Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004 7 7
Aukinn niður-
skurður á LHS
„Þetta leggst ekki vel í
okkur," segir Einar Odds-
son, formaður starfs-
mannaráðs Landspítala -
háskólasjúkrahúss, að-
spurður um enn einn nið-
urskurðinn hjá spítalanum.
Stjórnvöld hafa boðað að
nú þurft að skera niður um
allt að einum milljarði
króna. „Við höfum haft,
eins og við lýstum yfir í vor,
miklar áhyggjur af því
hvernig LHS kemur út úr
þessu og hvaða áhrif þessi
sparnaður hefur á þjónustu
við sjúklinga. Það er þegar
búið að fara í þá þætti sem
beinlínis var hægt að fara í
og skoða, hagræða og
skipuleggja betur. Það er
þegar ljóst að ekki hefur
verið, að hluta til, hægt að
uppfylla þær sparnaðar-
kröfur sem gerðar voru,“
segir Einar.
Holdris á tíu
mínútum
Nýtt stinningarlyf veitir
Viagra nú harða sam-
keppni. Hér er á ferðinni
lyfið Levitra sem sagt er
virka á aðeins tíu mínútum
á meðan Viagra tekur
klukkustund að virka. Síð-
arnefnda lyfið virkar hins .
vegar í allt að fimm stundir.
LJm sjö hundruð menn
með risvandamál tóku þátt
í rannsókn á Levitra og
staðfestu margir að sögn
hraðvirkni lyfsins. „Tíu
mínútur eru vissulega
skammur tími en við
heyrðum líka að mönnum
þætti ekki síðra að taka
stinningarlyf að morgni
sem virkar þegar líður á
daginn,“ sagði Francesco
Montorsi, prófessor í
Mílanó, sem fór fýrir rann-
sókninni.
Vinnslustöðin
vinnurá
Afkoma Vinnslustöðvar-
innar á fyrsta fjórðungi var
góð og nokk-
uð betri en
Greining ís-
landsbanka
hafði vænst.
Hagnaður á
tímabilinu
nam 213
milljónum kr. og dróst
saman um 45% frá sama
tímabili í fyrra sem skýrist
fyrst og fremst af 206 millj-
ón kr. neikvæðri sveiflu í
fjármagnsliðum. Hagnaður
fyrir afskriftir á fjórðungn-
um nam 473 miíljónum kr.
og bætist um 56 milljónir
kr. frá því í fyrra. Veltan
jókst lítillega og var 1.203
milljónir kr.
Hugmyndir nefndar landbúnaðarráðuneytisins mæta mótstöðu
Lágmarksverði á kjöti mótmælt
„Það hefur ekki verið tekið mark á
okkar gagnrýni,“ segir Haraldur
Benediktsson, formaður bændasam-
takaima. í skýrslu sem Ámi Vilhjálms-
son hæstaréttarlögmaður og Eiríkur
Tómasson lagaprófessor sömdu fyrir
landbúnaðarráðuneytið leggja þeir til
að landbúnaðarráðherra fái heimild
til að setja lágmark á heildsöluverð á
kjöti og fleiri búvörum.
Bændasamtökin hafa gagnrýnt til-
lögur Eiríks og Áma. Segja að heimild
til setja lágmarksverð eigi aðeins að
nýta í neyð. „Við höfum einnig gagn-
rýnt að heimildin beinist að heild-
söluverði," segir Haraldur. ,Að okkar
mati væri það betra fyrir neytendur
að miðað væri við fram-
leiðsluverð í þessum efnum."
En fleiri em ósáttir við
hugmyndir landbúnaðar-
ráðuneytisins. Frjálshyggju-
félagið sendi frá sér fréttatil-
kynningu í gær þar sem þeir
segja hugmyndir um opin-
bera verðstýringu á kjöti
komnar úr fortíðinni. Frjáls
verðmyndun skapi mesta
velmegun fyrir almenning.
„Á sama tíma og hið opin-
bera vill ýta undir verðsam-
keppni á hinum frjálsa markaði em
uppi hugmyndir um að ríkið standi
fyrir verðsamráði, sem væri ólöglegt
Haraldur Bene-
diktsson formaður
Bændasamtak-
anna Gagnrýnir hug-
myndir nefndarinnar.
og fordæmt ef einkaaðilar
stæðu fyrir því. Verðsamráð
einkaaðila er meira að segja
skárra en verðstýring ríkis-
ins, því enginn er skyldugur
til að taka þátt í því,“ segir í
ályktun Frjíílsiiyggjufélags-
ins.
ÓlafurFriðriksson, ráðu-
neytisstjóri hjá landbúnað-
arráðuneytinu, segir að til-
lögurnar séu komnar beint
upp úr greinargerðinni sem
unnin var fyrir ráðuneytið.
Eins og komið hafi fram hjá Guðna
Ágústssyni landbúnaðarráðherra er
málið í athugun. „Það er hins vegar
ekki á döf-
inni að leggja
þessar hug-
myndir fyrir
þingið í bráð,“
segir Ólafur.
simon@dv.is
Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra Frjálshyggjufé-
lagið mótmeelir tillögu um lág-
marksverð.
Stjörnumáltíð + CD
Eurovisionlagid
+
Kariokiútgáfa
*McXL + CD=1.099.-
i’m lovin’ it
McDonald's Kringlunni, Smáratorgi og Suðurlanásbraut
iít