Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Blaðsíða 32
J"J/# ^ í t CJl)jí 0 t Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
^nafnleyndarergætt. r-> r-' r \ r-J
5505090
SKAFTAHLÍÐ 24, 105 REYKJAVÍK [ ST0FNAÐ 7970 ] SÍMISS0S000
• Fjölmiðlalög Davíðs Oddsson-
ar eiga eftir að snerta marga og
jafnvel þá sem síst skyldi. Úr
herbúðum Útvarps Sögu berast
nú þær fréttir að þar séu öll
áform um frekari útbreiðslu í
uppnámi vegna þróunar mála.
Hugmyndir Ingva Hrafns Jóns-
sonar og félaga um uppsetningu
senda víða um land og draum
um Sögu sem þjóðarútvarp með
tilstyrk öflugra fyrirtækja í
óskyldum rekstri, feykjast nú um
eins og titrandi lauf í eigin vindi.
Eftir kunna menn að sitja með
sárt ennið og fáir óhultir. Meira
að segja Ingvi
Hrafn, sem kallað-
ur hefur verið
blaðafulltrúi Bláu
handarinnar, og
Amþrúður Karls-
dóttir komin út af sakramentinu
hjá Framsóknarflokknum þó
hún hafi eitt sinn vermt þar
varamannabekk þingmanna...
Það hefurverið gufaí
skálanum!
Stjarna á
tjaldvagni
Gutuskálum
frá Keflavík
Upptökum á bresk-
kanadísku kvikmyndinni
Guy X hér á landi er lokið.
Hópur kvikmyndagerðar-
manna hefur undanfarnar
vikur dvalið á Gufuskálum
á Snæfellsnesi og í hópn-
um voru stjórstjörnurnar
Jason Biggs úr American
Pie og Natascha McElhone
sem þekkt er úr The Trum-
an Show, Ghost Town og
spennutryllinum Ronin.
íslenskt útsjávarrok
barði á kvikmyndaliðinu á
meðan á dvölinni í Gufu-
skálum stóð og var Natascha McEl-
hone eiginlega um og ó. Hún dvaldi
í tjaldvagni að hætti stórstjarna á
tökustað og hafði þrjá snyrtifræð-
inga sér til aðstoðar; allt karlmenn
sem höguðu sér þó eins og konur.
Ekki veitti af aðstoðinni því allt sem
sett hafði verið í skorður fauk sam-
stundis er út úr tjaldvagninum var
komið.
„Þetta var reyndar lítill, sætur
húsbíll sem við tókum á
ieigu hjá bílaleigunni
Geysi í Keflavík," segir
Anna María Karlsdóttir
hjá íslensku kvikmynda-
samsteypunni sem er
meðframleiðandi á Guy
X. „Nú taka við fjögurra
vikna tökur í Kanada/1
segir hún.
Annars undi
Natascha McElhone hag
sínum vel í húsbílnum á
Gufuskálum við ysta haf.
Leikkonan hefur þegar
stimplað sig inn sem ein
af þeim stóru eins og hlutverk henn-
ar hingað til sanna. Fædd í London
1971 en foreldrar hennar eru báðir
blaðamenn. Bróður á hún sem heit-
ir Damon og sá skrifar kvikmynda-
handrit í Hollywood. Natascha er
gift lýtalækninum Dr. Martin
Hirigoyen Kelly og saman eiga þau
soninn Theódór sem kallaður er
Bean. Þá á fjölskyldan kött sem heit-
ir Súpa (Soup).
Anna Maria Karlsdóttir
Islenska kvikmyndasam-
steypan er meöframleið-
andi að GuyX.
Natascha McElhone í
Natascha McElhone Var með þrjá snyrtifræðinga i tjaldvagninum sem allir voru karlmenn
en höguðu sér eins og konur.
Fatlaðir í fótspor Hróa hattar
Borgaryfirvöld íhuga nú hvar
best sé að koma fyrir bogfimivelli
fyrir fatlaða en bogaskyttur eru
margar í hópi fatlaðra og hafa þeir
margir hverjir sýnt mikla leikni í
íþróttinni. Bogfimi er meðal fárra
íþróttagreina þar sem fatlaðir
standa ófötluðum á sporði og geta
keppt í sama flokki.
Þórður Ólafsson, framkvæmda-
stjóri íþróttafélags fatlaðra, segir að
til sé teikning af bogfimivelli í Elliða-
árdal en aðrir staðir komi vissulega
til greina. Gera verði ráð fyrir land-
rými sem rúmi skotfæri allt að 90
metrum. „Bogaskytturnar eru marg-
ar flinkar og gætu auðveldlega klofið
epli á höfði manns á 30 metra færi,"
segir Þórður.
Hrói höttur Fyrirmynd fatlaðra á iþróttasvið■
inu.
íslandsmeistari í bogftmi er nú
Guðmundur Þormóðsson. Hann er
ófatlaður.
/
AfcDonalds
Gestur Einar vill
ekki McDonalds
„Mér finnst miður að þessi mál
séu komin á þessa braut," segir út-
varpsmaðurinn Gestur Einar Jónas-
son, en árdegisþáttur hans á Rás 2 er
nú í boði McDonalds skyndibitakeðj-
unnar. „Ég vil helst vera í boði hlust-
enda en er ekki spurður heldur fæ að-
eins tilkynningu frá yfirstjórninni um
að svona eigi þetta að vera."
Gestur Einar hefur um árabil verið
einn vinsælasti útvarpsmaður lands-
ins og lengi helsta skrautfjöður Ríkis-
útvarpsins í léttari kantinum; „Sjálfur
borða ég ekki McDonalds hér norður á
Akureyri því þeir em ekki til. Ég hef
hins vegar smakkað þá í Reykjavík og
erlendis og þeir em í sjálfu sér ágæt
magafylling á ferðalögum," segir Gest-
ur Einar sem ætlar ekki að mótmæla
frekar kostunaraðila sínum á ljósvak-
anum sem fýrirvaralaust var skellt á
hann að óvörum.