Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004
Fréttir 0V
Veiddu þýsk-
an kafbát
Danskur togari „veiddi"
þýskan kafbát á dögunum.
Togarinn var við veiðar á
Skagerak, skammt frá
Hirtshals, þegar kafbátur-
inn flæktist í trollinu. Bát-
urinn var tilneyddur að
koma úr kafi og kom þá í
ljós aflinn. Kafbáturinn er
þýskur og var við æfingar
ásamt 70 öðrum skipum
frá 16 ríkjum Atlantshafs-
bandalagsins. Enginn slas-
aðist í óhappinu en áhöfn
kafbátsins mun hafa orðið
skelkuð í atganginum.
Fjórtán ára
á stolnum
jeppa
Um helgina hafði
lögreglan á Hvolsvelli
afskipti af 14 ára göml-
um ökumanni er ók
stórri jeppabifreið eftir
Suðurlandsvegi í
Rangárþingi eystra.
Lögreglan stöðvaði hinn
barnunga ökumann við
hefðbundið eftirlit og
kom þá í ljós aldur hans.
Maradona
dópaður
Yfirvöld einkasjúkra-
hússins í Buenos Aires sem
hýsir fótboltahetjuna
Diego Armando
Maradona dópuðu
kappann niður eftir
að hann tók reiðikast
á dögunum. Hann
vildi snúa aftur til
Kúbu, þar sem hann hefur
búið síðustu fjögur árin.
Fidel Castro Kúbuleiðtogi
hafði flugvél reiðubúna til
að sækja Maradona ef hann
vildi snúa aftur en læknar
leyfa honum ekki að fara.
Maradona er hjartveikur og
berst við kókaínfíkn sína,
sem hefur veikt hann and-
lega og lfkamlega.
Matthíasdóttir
Vala Matt er lífsglöð og hvers
manns hugljúfi. Smitandi hlát-
ur hennar lætur engan ósnort-
inn og hún kann að gleðjastá
eigin forsendum. Vala hall-
mælir aldrei neinum og er
sjálfri sér samkvæm I gleði lífs-
ins sem hún nýturáeigin for-
sendum og án hjálparefna.
Brynjar Valdimarsson var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir
að reka spilavíti við Suðurgötu. Þá er honum gert að greiða hálfa milljón í sekt
auk þess sem gerðar eru upp rúmar fimm milljónir af reikningum hans. Brynjar
hefur þegar áfrýjað málinu og segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur galna.
Sex milljónir í sekt og
fangelsi n skilorði ivrir
rekstur spilawlis
„Ég ætla að áfrýja þessu, er reyndar búinn að því, það var gert á
staðnum. Þetta er alveg galinn dómur og ekki rökstuddur mikið,
bara vitnað í skýrslu lögreglumanna. Jón [Magnússon lögmaður]
sagði að þessi dómur væri tabú eins og hann er settur fram," seg-
ir Brynjar Valdimarsson sem nýverið var dæmdur í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir rekstur spilavítis við Suðurgötu í Reykjavík.
Dólmurinn hljóðar upp á fjög-
urra mánaða skilorðsbundinn fang-
elsisdóm og fimm hundruð þúsund
króna sekt. Að áuki er Brynjari gert
að sæta upptöku á alls rúmum fimm
milljónum sem hann átti á þremur
reikningum og til viðbótar upptöku
til ríkissjóðs á fimm spilaborðum,
spilapeningum og spilastokkum.
í dómnum kemur fram að í júní
2002 fóru þrír lögreglumenn að Suð-
urgötu 3 í Reykjavík til að kanna
hvort upplýsingar um að þar væri
ólöglegt spilavíti ættu við rök að
styðjast. Þeir tóku hver um sig út
5000 krónur af debet- og kreditkort-
um sínum og settust við eitt rúllettu-
borð sem þar var en auk þess var
annað rúllettuborð í húsakynn-
unum auk þriggja spilaborða þar
sem „21" var spilaður. Á staðnum
voru um 15 til 20 manns og var veitt
áfengi til þeirra sem voru að spila.
Lögreglumennirnir höfðu á því orð
að þjónustan hafi verið frábær. Hús-
Black Jack Lögreglan lagði hald á tvö rúl-
lettuborð og þrjú Black Jack-borð. Auk þess
var lagt hald á rúmar fimm milljónir af
reikningum sem skráðir voru á Brynjar.
þessu
leit var svo gerð í september þetta
sama ár í framhaldinu og rekstur
klúbbsins stöðvaður.
Framburður ákærða var á þá leið
að þarna hefði verið um einkaklúbb
að ræða, félagsskap manna sem
veðjuðu sín á milli. Hann minnti á
að lögreglumennirnir hefðu aðeins
komist inn vegna þess að þeir
nefndu til mann sem væri félagi.
Guðmundur Sveinsson er eitt vitn-
anna, framkvæmdastjóri klúbbsins,
og hann talaði um að ef eitthvað
hefði staðið eftir sem gróði þá hafi
hann farið alfarið í endurbætur á
húsnæðinu að Suðurgötu. Engin
leynd hafi hvílt yfir félagsskapnum
og markmið félagsins hefði verið að
gera mönnum kleift að stunda veð-
mál og peningaspil innan ramma
laganna. Brynjar sem og Guðmund-
ur höfnuðu því alfarið að Brynjar
hafi haft af því atvinnu að
stjórna starfseminni
í niðurstöðu
dómsins
hafnað og vísað til
mikillar veltu þó
ekki liggi fyrir
nákvæmar töl-
ur um hagnað.
Fyrir liggur,
segir í dómi,
að velta á
reikningi
ákærða sem
stofnaður var í
apríl 2001,
var 12 millj-
ónir króna á |
árinu 2001
en 47 millj-
ónir á árinu
2002.
Brynjar
gerir ráð fyrir
því að málið
verði tekið fyrir
í Hæstarétti ein-
hvern tíma í haust
án þess að vita það
þó með vissu.
jakob@dv.is
Bæjarráð í Fjarðabyggð
Alþingismenn á Hilton-hóteli í boði Atlanta
Ráðuneyti hjálpi til
við leyndarhjúpinn
Bæjarráð Fjarðabyggðar neitar enn
að aflétta trúnaði að lögfræðiáliti sem
unnið var fýrir bæinn vegna útleigu á
Egilsbúð.
Deilur hafa verið vegna útleigunnar
þar sem samkeppnisaðilar telja sér
mismunað við það að leigutaki Egils-
búðar fái kostakjör við útleiguna.
Á bæjarráðsfundi á mánudag var
lögfræðiálitið loks afhent Magna Krist-
jánssyni, fulltrúa minnhluta Sjálfstæð
isflokks, eftir að hann sagðist ekki
geta greitt atkvæði um drög að
nýjum samningi í Egilsbúð. Þá
hafði álitið legið fyrir í 40 daga
án þess að Magni fengi aðgang
að því.
Eftir að Magni fékk lögfræði-
álitið í hendur óskaði hann
þess að trúnaði vegna
skjalsins yrði aflétt. Þvf var tekið fálega
af bæjarráði sem samþykkti að vísa af-
greiðslu samningsins tíl bæjarstjómar.
Ennfremur var samþykkt að leita lið-
sinnis rfkisvaldsins til að halda lög-
fræðiálitinu áfram leyndu:
„Bæjarráð samþykkir jafnframt að
leitað verði sem fyrst álits lögfræðings
félagsmálaráðuneytisins á rétti sveitar-
félagsins til að halda trúnaði á skjalinu
og meðferð þess," segir í fundargerð
bæjarráðs Fjarðabyggðar á
mánudag.
Hið umdeilda og ofur við-
| kvæma lögfræðiálit er unnið af
' Eiríki Jónssyni á lögfræðistof-
unni Landslögum í Reykjavík.
Smári Geirsson Formaður bæj-
arráðs i Fjarðabyggð.
Borqaði fyrir konuna í
boðsferðinni
„Ég greiddi fyrir konuna mína og
við sáum sjálf fyrir ferðum mínum á
Englandi," segir Guðjón A. Kristjáns-
son, formaður Frjálslynda flokksins,
um boðsferð á vegum flugfélagsins
Atlanta sem hann þáði ásamt Guð-
mundi Hallvarðssyni, formanni sam-
göngunefndar Alþingis, ogÁstu Ragn-
heiði Jóhannesdóttur, alþingismanns
Samfylkingarinnar. Meðal annars var
dvalið á Hilton-hóteli þar sem gestim-
ir þáðu gistingu og veislu. Tilgangur
ferðarinnar var að fagna með Atlanta-
mönnum opnun flugskýlis í borginni
Shannon á írlandi. Guðjón segir að
ferðin hafi verið gagnleg.
„Við fengum ýmsar gagnlegar upp-
lýsingar sem ég vona að rnuni nýtast í
framtíðinni. Við í Frjálslynda flokkn-
um höfum lýst því að við höfum áhuga
Guðjón A. Kristjánsson Þáði boðAtlanta
um ferð til Irlands og Englands.
á að byggja upp svona aðstöðu á
Keflavíkurflugvelli. Einnig kynnú ég
mér varahlutaþjónustu AÚanta," segir
Guðjón.
Aðrir nefndarmeim samgöngu-
nefndar afþöklcuðu boðsferðina og
sumir töldu ekki væri við hæfi að lög-
gjafar fæm í slfkar boðsferðir á vegum
hagmunaaðila. DV hefur heimildir
fyrir því að innan Samfylkingarinnar
og Frjálslynda flokksins hafi verið uppi
efasemdir um að rétt væri að þiggja
umrædda boðsferð.