Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR /. JÚNl2004 Fréttir DV 43 ára gömul móðir í Vesturbænum er grunuð um að hafa banað ellefu ára gamalli dóttur sinni og stórslasað fjórtán ára gamlan son sinn. Hún verður í gæsluvarðhaldi til 14. júní og gert að gangast undir geðrannsókn. Ellefu ára dóttir hennar lést af stungusárum sem hún fékk í rúmi sínu að morgni sunnudags. Fjórtán ára bróðir hennar komst við illan leik alblóðugur til fjöl- skyidu vinar síns, sem gerði lögreglu viðvarL Móðirin grunuð um að hafa stungið böm söi þar sem þau lágu sofandi og stungið sig síðan í brjóstið. Lögreglumenn gæta hennar á sjúkrabeði. Lögregluþjónar gæta móður- innar á Landspítalanum, en hún er grunuð um að hafa banað ellefu ára gamalli dóttur sinni og stórslasað íjórtán ára son sinn með eldhúshnífi sem fannst á vett- vangi. Svo virðist sem konan hafi stungið börn sín þar sem þau lágu sofandi í rúmum sínum í kjallara- íbúð við Hagamel. Drengurinn komst burt við illan leik en stúlkan var úrskurðuð látin þegar lögreglan mætti á staðinn snemma í gær- morgun. Greinilegt var að drengurinn var töluvert særður því hægt var að rekja blóðslóðina frá heimili hans að heimili vinafólks sem býr í blokk við Kaplaskjólsveg. Konan á heim- ilinu hringdi á lögreglu, sem fór að heimili drengsins og fann þar syst- ur hans og móður liggjandi í blóði sínu. Móðirin var með alvarlega áverka, stungusár á brjósti. Talið er að hún hafi veitt sér þau sjálf. Konan var seint í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 14. júní og gert að sæta geðrannsókn. „Fyrstu at- huganir okkar byggjast á því að þetta hafi verið atburðarásin,“ segir Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík. „Það er bæði tímasetningin og aðstæður á staðn- um sem benda til þess að svona hafi þetta verið," segir hann. íbúar í vesturbæ Reykjavíkur eru harmi slegnir eftir atburðina og fengu margir áfallahjálp í gær. Prestar í Neskirkju héldu minning- arathöfn um hina látnu í gærkvöldi. Þegar DV bar að garði snemma í gær var tæknideild Iögreglunnar að störfum. Búið var að girða húsið af og fjöldi fólks fylgdist með úr fjar- lægð. Þegar líða tók á daginn komu ættingjar með rós og lögðu á stétt- ina til minningar um ungu stúlk- una. Fleiri blóm bættust við eftir því sem leið á daginn. Heimihs- kötturinn stóð úti á gangstétt og vældi ámátíega. Lögreglan setti köttinn inn í lögreglubíl og keyrði burt. Stjúpafi barnanna, sem er bú- settur á Akureyri, segir konuna hafa átt við vandamál að stríða vegna þunglyndis. „Við höfðum áhyggjur af henni," segir hann. “Þetta var bara kona sem maður sá fara í búðina og lifa eðlilegu lífi,“ segir nágranni sem vaknaði við sírenuvæl snemma í gærmorgun. Hann segist ekki hafa orðið var við nein ólæti um nóttina. Þetta hafi komið öllum í opna skjöldu. Annar nágrcmni sem býr í hús- inu þar sem morðið var framið seg- ir konuna hafa Ufað fyrir börnin sín. Hún hafi verið sjúkUngur og ekki getað unnið. „Því fýlgdist hún vel með börnunum. Það voru aldrei lætí hjá henni. Engin partí | eða neitt svoleiðis. Ég skil ekki hvað hefur gerst,“ segir nágrann- inn, sem vildi ekki koma fram und- ir nafni. Vilborg Þórarinsdóttir, félags- ráðgjafi hjá Barnaverndarneftid Reykjavíkur, segir að málefni þess- arar fjölskyldu hafi ekki komið inn á borð Barnaverndar Reykjavíkur. Faðir barnanna býr í Danmörku en ættingjarnir höfðu ekki náð sambandi við hann í gær, þegar DV hafði síðast fféttir af máUnu. Vinir látnu stúlkunnar votta henni virðingu sína Nágrannarog vinirgerðu sérferð að \ vettvangi harmleiksins þegar fréttist afatburðunum. Þessi vinkona stúlkunnar lagði rós á stéttina fyrir utan húsið. Þegar leið á daginn, fjölgaði blómunum. Einar Magnússon, skólastjóri í Hagaskóla Harmurinn er mikill Klukkan 5.21 Heimilisfólk í blokk við Kaplaskjóls- veg hringir á lögreglu. Fjórtán ára fjölskylduvinur bankaði upp á al- blóðugur með stungusár á kviö. Lögreglan sækir drenginn, hann er fluttur á sjúkrahús talsvert særður og ferað heimili hans við Hagamel. Þar fann lögreglan ellefu ára gamla systur drengsins látna og móður þeirra með alvarleg stungusár. Móðirin fluttá sjúkrahús þar sem hún gekkst undir aðgerð. Á sama tíma fór drengurinn í að- gerð. Lögregla leggurgögn fyrirdómara sem úrskurðar konuna í gæsluvarð- hald, grunaða um að hafa oröið dóttur sinni aðbana og stórskaðað son sinn. Lögregla vaktar konuna á sjúkra- húsi. Hún verður I gæsluvarðhaldi til 14.júní. ekki. Einar „Við erum með áfaUaáætíun og munum fara eftir henni,“ segir Ein- ar Magnússon, skólastjóri í Haga- skóla. Drengurinn sem slapp við Ulan leik í gærmorgun frá heimili sínu er nemandi í Hagaskóla. Einar segir að hann hafi verið í sambandi við prestana og skólastjórann í Melaskóla varðandi viðbrögð við þessum atburðum, sem vissulega séu hræðilegir. „Það verða próf á morgun en við munum reyna að koma til móts við nemendur sem eiga um sárt að binda," segir Einar. „Þetta er mik- A ið áfaU fyrir samfélagið og Æ harmurinn er mikiU, sérstak- Æ. lega í Melaskóla þar sem jfl stúlkan sem lést á vinkonur og flj var við nám." Ragna Ólafsdóttir, skóla- fH stjóri Melaskóla, var enn að ná sér eftir fréttirnar þegar DV hafði samband við hana. Hún segir fólk vera rétt byrjað að melta þetta. „Við verðum í eins mikiUi samvinnu og við getum við sókn- arprestana Örn Bárð og Sig- urð Arna," segir Ragna. „Maöur er bara sleginn yfir jÆ |ii'ssu; niaður jÆ skilur þctta Æ Bara orðin mjög róleg og góð Magnússon segir að atburðir sem þessi hafi gríðarleg áhrif út í sam- félagið. „Hverfið er slegið rétt eins og í vetur þegar stúlkurnar tvær fórust í bílslysinu í febrúar," segir hann. „Eins og þá verðum við í sambandi við prestana í Neskirkju varðandi hjálp fyrir nemendur. Þeirra styrkur var ómetanlegur og nú er aftur nauðsynlegt að alUr standi saman." Bænastund var haldin í Nes- kirkju í gær. „Það var fyrsta skrefið í að , takast á við |sorgina,“ segir l Einar. „Maður fl vUl bara ekki 1 trúa þessu. [ Þetta er alveg 'með ólíkind- Einar Magnússon, skólastjóri Segir skólann vera með sérstaka áfallaáætlun Mæðginin bjuggu þrjú saman í kjallaraíbúð á Hagamel. Stúlkan gekk í sjötta bekk í Melaskóla en sonurinn er í Hagaskóla. Stúlkan hafði mUdnn áhuga á tónlist og kvikmyndum en hafði einnig mjög gaman af dýrum. Einn köttur var á heimUinu. Hún lagði mikið upp úr því að halda úti heimasíðum á netinu. Þar valdi hún lag mánað- arins, dýr mánaðarins og upplýsti um viðhorf sín til ýmissa atriða. Hún segir frá því að hún hafi í síðustu viku farið á kvikmyndina Van Helsing og mælir með henni. Þá hlakkaði hún mikið til að reyna að komast á tónleika með Korn og MetaUica. Hún hvetur konur til að berjast fyrir rétti sínum og hélt uppi öflugum skoðanaskiptum við vinkonur sínar á netinu, sem henni finnst ekki vera nógu dug- legar að bæta inn efni. Af lýsingum að dæma var þarna á ferðinni stúlka sem hafði ríka sköpunarþrá og kímnigáfu en lýsti sjálfri sér sem nokkrum uppreisnarsegg. „Svo núna í 6. bekk er ég bara orð- in mjög róleg og góð!“ skrifaði hún. Heimiliskötturinn í lög- regiubíl Kisan vappaði um fyrir utan fbúðina. Lög- regla kom henni igeymslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.