Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004
Sport DV
í
I
4*.
1*
▼
Sigurhringurinn með bikarinn Guðbjörg Guðmannsdóttir og Elisa Sigurðardóttir hlaupa hér sigurhringinn með Islandsbikarinn Ileikslok á
fjórða úrslitaleiknum gegn Val en IBV vann leikinn 30-26 og einvlgið þar með 3-1. DV-myndir Pjetur
Sigurkoss Fyrirliði IBV, Elísa Sigurðardóttir,
kyssir hér Islandsmeistarabikarinn.
Eyjafáninn Syhia Strass hljóp sigurhringinn
með ÍBV-fánann.
Eyjasteming Leikmenn ÍBV fögnuðu vei I
leikslok og þökkuðu frábæran stuðning á
pöllunum, sjá að ofan og fyrir neðan.
Varði 19 skot í vörninni
Besti leikmaður ÍBV í
úrslitaeinvíginu var örugglega Birgit
Engl sem hélt vörninni saman og
nýtti einnig færin sín vel á línunni.
Engl varði alls 19 skot ffá Valsliðinu í
þessum fjórum úrshtaleikjum en til
gamans má geta að Ágústa Edda
Bikarinn hátt á loft Ellsa fyrirliði hefur
Islandsmeistarabikarinn hátt á loft.
Kvennalið ÍBV kórónaði allra besta vetur íslensks kvennaliðs í handbolta með því
að verða íslandsmeistari annað árið í röð og tryggja þriðja titilinn til Vest-
mannaeyja á tímabilinu. ÍBV vann Val 26-30 í fjórða úrslitaleiknum á Hlíðarenda
og einvígið þar með 3-1. j
Meistaravetur hjá IBV
Það gerist ekki betra en hjá kvennaliði ÍBV í handbolta í vetur.
Þrír titlar af þremur mögulegum og sæti í undanúrslitum í
Evrópukeppni. Aðalsteinn Eyjólfsson og stelpurnar hans geta
borið höftiðið hátt, þær stóðust álagið og þrátt fyrir mikla
mótstöðu frá baráttuglöðu Valsliði kom það vel í ljós í fjórða og
síðasta leiknum að ÍBV er með besta liðið á fslandi í dag.
Það mátti sjá á Eyjaliðinu að þær
voru fegnar að veturinn væri búinn
enda er liðið búið að spila 44
mótsleiki í ffemstu röð á síðustu m'u
mánuðum. Álagið varð mikið eftir
áramótin þegar átta Evrópuleikir og
mikil ferðalög tengd þeim flæktu
málið en þegar upp er staðið horfa
þessar stelpur örugglega stoltar yfir
aff ek sín á þessu tímabili.
Það má segja að fjórði leikurinn
hafi strax skorið sig frá hinum
þremur. í stað þess að Eyjaliðið næði
góðri forystu í upphafi leiks, komust
Valsstelpur yfir í 3-1 og 5-2 en
Eyjaliðið vann sig nú inn í leikinn.
Það má síðan segja að eftir að ÍBV-
liðið skoraði 7 mörk gegn 2 hafi það
aldrei litið til baka. ÍBV leiddi með 5
mörkum í hálfleik, 16-11, og komst
síðan í fyrsta sinn sex mörkum yfir í
einvíginu í upphafl þess seinni.
Valsliðið gafst ekki upp og reyndi að
klóra í bakkann en yfirburðir ÍBV-
liðsins voru of miklir.
Björnsdóttir varði eina skot
Valsvarnarinnar í einvíginu.
Besti leikmaður Valsliðsins var
hins vegar örugglega Berglind íris
Hansdóttir sem með réttu ætti að
vera kosin leikmaður ársins enda á
hún frábært tímabil að baki með
Valsliðinu. Berglind varði hvað eftir
annað frá Eyjastúlkum úr dauða-
færum og varði alls 16 hraða-
upplilaup og 6 víti í úrslitaeinvíginu.
Julia Gantimurova stóð vaktina
einnig vel í marki ÍBV en þar spilaði
hávaxin vörn ÍBV einnig afar stórt
hlutverk en Eyjavörnin varði alls 32
skot í leikjunum fjórum en Julia varði
72.
Berglind varði þó „aðeins" 5 af21
skoti IBV í fyrri hálfleik og það
munaði um minna enda hefur
stórbrotin frammistaða hennar
komið liðinu oft í gegnum erfiða kafla
þegar sóknarleikurinn gengur illa. Á
mánudagskvöldið var hins vegar
Eyjaliðið samstillt ívörn sem ogsókn.
Vörnin frá því í þriðja leiknum var
enn til staðar en nú bættist við
flugbeittur sóknarleikur þar sem Alla
Gokorian og Sylvia Strass galopnuðu
Valsvörnina hvað eftir annað.
Kom að 15,5 mörkum í leik
Alla Gokorian fækkaði mistökum
sínum með hverjum leik og kom alls
að 62 mörkum liðsins (15,5 í leik),
með því að skora, gefa stoðsendingu
eða fiska víti. Hún var sem fyrr, betri
en enginn á úrslitastundu.
Það verður örugglega erfitt fyrir
ÍBV að toppa þennan vetur enda má
búast við breyttu liði í Eyjum næsta
vetur, staða sem dugmiklir
stjórnarmenn ÍBV þurfa að horfa upp
á eftir hvert einasta ti'mabil.
Þrír í röð?
Þjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson
er á leiðinni til Evrópu og óvíst er
hvort allir erlendir leikmenn liðsins
haldi áfram. Það verður því
spennandi að sjá hver þróunin
verður í Eyjum því það eru ti'u ár
síðan hð varð íslandsmeistari þrjú ár
í röð en Vikingur vann titilinn 1992 til
1994. Haldi IBV megninu af liðinu
gætu þær hins vegar fagnað titlinum
þriðjaáriðíröð. ooj@dv.is
Fimm bestu leikmenn í úrslitaeinvígi kvenna 20<M
BIRGIT ENGL ALLA GOKORIAN 1 SYLVIA STRASS SIGURLAUG RÚNARSDÖTTIR
Linumaður ÍBV Skytta ÍBV Leikstjórnandi fBV Leikstjórnandi Vais
Leikir 4 Leikir 4 Leikir 4 Leikír 4
Mörk 21 Mörk 30 Mörk 19 Mörk 22
Meðaltal 5,3 Meðaltal 7,5 Meðaltal 4,8 Meðaltal 5,5
Skotnýting 75% (28/21) Skotnýting 48% (62/30) Skotnýting 54% (35/19) Skotnýting 50% (44/22)
Fiskuð víti 5 Stoðsendingar (Inn á linu): 28 (9) Stoðsendingar (Inn á línu): 18(2) Stoðsendingar (Inn á línu): 23 (5)
Tapaðir boltar 6 Fiskuð víti 4 Fiskuð víti 6 Fiskuð víti 5
Varin skot í vörn 19 Tapaðir boltar 16 Tapaðir boltar 18 Tapaðir boltar 19
Boltum náð 8 Varin skot í vörn 6 Boltum náð 11 Skot eftir stöðum:
Skot eftir stöðum:
Gegnumbrot 100% (1/1)
Una 73% (15/11)
Hraðaupphlaup 75% (12/9)
Boltum náð
14
Skot eftir stöðum:
w
f
Birgit batt saman
&
, Eyjavörnina, varði
19 skot gegn 1 hjá ’ £
öllu Valsliðinu og
kláraði færin sín
af stakri snilld.
Oft verið í
* skugg-
anum en nú var hún (
Skot eftir stöðum:
Langskot 21% (28/6)
Gegnumbrot 64% (11/7)
Horn 100% (1/1)
Hraðaupphlaup 67% (12/8)
Vítaskot 80% (10/8)
Langskot
Gegnumbrot
Lfna
Horn
Hraðaupphlaup
Vítaskot
33% (6/2)
64% (14/9)
43% (7/3)
50% (2/1)
60% (5/3)
100% (1/1)
r
' w,
sS?N"'
* y
Jí $ sviðsljósinu.
Alla sannaði
mikilvægi sitt og
V enginn skoraði
meira eða
átti fleiri
stoðs-
sendingar.
Sylvia er nagli sem gaf ekkert
eftir og tók af skarið
þegar mest á
v reyndi.
Langskot
Gegnumbrot
Lína
Hraðaupphlaup
Vítaskot
Sigurlaug hélt
uppi sóknarleik
Valsliðsins með
áræðni og út-
sjónarsemi og
var sérstaklega
skeinuhætt í
hröðum sóknum
liðsins.
29% (24/7)
50% (2/1)
67% (3/2)
88% (8/7)
71% (7/5)
BERGLIND ÍRIS HANSDÓTTIR
Markvörður Vals
Leikir 4
Varin skot 87
Varin víti 6
Meðaltal 21,8
Hlutfall skota varða 43,9%
Stoðsendingar 4
Tapaðir boltar 3
Varin skot eftir stöðum:
Langskot 65% (49/32)
Gegnumbrot 46% (33/15)
Lína 44% (25/11)
Horn 32% (22/7)
Hraðaupphlaup 31% (52/16)
Vítaskot 35% (17/6)
Berglind stóð sig
frábærlega í marki
Valsog varði 21,8
skot að meðaltali.
40 af skotunum
sem hún varði voru
einn á einn.