismi sé landlægur við landamærin.
Irakarfá
Saddam
Saddam Hussein, fyrr-
verandi harðstjóri í írak,
og æðstu embættismenn
verða framseldir til íraka
áður en bráðabirgðastjórn
verður mynduð í landinu í
lok júní. Um eitt hundrað
embættismenn eru nú í
haldi hernámsliðsins. Sal-
em Chalabi, yfirmaður
stríðsglæpastólsins vegna
íraks, staðfesti þetta í gær
og sagði réttarhöld yfir
mönnunum hefjast í byrj-
un næsta árs. Stríðsglæpa-
dómstóllinn hefur þegar
tilnefnt dómara og sak-
sóknara. Ákærur hafa þó
ekki verið lagðar fram og
ekki er heldur víst að
Saddam verði meðal þeirra
fyrstu sem leiddir verða
fýrir dómara.
Hvergi meiri
viðskiptahalli
Efnahags- og framfara-
stofnunin (OECD) spáir því
að hagvöxtur hér á landi
verði 3,8% í ár og 4,9% á
næsta ári, en
stofnunin birti
uppfærða spá í
gærmorgun.
OECD segir að
umtalsverður
halli sé orðinn á
viðskiptajöfn-
uði en hækkun
gengis krónunnar ásamt
framleiðnivexti hafi haldið
verðbólgu lágri. Spáir
stofnunin því að viðskipta-
hallinn fari upp í 8,7% af
landsframleiðslu á næsta
ári og að verðbólgan verði
þá 3,5% eða um prósentu-
stigi yfir verðbólgumark-
miði Seðlabankans. í engu
öðru aðildarríki stofnunar-
innar mun viðskiptahallinn
verða meiri á því ári.
Þingmenn
í boðsferð?
Oddur Ástráðsson
formaður Ungra vinstri grænna
„Ég bauðst til að setja handfarangur minn í gegnumlýsingu og
ekkert athugavert fannst. Engu að síður kom tollvörður aðvíf-
andi og skipaði mér að koma í bakherbergi. Þegar ég spurði
hvers vegna, sagði hann mér að koma strax. Þar var öskrað á
mig,“ segir Anette Cummings, 25 ára sænsk stúlka, sem hefur
verið búsett hér á landi í rúmt ár.
Anette starfaði áður sem bókari á
alþjóðaflugvellinum í Stokkhólmi og
þekkir verklag þar. Þrátt fyrir að hafa
aldrei verið stöðvuð á erlendum
flugvöllum hefur hún verið stöðvuð
af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli í
11 af 12 komum sínum hingað til
lands. Eina skiptið sem hún var ekki
stöðvuð hafði farangur hennar tafist
og kom ekki með fluginu. Á sunnu-
daginn kom hún með flugi frá Kaup-
mannahöfn og var ein stöðvuð af
hundrað manna farþegahópi.
„Þegar ég hafði verið færð inn í
yfirheyrsluherbergið mátti ég ekki
setjast niður. Ég bauð tollverðinum
að rannsaka allan farangur minn en
hann gerði það ekki. Ég spurði hann
hvort hann væri að leita að fíkniefn-
um og sagði honum að finna fíkni-
efni og slá í gegn,“ segir Anette.
Tollvörðurinn greip ummælin á
lofti og hreytti í hana: „Þú sagðist
vera með fíkniefni." Var þá annar
tollvörður kallaður til. „Hún viður-
kenndi að hafa fíkniefni," sagði fyrri
tollvörðurinn við þann seinni. Þeir
neituðu að gefa upp nöfn sín þegar
Anette spurði um þau. Anette hélt
áfram að spyrja hvað þeir vildu
henni og hvers vegna hún væri
stoppuð í hvert skipti sem hún
kæmi til landsins. „Seinni tollvörð-
urinn stóð 10 sentímetra frá mér og
öskraði framan í mig með fingurinn
á lofti," segir hún. „Ég sagði honum
að benda ekki á mig og spurði hann
hvers vegna hann öskraði. Þá sagði
hann: Þú getur farið aftur heim ef
þetta hentar þér ekki," segir Anette,
sem var ráðlagt af seinni tollverðin-
um að passa sig áður en hann lét sig
hverfa. Anette bað fyrri tollvörðinn
um yfirmanninn en hann sagðist
„Ég sagði honum
að benda ekki á mig
og spurði hann hvers
vegna hann öskraði.
Þásagðihann: Þú
getur farið aftur heim
efþetta hentar þér
ekki."
sjálfur vera yfirmaðurinn. Kári
Gunnlaugsson, tollstjóri á Keflavík-
urflugvelli, segist ekki hafa verið
viðstaddur þegar Anette var stopp-
uð í tollinum. Hann tjáir sig ekki um
einstök mál. „Við munum fara yfir
málin og gefa okkar skýringu til okk-
ar yfirvalda. Ég kannast ekki við að
við veljum fólk eftir litarhætti eða
öðru slíku til þess að leita. Við höf-
um ekki verið sakaðir um það í toll-
gæslunni að vera rasistar. Það hefur
verið lögð rík áhersla á að vinna af
fagmennsku og taka ekki ákveðna
þjóðþætti eða þjóðflokka sérstak-
lega fyrir. Við byggjum oft okkar leit
á leitarhundum og hundarnir eru
litblindir til dæmis, þeir þekkja ekki
muninn á svörtum eða hvítum,"
segir hann.
Ómar Grétarsson, fisksali í
Reykjavík, erkærastiAnette. Honum
þykir það ömurlegt að kærasta hans
mæti fordómum í hvert skipti sem
hún kemur til landsins. „Þegar ég
kom með henni í flugi seinast
spurðu landamæraverðirnir mig
hvaðan hún væri. Ég sagði þeim að
spyrja hana sjálfa. Þá var hún tekin
sérstaklega fyrir, beðin um skilríki
og svo framvegis en ég var látinn í
friði. Það blasir við að hún er aðeins
stöðvuð af því að hún er dökk," seg-
ir hann. Sýslumaðurinn á Keflavík-
urflugvelli hefur einu sinni beðið
hana afsökunar á framferði
landamæraverða, en þau segja ekk-
ert hafa breyst við það.
Anette segist íhuga að hætta að
koma til landsins. „Vandamál mitt
er ekki landið heldur landamærin.
Þetta eru fyrstu kynni útlendinga af
íslandi. Mér þykír það sorglegt að
rasismi sé það fýrsta sem fólk upplif-
ir hjá starfsmönnum við landamær-
in og fýrstu fulltrúum þjóðarinnar.
Af hverju hef ég aldrei verið stoppuð
á öðrum flugvöllum?"
jontraustítgídv.is
„Auðvitað er það ekki eðlilegt
að atþingismenn þiggi risnu af
einkafyrirtækjum. Slíkt dregur
úr trúverðugleika þeirra."
Hann segir / Hún segir
„Boðsferðir eru á gráu svæði.
Ég tel þó að þingmenn geti í
flestum tiivikum metið það
sjálfir hvort þiggja beri slík
boð."
Guðný Hrund Karlsdóttir
sveitarstjóri á Raufarhöfn
Össur segir umboðsmann fella dóm yfir Birni
Samfelld
Össur Skarphéðinsson, formað-
ur Samfylkingarinnar, sagði emb-
ættisfærslur Björns Bjarnasonar
dómsmálaráðherra valdhroka og
vísaði til skipunar Björns á Ólafi
Berki Þorvaldssyni í Hæstarétt og
viðbrögð ráðherra við gagnrýni
umboðsmanns Alþingis. í utandag-
skrárumræðu í gær sagði Össur að
álit umboðsmanns Alþingis væri:
„...samfelld rassskelling frá upphafi
til enda í garð ráðherra." Björn
Bjarnason aftur á móti tók fram í
málsvörn sinni að hann teldi
ástæðu til að skoða alvarlega
ábendingar umboðsmanns Alþing-
is. Björn tók þó fram að Hæstiréttur
hefði talið alla umsækjendur um
stöðuna hæfa og að skipun sín
rassskelling
hefði verið á málefnalegum for-
sendum. Þá telur Björn ekki rétt að
breyta fyrirkomulaginu á skipun
hæstaréttardómara eins og Össur
hafði spurt hann um.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
tók þátt í utandagskrárumræðunni
og kom vini sínum dómsmálaráð-
herra til varnar. Segir Davið m.a. að
sér virðist sem þingmenn hefðu
ekki kynnt sér álit umboðsmanns
nægilega vel. Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður VG, segir að embætt-
isfærsla dómsmálaráðherra hafi
hlotið almenna fordæmingu og fall-
einkun enda um brot á lögum að
ræða. Guðmundur Árni Stefánsson,
Samfylkingunni, segir að röksemdir
ráðherra fyrir embættisveitingunni
séu í besta falli kattar-
þvottur og að koma
þurfi þessari ríkisstjórn
frá í hvelli. Sigurður
Kári Kristjánsson,
Sjálfstæðisflokki, seg-
ir að ráðherra hafi
ekki brotið lög og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir,
Samfylkingunni, segir að
ummæli ráðherra í
málinu beri vitni
um valdhroka og
óskammfeilni.