Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Page 13
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004 13
Tískulögga
fónsa
íslenska sendinefndin
samanstendur af nokkrum
vel völdum aðilum sem hafa
mikla reynslu af keppninni.
Gísli Marteinn Baldursson er
að lýsa keppninni í fimmta
skiptið, Vignir úr írafári tók
þátt í fyrra og Svavar Örn,
sem fer út sem sérlegur
tískuráðgjafi Jónsa, hefur V V V
oftar enekki verið ís-
lensku keppendun-
um innan handar.
Menn hafa verið að
velta því fyrir sér af hverju
Svavar Örn, sem venjulega
sér um öll útlitsmál á Stöð 2,
sé með í för en ekki einhver
reynd förðunardama frá RÚV,
t.d. Ragna Fossberg. Reynsla
Svavars af keppninni vegur
þó þungt og þess vegna mun
hann hafa orðið fyrir valinu
frekar en einhver annar.
Sigurvissir
Svíar
Sænska ríkissjónvarpið er
þegar búið að bóka Globen-
höllina til þess að halda
Eurovision-keppnina að
ári. Svíar eru sannfærðir
um að Lena Philipsson
fari alla leið sem kemur
svo sem heim og saman
við spár þar sem hún er víða í
þremur efstu sætunum. RÚV
hefur hins vegar ekki pantað
neina höll svo vitað sé enda
eru menn á þeim bænum
ekki að spila til sigurs. Raunar
segja menn að Markús örn
hafi verið á barmi taugaáfalls
árið 1999 þegar Selma var
nærri sigri en keppni af þess-
ari stærðargráðu þykir fullstór
biti fyrir Ríkissjónvarpið.
Tómas
hjálpar
hundum
Tómas Þórðarson, kepp-
andi Dana í Eurovision, fór í
gær í innkaupleiðangur
á götumarkaði í Istan-
búl. Þar kom hann
auga á mann
sem var að
selja gælu-
dýr og fór
það eitthvað
fyrir brjóstið á
honum. „Þeir
hugsa greini-
lega ekki alveg
eins og við heima. Maðurinn
var bara með öll dýrin saman
í einu búri. Ég var alvarlega
að spá í að kaupa öll dýrin
svo ég gæti tekið þau með
mér til Danmerkur. Þar
myndu þau hafa það miklu
betra," sagði Tómas sem
keppir í undanúrsUtunum
Eurovision í kvöld.
ísland færist upp töfluna hjá nokkrum veðbönkum þessa dagana. Jónsa var víða
spáð tólfta sæti en er nú kominn upp í það níunda hjá nokkrum veðbönkum.
Reyndar fóru Bosníumenn í fýlu á blaðamannafundi á mánudag þegar þeir héldu
að Jónsi væri að gera grín að þeim. Þrátt fyrir það er Jónsi á góðri leið með að
verða vinsælasti keppandinn.
^lónsi móðgar Bosníumenn
ísland samt á uppleið
Eurovision-hópurinn er smátt og smátt að stimpla sig inn hjá
blaðamönnum í Tyrklandi. Jdnsi flutti lag Bosníu á blaða-
mannafundi á mánudag við góðar undirtektir allra nema Bosn-
íumanna. Nú spá Danir okkur sigri en hafa litla trú á sínum
manni, Tómasi Þórðarsyni.
„Við höfum heyrt út undan okkur
að blaðamönnunum þyki við vera
skemmtilegasti hópurinn," sögðu
talsmenn Eurovision-hópsins við
DV í gær. Danskir fjölmiðlar virðast
allt í einu hafa misst trúna á sínum
keppenda, Tómasi Þórðarsyni, sem
keppir í undanúrslitum í kvöld. Þess
í stað hafa þeir, ásamt mörgum öðr-
um, tekið ástfóstri við Jónsa. Ganga
sumir það langt að spá honum sigri
en sænska stúlkan, Lena Philipsson,
þykir einnig líkleg.
Bosnía grætur
„Það var samnorrænn blaða-
mannafundur í gær og var salurinn
þétt setinn, fleiri hundruð manns og
allt gekk vel. Daginn áður var líka
blaðamannafundur þar sem Jónsa
var hrósað fyrir fallegt vaxtarlag og
var hann hvattur til að fara úr að
ofan eða syngja þess í stað lag. Það
kom mér á óvart að Jónsi kaus frekar
að syngja og varð framlag Bosníu
fyrir valinu," segir Sveinn Rúnar Sig-
urðsson, höfundur íslenska lagsins.
„Þetta lag inniheldur einhvern vit-
lausasta texta sem sögur fara af og
ekki skemmir fyrir hvernig hinn
bosníski Deen ber þetta fram: „I’m
late, I’m straight, I’m loosing my
weight". Það ædaði því allt um koll
að keyra þegar Jónsi söng lagið af
mikilli innlifun," segir Sveinn.
Blaðamönnum þótti
þetta uppátæki
mjög skemmti-
legt ef frá eru
taldir aðilar frá ,
Bosm'u sem ; á
litu á þetta :j™
sem mikla
móðgun við j
land og þjóð. j
Það er því 1
óhætt að full-
yrða að Bosnía
muni ekki
gefa okk-
ur stig
þegar að sjálfri keppninni kemur þar
sem þarlendir fjölmiðlar hafa gert
mikið veður út af meintri móðgun.
Tómas fámáll
„Ég hef ekkert rætt við bosn
íska hópinn enda heldur hann
sig bara út af fyrir sig. Múnder-
ingarnar sem þeir eru í hafa
aftur á móti vakið kátínu. Að-
alsöngvarinn Deen mætti t.d.
í loðnum blettatígursbuxum,
krókódílaskóm og kafloðnum
hvítum jakka í gær. Honum
finnst þetta bara flott en ég
held að ég hafi séð svona teppa-
búta einhvers staðar," segir
Sveinn Rúnar um Bosníu
mennina. „Lena frá Sví-
þjóð er hins vegar
mjög hugljúf og
söngkonan
frá Mónakó
líka. Ég hef
aftur á
móti lítið
talað við
Tómas
Þórðarson þar sem hann er mjög fá-
máll maður," segir Svenni sem kann
annars vel við sig í Tyrklandi. „Það er
búið að vera 30 stiga hiti og sól alla
dagana. Við áttum frí frá æf-
ingum í gær og nýttum
tímann til að fara á
markaðstorg og í sigl-
ingu um Bosporus-
sundið. Svo var sam-
norrænn blaða-
mannafundur sem
? gekk vel eins og hinir
fyrri," segir Sveinn
sem er ásamt þeim
Svavari Erni tískusér-
fræðingi, Vigni úr íra-
fári, Jónsa, Gísla Marteini
og fleirum í Istanbúl. Síð-
ar í kvöld fara undanúr-
slitin fram þar sem tíu
^ þjóðir munu
tryggjasérsæti
í úrslitun-
um sem
verða á
laugardag.
agust@dv.is
Jonsi Söng lag Bosniu fyrir blada
menn og héldu margir að verid
væri að gera grín að þvi lagí.
Jónsi á blaðamannafundi Hefursungið
sig inn í hjörtu blaðamanna sem og annarra.
Hann er á góðri leið með að verða vinsælasti
keppandinn.
Deen Keppandi Bosniu tók ekki
vel i flutning Jónsa á lagi hans.
Fjölmiðlar i Bosniu hafa mikið
fjallað um málið þannig að við
megum ekki eiga von á stigum frá
þeim á laugardag.
Úkraínski keppandinn, íslandsvinurinn Ruslana, gerir allt vitlaust í heimalandinu vegna ummæla sinna um samkyn
hneigða. Hún stendur þó föst á sínu.
Ætlar í sumarbúöir fyrir samkynhneigða
Úkraínski keppandinn Ruslana eyddi miklum tíma áður
en haldið var til Tyrklands í að kynna sig meðal annarra
þjóða. Kom hún t.d. hingað til lands yfir páskana og hélt tón-
leika sem lítið fór fyrh og þá hélt hún lika til Hollands. Þar
gerði hún meha en að skoða túlípana því hún lofaði aðstand-
endum sumarbúða fyrir ungt samkynhneigt fólk að troða upp
hjá þeim síðar í sumar. Þegar frétth af því bárust heim til
Úkraínu ætlaði allt að verða vitlaust. „Það er sorglegt að úkra-
ínska þjóðin, sem hefur mikla löngun til að ganga í Evrópu-
sambandið, skuli ekki hafa samúð með samkynhneigðum.
Evrópusambandið hefur styrkt þessar sumarbúðir sem hafa
það að markmiði að auka skilning á þeim vanda sem samkyn-
hneigðh standa fyrh. Að landar mính skuli ekki sætta sig við
að samkynhneigt fólk sé til og að það sé alveg eins og annað
fólk er bara fáránlegt. Úkraína þarf að hætta þessum fordóm-
um,“ sagði Ruslana sem ætlar ekki að láta skoðanh samlanda
sinna koma í veg fyrir heimsókn hennar í sumarbúðh sam-
kynhneigðra í Hollandi í sumar.
Ruslana og Davfð Davið Odds-
son hitti Ruslönu i Úkralnu fyrr á
árinu. Nú hefur hún sent Úkrainu-
mönnum tóninn fyrir að vera með fordóma I garð samkynhneigðra.
Davið hefur eflaust freett Ruslönu um frjálsiyndi á fundi þeirra.