Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004 Fréttir DV Hvað þýðir þetta fyrir fjölmiðlana? Stöð 2 Verður svipt leyfi til útsend- inga í júní 2006 ef ekki verður breyting á eigendahópi móðurfé- lagsins. RÚV Frumvarp- ið hefur helst þau áhrif að vera beint gegn helsta samkeppnisaðila Ríkisút- varpsins enda hafa for- svarsmenn RÚV lýst stuðn- ingi við frumvarpið. Frum- varpið hefur engin bein áhrif á starfsemi RÚV og stöðu þess á íslenskum fjöl- miðlamarkaði. Skjár 1 Breytinga- ■ tillögur alls- herjarnefndar Alþingis gera það að verkum að frum- varpið hefur engin áhrif á Skjáinn eins og staðan er í dag. Eigendur Viðskipta- blaðsins, sem kemur út tvisvar í viku, mega áfram eiga hlut sinn í Skjá einum. Morgunblaðið Frumvarpið hefur ekki bein áhrif á starfsemi blaðsins. Það kemur þó í veg fyrir að Morgunblaðið geti haslað sér völl í út- varps- eða sjónvarpsrekstri sem er eitthvað sem nokkrum sinnum hefur komið til tals á meðal eig- enda Morgunblaðsins og Árvakur tekið þátt í. DV Má ekki vera lags sem einnig miðla en getur líkt og áður birt það sem blaðið kýs, innan laga og reglna. Lög um fjölmiöla munu ekki stöðva gagnrýna umíjöllun DV um íslenska og erlenda ráðamenn. Fjölmiðlalögin munu þýða að eigenda- tengsl mega ekki vera milli DV og Stöðvar 2 og að leysa verður upp móðurfélagið Norðurljós. Fréttablaðið Má ekki vera í eigu fé- lags sem einnig á ljós- vakamiðla. Fjölmiðlalögin munu þýða að eigendatengsl mega ekki vera milli Frétta- blaðsins og Stöðvar 2 og að leysa verður upp móðurfé- lagið Norðurljós. í eigu fé- á ljósvaka- Forseti getur einn sti Halldór Blöndal forseti Alþingis segir að fjölmiðlafrumvarpið verði rætt í striklotu og ekkert annað mál tekið fyrir á meðan. Sigurður Líndal lagaprófessor, sem ásamt fjölda annarra telur frumvarpið enn brjóta gegn stjórnarskrá, telur að forsetinn eigi að koma til landsins vegna málsins. Davíð og Halldór himinlifandi með breyt- ingarnar en stjórnarandstaðan telur breytingarnar engu breyta. Álit tveggja nefnda þingsins tilgangslaus. „Mér finnst að hann eigi að vera á landinu hvort sem hann kýs að stað- festa lögin eða ekki,“ segir Sigurður Líndal, prófessor emeritus um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta. Sigurður segir að málið sé svo mikilvægt að sínu mati að forseúnn eigi að vera á landinu við lokaafgreiðslu þess. For- seti er fjarverandi til laugardags en áformað er að afgreiða fjölmiðlafrum- varpið sem lög í síðasta lagi á föstu- dag. I fjarveru forseta staðfesta hand- hafar forsetavalds lögin, þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Halldór Blöndal, forseti þings og Markús Sig- urbjörnsson, forseti Hæstaréttar. Nægir að tveir af þremur staðfesti lög- in. DV greindi frá því á mánudag að Ólafur Ragnar íhugi að neita að stað- festa lögin og skjóta þeim til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þegar hefur verið þrýst á forsetann að bregðast þannig við en fjarvera hans getur sett strik í reikn- inginn. Hann er nú í Mexíkó en verður á föstudag viðstaddur brúðkaup danska krónprinsins, nema hann svari kalli og láti sig vanta við brúð- kaupið. Sigurður telur að frumvarpið sé eitt fárra mála í 60 ára sögu lýðveld- isins sem henti mjög vel til að láta reyna á þann öryggisventil sem forset- inn hefur til að skjóta umdeildum málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur fjölnúðlalögunum ef marka má skoðanakannanir. Nýverið gerði Gallup könnun sem sýndi að tveir af þremur fslendingum em á móti því og í könnun sem Fréttablaðið birti í gær sýnir sig að ríflega 80% þjóðarinnar em andvígir lagasetningunni. Málið keyrt áfram með svipu Halldór Blöndal forseti Alþingis hefur í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að fjölmiðlaffumvarpið verði keyrt í gegn í nánast einni striklotu og boðað að frumvarp- ið verði að lögum fyrir vikufok, hvað sem tautar og raular. Halldór lýsti því yfir í gær á fundi með formönnum þingflokka að engin önnur mál yrðu tekin fyrir á þingi fram að samþykkt fjölmiðlafnunvarpsins og að alls óvíst væri að frumvarpið færi aftur til allsherjamefndar milli annarrar og þriðju umræðu. Kristján L. Möller, starfandi þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, segir að Halldór hafl lýst því yfir að umræðan sem hófst síðdegis í gær myndi halda áffam svo lengi sem þurfa þyrfti og yrðu kláruð um leið og mælendaskrá tæmdist. „Hann sagði jafnffamt að ef umræðan kláraðist í nótt (sem leið) þá færi atkvæða- greiðsla um málið og vísan til þriðju umræðu fram þá um nóttina og þing- menn ræstir út til þess. Hann sagði að þriðja umræða yrði tekin upp í beinu framhaldi af því. Ég spurði sérstaklega eftir því hvort málið yrði virkilega ekki tekið til nefndar milli annarrar og þriðju umræðu, eins ogyfirleitt er gert ef um er beðið, en það var ekki á hon- um að skiljast að það yrði gert. Hann lýsti því þvert á móti yfir að málið yrði keyrt í gegn og sagði að það yrði eina málið á dagskrá þar til því yrði lokið - engin önnur mál sett á dagskrá. Ég spurði sérstaklega út í störf mennta- málanefndar og efnahags- og við- skiptanefndar vegna þessa og það kom fram sú túlkun að rími þessara nefnda væri liðiim." Klárað í vikunni Kristján sagði því ljóst að umsagn- ir ffá menntamála- og efnahags- og viðskiptanefndum þingsins skiptu engu máli fyrir stjómarliðana. „Guð einn veit hvernig formenn þessara nefnda bregðast við þessu, þeir Pétur H. Blöndal og Gunnar I. Birgisson, enda erfitt að ráða í hvað stjórnarþingmenn em að hugsa í dag." Magnús Þór Hafsteinsson, þing- flokksformaður Frjálslyndra, staðfest- ir skilning sinn á boðskap forseta þingsins. „Hann sagði að málið yrði klárað í vikunni. Ég túlka umræðumar þannig að það sé reiknað með þriðju umræðu og lokaatkvæðagreiðslu um málið jafnvel á fimmtudag. Alténd er miðað við að málið verði afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir lok vikunnar. Á meðan yrðu önnur mál ekki tekin á dagskrá." Höftin skilyrt við þá stærstu Meirihluti allsherjarnefndar leggur fram breytingatillögur í 6 liðum við fjölmiðlaffumvarp ríkisstjórnarinnar og er ljóst að talsmenn rfldsstjórnar- flokkanna em himinlifandi með ár- angurinn og telja sig hafa komið til móts við allar gagnrýnisraddir. Meirihlutinn leggur m.a. til að tak- mörkun á veitingu útvarpsleyfis til markaðsráðandi fyrirtækis miðist við meira en tveggja milljarða króna veltu, en þó þannig að slikt fyrirtæki megi eiga allt að 5% af eign í fýrirtæki með útvarpsleyfi, að hámark frests frá út- varpsréttarnefhd til fyrirtækis að koma eignarhlutfalli í lag verði lengd- ur úr 60 í 120 daga og að sett sé inn ákvæði sem nauðsynlegt sé til „að verjast því að óvinveitur aðili sem ekki uppfýllir skilyrði útvarpslaga kaupi sig inn í útvarpsfýrirtæki til þess eins að eyðileggja rekstrargmndvöll slfks fyr- irtækis." Davíð ánægður með verkið „Ég er mjög ánægður með þetta fmmvarp, eins og því hefur verið breytt. Það hefur verið hlustað á þær athugasemdir sem fram komu við fýrstu umræðu í þinginu og í nefndinni, Halldór Blöndal Forsetiþings ætlar að keyra málið í gegn og allt annaðá að vikja, segir Magnús Þór Hafsteinsson. Lög fyrir vikulok. Bryndís Hlöðversdóttir Óboðlegur aðdragandi að lagasetningu. Friðrik prins og Mary heitkona hans. Brúðkaup þeirra á laugardag getur skipt sköpum í íslenskri sögu. þannig að þeir sem í raun vilja breyt- ingar og tryggja stöðuna, þeir ættu að vera ánægðir," segir Davíð Oddsson forsætisráðherra aðspurður um hið breytta frumvarp. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra er á sama máli. „Ég tel að þessar breytingatillögur lagi frumvarpið mjög mikið og er það lfldegra en áður til að ná fram þeim markmiðum sem að var stefnt." Og Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segist ánægður: „Þessum breytingatillögum er einmitt sérstaklega ætlað að koma til móts við þær athugasemdir sem gerðar vom við frumvarpið, eins og það lá fýrir. Það er mikil samstaða í meirihlutan- um um að gera þessar breytingar." Bryndís Hlöðversdóttir, einn full- trúa minnihlutans í allsherjarnefnd, er á öðm máli. „Þessar breytingatillögur breyta engu varðandi þær alvarlegu athuga- semdir sem hafa komið fram, bæði hvað varðar stjómarskrána og EES reglur. Þær Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson - Ánægðir með breytingartillögur. Kemur ihlut Davíðs að staðfesta eigin lög efforseti kemur ekki til landsins. Norðurljós bentu á afleiðingar Qölmiðlafrumvarps fyrir Skjá 1 Breytingarnar bjarga Skjá 1 en drepa Norðurljós „Hafi einhver vafi leikið á því áður að frumvarpið væri klæðskera- sniðið til að knésetja Norðurljós, þá er það núna kristalltært," segir Sig- urður G. Guðjónsson framkvæmda- stjóri Norðurljósa um breytingatil- lögur meirihluta allsherjarnefndar við tjölmiölafrumvarpið. „Davíð Oddsson hefur nú látið setja inn IKEA-ákvæði til að Hagkaupsbræð- ur sleppi með fjárfestingu sr'na í Skjá einum. Það þýðir að fyrirtæki eins bææsimm og IKEA sem er markaðsráðandi og er með 1,8 milljarða ársveltu, geti haldið áfram að eiga í Skjá einum. Að sama skapi sleppur fslandsbanki með tæplega 5% Iflut sinn t Skjá ein- um,“ segir Sigurður. Hann segir að lögfræðingar Norðurljósa hafi bent á það á fundi með Allsherjarnefnd í fýrradag að Skjár einn gæti ekki fengið endurnýjun á útvarpsleyfi sínu miðað við lögin. Þá hafi verið farið af stað og gerðar breytingar til að laga frumvarpið ennþá betur að Guörún Árný Karlsdóttir söngkona: „Ég er að leggja lokahönd á verkefni hér í Listaháskóla Islands en nú er fyrsta árinu mínu í skólanum að Ijúka. Verkefnið gengur út á að leggja mat á þá áfanga sem ég hefstundað. Annars liggur það helst á hjá mér að anda djúpt og slaka á fyrir sumarið. Það litur út fyrir að ég muni hafa nóg fyrir stafni þetta sumar." Norðurljósum. „Það er kristaltært af hálfu löggjafans að frumvarpinu er beint gegn einu fyrirtæki og nú er ekki lengur vafi á því þar sem áður var reynt að dulbúa það sem al- mennar leikreglur." „Það er ótrúlegt að Framsóknar- flokkurinn lárí hafa sig út í það að Halldór Ásgrrmsson og viðskipta- ráðherra hans verði látnir drepa Norðurljós skömmu fyrir kosning- arnar 2007. Halldór verður settur í hlutverk böðulsins," segir Sigurður. Hann segir að breytingar á gildis- tíma frumvarpsins sýni að Davíð Oddsson fari að tilmælum Jóns Steinars og sé sniðið til að bregðast við harðri bótakröfu sem Norður- ljós geti komið fram með. ;. ... ? Sigurður G. Guðjónsson „Hafi einhver vafi leikið á þvi áður að frumvarpið væri klæð skerasniðið til að knésetja Norðurljós, þá erþaðnúna kristaltært."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.