Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Page 29
DV Fókus
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004 29
>
Kateíþað
heOaga
Hollywood-stjarnan Kate
Beckinsale gekk í það heilaga
um helgina. Leikkonan, sem er
þrítug, giftist kærastanum sín-
um og kvikmyndaleikstjóranum
Len Wieseman.
Vinkonur Kate
sáu um að
gæsa leikkon-
una og létu
hana ganga
um í verka-
mannagalla. Um
kvöldið breytti hún
um stíl og var í glæsilegum kjól
eftir hönnuðinn Veru Wang.
Leikkonan á eina dóttur úr fyrra
hjónabandi og var hún brúðar-
mey. Kate og Len hittust við tök-
ur á vampírumyndinni Und-
erworld árið 2002. Þá voru þau
bæði í öðrum samböndum og
byrjuðu ekki að vera saman fyrr
en á síðasta ári.
Missti
stjórn á sér
Áflog brutust út milli lífvarða
rapparans 50 Cent og áhorfenda
á ldúbbi í Springfield um helg-
ina. Rapparinn missti stjóm á
skapi sínu þegar einn áhorfenda
kastaði vatni á
hann og henti
sér á hóp að-
dáenda. Eftir
að lögreglan
náði að
stoppaáflog-
in dreif rapparinn sig aftur upp á
sviðið og kláraði lagið en dreif
sig síðan út. Lögreglan rannsak-
ar nú hvort skothríð eftir tón-
leikana tengist rapparanum.
Tveir voru handteknir og einn
slasaðist.
Sæti söngvarinn úr strákahljómsveitinni Blue,
Duncan James, er farinn að leika í kvikmynd-
um.Vinirsöngvarans
segja hann ekki ætia að
ranka við sér einn daginn
og uppgötva að hljóm-
sveitin sé buin að vera og
hann atvinnulaus. Fyrsta
hlutverk hans er í róman-
tískukvikmyndinniThe
Truth About Love þar
semhannleikurámóti
Jenntfer Love-
Hewítt. „Duncan er
fyrrverandi fyrirsæta svo
hann er laus við alla feimni og ekki þarf að minn-
ast á hversu glæsilegur hann er," sagði talsmaður
söngvarans.
Fallega leikkonan Scarlett Johansson er veik fyrir eldri
mönnum, en hún er sjálf 19 ára. Fyrst var það Bill Murray en
nú leikarinn Benicio Del Toro.
eCkl?ZJ°h*™°n. ':«°rln,ennverða
ekki eftirsóknarverðír fyrr
fertugsaldurinn.'-
Benicio DelToro Leikarinner
aöaRegaÞekkturfiröa^na
undiraugunum.Aðnrgesttr
voru forviða yfir Scarlett að
sýna honum áhuga.
Hin 19 ára Scarlett Johansson
hefur viðurkennt að hafa átt ástar-
fund með Benicio Del Toro í hótel-
lyftu. „Við vorum ekki komin úr lyft-
unni þegar lostinn tók völdin," sagði
leikkonan hreinskilin í viðtali. Parið
vakti mikla furðu viðstaddra á Ósk-
arsverðlaunahátíðinni. „Ólíkara fólk
er ekki til. Hún er svo falleg en hann
þekktastur fýrir baugana undir aug-
unum. Það er ekki hægt að segja að
hann sé myndar-
legur," sagði
vitni. Parið
gekk að lyft-
unni í faðm-
lögum og
skeytti ekkert
um augngotur
gestanna í
kring. Kunnug-
ir segja hana
hafa boðið leik-
aranum, sem er
37 ára, upp á
herbergi sitt.
Annað vitni
sagði lyfturnar
pínulitlar og eld-
gamlar. „Ég þori
varla að nota
þær, hvað þt
stunda kynlí
þarna inni." Scar-
lett hefúr áður viðurkennt að hún
laðist að eldri mönnum en hún var
meðal annars skotin í meðleikara
sínum úr Lost in Translation, hinum
53 ára Bill Murray. „Karlmenn verða
ekki eftirsóknarverðir fyrr en á fer-
tugsaldri," sagði leikkonan.
Dansað til að gleyma
Þvílíka djöflasnilld hef ég sjaldan
séð. Það hlaut að vera eitthvað ynd-
islegt við þessa ræmu fyrst að höf-
undar South Park tileinka henni
heilan þátt og að notendur Internet
movie database velja hana sem
næst lélegustu mynd allra tíma. Ég
iðaði í skinninu að fá að sjá hana og
ég varð svo sannarlega ekki fyrir
vonbrigðum þegar ég og félagarnir
fjölmenntum í Smárann.
Sagan setur fram afar fallega
mynd af fátækrahverfum Los Angel-
es þar sem gengi útkljá mál sín með
því að dansa hvort gegn öðru í fé-
lagsmiðstöðvum og félagarnir Dav-
id og Elgin (Omarion og Houston),
sem vinna fyrir salti í grautinn með
því að dreifa eiturlyfjum, eru félagar
í ósigrandi krúi.
Einn daginn fá þeir áskorun frá
tveimur hvítum drengjum frá
Orange County um að keppa um
5000 dollara. Éinn úr hópi Davids
og Elgins svíkur þá og dansar með
vondu hvítu strákunum og það
verður til þess að hetjurnar okkar
tapa. Sárir og vonsviknir reyna þeir
að vinna upp peningana sem þeir
töpuðu og þegar David er að gera
hosur sínar grænar gagnvart systur
Elgins verður Elgin fyrir árás og stór
sending af eiturlyijum sem hann var
með er stolið. Ekki nóg með það að
nú skuldi hann eiturlyfjabaróninum
stórfé heldur var hann barinn svo
illa að hann getur ekki dansað eða
spilað körfu. Hann kennir svo David
um hvernig fór fyrir sér og slitnar
upp úr vinskapnum í kjölfarið.
En það er von um bjartari daga
þegar þeir komast á snoðir um
risadanskeppni þar sem heilir
50.000 dollarar eru í verðlaun og
tækifæri til þess að koma fram í eld-
heitu myndbandi með Lil’ Kim.
Endar þetta svo allt saman í svo
svakalegu dansatriði að þvílíkt og
annað eins hefur varla sést síðan
Breakiní 2: Electric Boogaloo.
Leikstjórinn og handritshöfund-
urinn Chris Stokes, sem skemmti
okkur síðast með hinni „stórkost-
legu“ House Party 4, ber fram ótrú-
lega barnalega heimsmynd þar sem
eiturlyfjasalar þurfa ekki að horfast í
augu við eyðileggingarmátt dópsins
eða afleiðingar þess að stunda jafn
ólöglegt athæfi og það virðist öllum
vera sama um að þessar tvær per-
sónur skuli stunda þessa vinnu. Öll-
um er reyndar alveg sama um sög-
una enda endast þau atriði varla
meira en fimm mínútur í senn, rest-
in er dansatriði þar sem persónur
kastast fram og aftur og reyna að
toppa andstæðingana í flottheitum.
Maður fær alveg grænar bólur og
veltist um af hlátri við að sjá þessa
You Got Served
Leikstjóri: Chris Stokes
Aðalhlutverk: Omarion,
Marques Houston,
Jennifer Freeman,
Christopher Jones
og Robert Hoffman
★ ★★
Ómar fór í bíó
„leikara", sem eru reyndar meðlim-
ir í R&B grúbbunum B2K og IMX,
fara með línur og reyna að vera í sál-
arkreppu og það er alveg augljóst að
þeir voru ekki valdir út af leikhæfi-
leikum þeirra.
Ég er í svolitlum vanda varðandi
stjörnugjöf. Þetta er frábært dæmi
um mynd sem er svo léleg að hún
verður skemmtileg og ég hef sjaldan
hlegið jafn mikið í bíó. Á ég að
dæma hana sem kvikmyndaverk,
handrit og svoleiðis því ef svo er þá
fær hún feita hauskúpu, eða á ég að
dæma hana út frá skemmtanagildi?
Ég held að ég verði hreinlega að
hvetja fólk til þess að fara að sjá
þessa mynd til þess að geta orðið
vitni að þessari örgustu snilld
þannig að hún fær heilar þrjár
stjörnur.
You Got Served er tvímælalaust
fyndnasta mynd ársins og það er
vonandi að framhaldið You got ser-
ved 2: The Empire Serves Back sé
ekki langt undan.
Ómar öm Hauksson
Stjörnuspá
Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri er
fimmtugur í dag. „Ef hann leitar eftir við-
skiptalegum árangri ætti hann að sleppa tök-
um á fortíð sinni því hann er bundinn fortíð-
inni mjög sterkum böndum, oft
í gegnum skyldfólk jafnvel.
| Honum er gefinn sá eiginleiki
I að draga fólk að sér þó hann
virðist jafnvel ekki hreyfa sig
og kemur það sér vissulega
i vel með hækkandi sól þeg-
1 ar viðskipti eru annars veg-
I ar," segir í stjörnuspá hans.
vv Vatnsberinni20.y<?fl.-7&/avj
V\ ----------------------------------
Barnið í þér er auðsært en þú
mátt aldrei efast um líðan þína þegar
þú spyrð sjálfið hvert skal haldið kæri
vatnsberi, hafðu þetta hugfast dagana
framundan.
H
F\Skm\t (19.febr.-20.mars)
Þú hefur mikinn viljastyrk,
festu og næga greind til að vernda þig
fyrir smávægilegum erfiðleikum sem
koma í veg fyrir að þú upplifir þínar
innstu þrár.
T
Hrúturinn I21.mm-19.april)
Stærsta ástin í lífi þínu getur
birst þegar minnst varir og þú löngu
hætt/ur að leita. ( undirmeðvitund þinni
forðastu vissa hluti og viðbrögð við
þeim verða jafnvel að vana hjá þér.
b
NaUtið (20.april-20.mai)
Hrein sköpun og frelsi bíður
þín þegar þú hefur endanlega ákveðið
innra með þér að upplifa af frjálsum vilja
töfra ástarinnar og ekki síður tilveru
þinnar. Þú ert minnt/ur á það hérna að
þeir sem leita stöðugt að öryggi halda
áfram að leita alla ævi án þess að finna
það sem leitað erað.
Tvíburarnir (21. maí-21.]úní)
Þú upplifir ástina hér aföllum
mætti og tekur jafnvel sjálfið og eigin
lífsgildi til algerrar endurskoðunar.
Skynjun þín og tilfinningar eru fyllri og
opnari á þessum tímapunkti f lífi þínu.
n
'~7S K\M\m(22.júní-22.júli)
Talan tveir sýnir að þú ert fær
um að nota fegurð fortíðar tii að endur-
skapa og upplifa nútíðina á réttan máta
með þeim sem þú elskar kæri krabbi.
LjÓnÍðí/l. júli- 22. ógúst)
Þú ættir að tileinka þér að
opna hjarta þitt og tjá tilfinningar þínar
í sama mæli og hugmyndir þínar.
Meyjan (21 agúst-22. septj
Þú leitar án efa sannleikans
þessa dagana. Þú getur gert það sem
þér líkar ef þú aðeins hlúir að eigin til-
finningum. Þú ert að sama skapi fær
um að draga að þér það sem þú þarfn-
ast.
Q Vogin (23.sept.-23.okt.)
Orðum þínum má treysta full-
komlega og þú virðist ekki segja neitt
nema þú meinir það. Þú býrð yfir sjálfs-
öryggi og styrkur þinn gerir að verkum
að enginn getur ráðskast með þig og
tilfinningar þínar.
TTl
Sporðdrekinn (24.okt.-21.n6v.)
Viðurkenndu tilfinningar þínar
í stað þess að bæla þær niður því þegar
þú gerir það geislar langar leiðir af þér
sjálfsöryggi og reisn.
/
Bogmaðurinn (22.n0v.-21.deu
Talan sjö segir að þú sért
skrefi á undan öðrum sumarið
framundan og látir það ekki á þig fá
þótt innra með þér ólgi tilfinningar sem
gætu lagst þungt á aðra. Yfirvegun ein-
kennir þig hérna.
z
Steingeitin (22.des.-19.janj ___
Orkuflæði þitt er vægast sagt
mjög öflugt en þú ættir að huga vel að
smáatriðum líðandi stundar og hafa
hugfast að stolt þitt er án efa tvíeggjað
kæra steingeit. Þú ættir að nota það á
jákvæðan hátt.
m
SPÁMAÐUR.IS
r