Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004 Fréttir DV Blóðugasta árásin í langan tíma Sex ísraelskir hermenn og flmm Palestínumenn létu lífið í harkalegustu árás sem gerð hefur verið á her fsraelsmanna um tveggja ára skeið. Israelsher stóð fyrir umfangsmiklum hern- aðaraðgerðum f fyrrinótt og beitti meðal annars skrið- drekum og þyrlum. Her- mennirnir létust þegar jarðsprengja sprakk undir bíl þeirra. Tugir manna slösuðust í aðgerðunum. Hamas-samtökin lýstu sig ábyrg fyrir árásinni. Hefndar- aðgerð Ariel Sharon, forsætis- ráðherra ísraels, kallaði rík- isstjórn landsins saman tO þess að ræða til hvaða að- gerða skyldi gripið. Hefnd- arárás var svo gerð síðdegis í gær þegar þyrla skaut flugskeytum á bifreið í Gasa með þeim afleiðing- um að minnsta kosti einn Palestínumaður lét lífið. Ofbeldi hefur stigmagn- ast á þessu svæði að und- anförnu og hafa rúmlega þúsund Palestínumenn misst heimili sín það sem af er þessum mánuði. Á annað hundrað hús hafa verið jöfnuð við jörðu og hefur ekki verið meiri eyði- legging á jafnskömmum tíma og síðasta tæpa hálfa mánuðinn. Ingibjörg Sigmundsdóttir garðyrkjubúndi „Það er svo gott sem komið sumar í Hveragerði og við garðyrkjubændurnir byrjaðir á'f vertíöinni í garðplöntum. Þetta er okkar tlð og nú er gaman að lifa. Vorið og sum- arið fara vel afstaö, þrátt fyrir smáræöis kuldakast," segir Ingibjörg Sig- mundsdóttir, garðyrkjubóndi I Hveragerði.„Það eriíka komið sumarí mannfólkið og Hvera- gerði er I ótrúlegri uppsiglingu og jákvæðni. Það er rólegt I pólitíkinni og það er„inn"að búa í Hveragerði. Það eina sem pirrar regiutega er lands- málapólitfkin." Harpa Njáls kallar fátæktarskýrslu ráðherranefndar gagnslausa. 30-40% vantar upp á að hið opinbera fullnægi leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins. Ólafur Darri Andrason hjá ASÍ segir skýrsluna valda vonbrigðum. Fátæktarskýrslan er gagnslaust plagg „Þetta er mjög takmarkaður pappír og í raun gagnslaust plagg, þar sem ekki er bent á neinar raunhæfar leiðir ætlaðar ríkinu til að bæta kjör hinna verst settu,“ segir Harpa Njáls félagsfræðing- ur um nýja skýrslu starfshóps undirmanna fjögurra ráðherra um fátækt á íslandi. undir þann þátt skýrslunnar er lýtur að sveitarfélögunum. „En það vant- ar alla stefnumótun og pólitíska ábyrgð á vandanum. Það eru engar raunhæfar tiUögur tU úrbóta í skýrsl- unni. Ég sakna t.d. tUlagna um úr- bætur í húsnæðismálum en ódýrt og öruggt húsnæði skiptir sköpum fyrir þá tekjuminni. Þá kemur fram í skýrslunni að atvinnulausir og ör- yrkjar eru stærstu hóparnir sem leita eftir fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélög- unum. Engar tillögur eru Harpa skrifaði fyrir nokkrum árum ítarlega bók um rannsóknar- niðurstöður sínar um fátækt á ís- landi. í skýrslu starfshópsins er vanda fátækra fyrst og fremst vísað til sveitarfélaganna. Harpa gagnrýn- ir sérstaklega að í skýrslunni sé ekk- ert eða takmarkað gagn talið fást með því að draga úr tekjuskerðingu barnabóta. Hækkun skerðingarmarka gerirgagn „Ég hafna þessu alfarið. Vegna minnar rannsóknar á fátækt gerði Þjóðhagsstofnun útreikninga út frá gefnum forsendum, sem leiddu í ljós að ef skerðingarmörk barnabóta yrðu miðuð við 150 þúsund króna tekjur hjá einstaklingum, í stað 50.000 krónur, samanber skerðing- armörk tekna árið 2000, og þaðan af meira hjá hjónum myndi það stór- lega bæta hag tekjulágs fólks. Það Fátækt: Starfshópur ráðherranna virðist ekki hafa vitað afleiðbeiningum fétagsmáiaráðherra um framfærsluþörf. kom t.d. í ljós að 65,5% einstæðra foreldra fengju óskertar barnabætur í stað 11,4% þeirra. En í staðinn fyrir að nota þetta megintæki stjórnvalda til að jafna kjör hinna verst settu virðist ríkið nota það til að stemma stigu við fjárútlátum úr ríkissjóði. í skýrslu þessa starfshóps er bent á útgjaldaaukningu ríkisins árið 2000 vegna breytinga sem þá áttu sér stað, en nefnir ekki að breytingarnar þá voru leiðréttingar vegna gífur- Íegra skerðinga frá 1998, þegar tekjutenging bótanna kom inn að fullu.“ Harpa segir að svo virðist sem starfshóp ráðherra hafi ekki aðeins verið ókunnugt um að svokölluð „altæk" fátækt hafi verið rækilega skilgreind heldur hafi sjálft félagsmálaráðuneytið, árið 1996, gefið út leiðbeiningar til sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð, þar sem nákvæmlega er skilgreint hvaða framfærsluþætti fólk þarf að hafa til að lifa mannsæmandi lífi. „Ég geng út frá þessum framfærslu- þáttum sem ráðuneytið telur öllum nauðsynlegt til að komast af og nið- urstaða mín er að um 30% vanti til að lífeyrisgreiðslur hins opinbera dugi til að tryggja lágmarksfram- færslu. Rétt er að undirstrika að grundvallaratriði þess að draga úr fátækt á íslandi er að hækka núver- andi botn lífeyris svo upphæðin dugi fyrir lágmarksframfærslukostn- aði." Fálækt er smánarblettur Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ, fagnar því að skýrsla hafi verið unnin og að hann geti tekið til úrbóta fyrir þessa hópa eða aðra sem þurfa að reiða sig á bætur frá ríkinu. Þá er aðeins ýjað að því að það megi koma til móts við tekju- minni barnafjölskyldur í gegnum barnabótakerfið. Þetta þarf að orða miklu skýrar." Ólafur Darri telur að í skýrslunni sé vandanum ýtt til sveitarfélaganna að stærstum hluta. „Það eru von- brigði. Ríkið getur ekki vikið sér und- an því að grípa tO beinna aðgerða. Fátækt er smánarblettur á okkar annars ágæta þjóðfélagi." fridrik@dv.is Fóru ránshendi á Hvolsvelli Gripnir með aðstoð almennings í upphafi síðustu viku fóru ungir menn ránshendi um umdæmi lög- reglunnar á Hvolsvelli. Þeir létu greipar sópa, m.a. í Leikskólanum Heklukoti og byggingu sundlaugar- innar á Hellu þar sem talsverðum verðmætum í formi hljómflutnings- tækja, myndavéla og tölvubúnaðar var stolið auk þess sem spjöll voru unnin á húsnæði þar sem þessir að- ilar fóru um. Þessir menn eru nú fundnir og hafa viðurkennt aðild sína að innbrotunum. Að sögn lög- reglu hjálpaði mikið til aðstoð frá al- menningi við að hafa upp á þeim. Þjófarnir brutust einnig inn í hús- næði Hvolsskóla á Hvolsvelli með því að spenna hurð upp og hlaust nokkurt tjón af en öryggiskerfi kom í veg fyrir að viðkomandi aðilar fóru um skólann. Þeir lögðu á flótta á fólksbíl þegar bjöllur öryggiskerfis- ins fóru að klingja. Þá eru þeir grun- aðir um að hafa gert tilraun til inn- brots í Litlu-Kaffistofuna í Svína- hrauni. Vegfarendur sáu til þessara manna, m.a. á Hvolsvelli og varð það til þess að þessir fingralöngu að- ilar náðust. Þeir voru handsamaðir af lögreglunni í Reykjavík og hafa nú viðurkennt aðild sína að innbrotun- um. Hluti þýfisins hefur náðst til baka og hefur verið skilað til réttra eigenda. Engar skattalækkanir fyrir þinglok Framsókn stöðvar „Við viljum ekki flýtimeðferð á þessu máli," segir Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Fram- sóknarflokksins. Mikill þrýstingur hefur verið á ríkisstjórnina að fyr- irhugaðar skattalækk- anir verði teknar fyrir á yfirstandandi þingi. Gunnar Birgisson sagði til dæmis að hann ætlaði ekki að yf- irgefa Alþingi fyrr en skattar yrðu lækkaðir og tók Pétur Blöndal í sama streng. í síðustu viku virtist svo rofa til fyrir Gunnar. Fjármálaráðherra sagði í sjónvarpinu að það kæmi vel til greina að tillögur um skatta- lækkanir yrðu teknar fyrir áður en þingið færi í frí. Nú hefur Fram- sókn stöðvað málið og vill fresta því fram á næsta þing. „í sjálfu sér stóð aldrei til að taka þetta mál fyrir núna," segir Krist- inn. „Það þarf mikið til að ná sátt- um um svona stór mál og við sjáum ekki fyrir okkur að hægt sé að af- greiða það á þessu þingi." Gunnar I. Birgisson segir að þetta mál verði bara að hafa sinn gang eins og allt annað. „Það er nægur tími til alls," segir Gunnar. „Líka til að lækka skatta."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.