Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2004, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDACUR 1.JÚNI2004
Fréttir DV
Fæddist með
tvö höfuð
Tvíhöfða geit fæddist
fyrir fáeinum dögum í
Bauta-héraði á
Kúbu. Skepnan
hefur að vonum
vakið mikla athygli
og hefur eigand-
inn, Juan Bolanos,
gert allt til að halda
henni á lífi.
Kiðlingurinn notar
bæði höfuð jafnt til
að anda og nærast - og svo
lokar hann og opnar augun
fjögur á sama augnablik-
inu. Dýralæknar spá því að
kiðlingurinn lifi ekki meira
en tíu daga í það mesta.
Handteknir
eftir innbrot
Þrír ungir piltar voru
handteknir á sunnudag
eftir innbrot í Granda-
skóla við Rekagranda í
vesturbæ Reykjavíkur.
Lögreglu barst tilkynn-
ing um innbrotið um
fimmleytið aðfaranótt
sunnudags. Þegar lög-
reglan kom á vettvang
voru tveir piltanna fyrir
utan skólann en sá þriðji
var enn innandyra. Voru
þeir allir handteknir og
færðir til yfirheyrslu á
lögreglustöð. Samkvæmt
upplýsingum lögreglu
höfðu þeir spennt upp
glugga til að komast inn
í skólahúsnæðið.
Stunginn í
miðbænum
Ungur maður var hand-
tekinn í miðbæ Reykjavíkur
aðfaranótt mánudags eftir
líkamsárás sem átti sér stað
á veitingastað rétt eftir
klukkan fimm. Fórnarlamb-
ið var flutt á sjúkrahús til
aðhlynningar en var ekki
talið alvarlega slasað. Árás-
armaðurinn var yfirheyrður
í gær en hann var talinn
hafa beitt hnífi í átökunum.
Nokkur vitni voru að árás-
inni og liggja málsatvik að
mestu ljós fyrir.
Gunnar I. Birgisson
Cunnar I. Birgisson alþingis-
maður er flnn náungi, fljúg-
andi greindur og skemmtileg-
ur. Ounnar er sagður miklu
frjálslyndari en margirhalda.
Hann er ötull Iöllu sem hann
tekur sér fyrir hendur og þykir
leyna skemmtilega á sér.
Gagnrýni á gyðinga innan bandarísku stjórnsýslunnar hefur aukist mjög á síðustu
vikum. Þingmenn, embættismenn og aðrir sérfræðingar eru meðal þeirra sem
segja ráðgjafa Bush og aðra embættismenn af gyðingauppruna hafa ráðlagt forset-
anum að fara í stríð við írak til að tryggja öryggi ísraels. Gyðingar segja þetta upp-
um fordóma.
ísraelska blaðið Haaretz skýrði frá því í gær að sífellt fleiri emb-
ættismenn, þingmenn og sérfræðingar í Bandaríkjunum saki
gyðinga sem starfa í bandaríska stjómkerfinu um að hafa lagt á
ráðin um stríðið í frak. Þetta eiga þeir að hafa gert til að tryggja
öryggi Ísraelsríkis. Samtök gyðinga í Bandaríkjunum hafa mót-
mælt ásökununum.
Allt fór þetta af stað þegar banda-
ríski öldungadeildarþingmaðurinn
Ernest Hollings, sem er kjörinn full-
trúi Demókrataflokksins, skrifaði
umdeilda grein í bandarískt dagblað
fýrir skömmu. Þar hélt Hollings því
fram að hópur gyðinga sem starfar í
bandaríska varnarmálaráðuneytinu
hefði ráðlagt Bush forseta að hefja
stríð gegn írak. Þetta eiga þeir að
hafa gert til að tryggja hagsmuni
ísraels.
Helstu ráðgjafarnir síonistar
Meðal þeirra sem nefndir eru í
þessu samhengi eru aðstoðarvarn-
armálaráðherrarnir Paul Wolfovits,
Douglas Feith og Richard Perle. Þá
hefur bandaríski hershöfðinginn
Ernest Hollings Öldungardeildarþingmað-
ur Demókrataflokksins hefur gagnrýnt gyð-
inga innan bandarlsku stjórnsýslunnar og
sagt þá ganga hagsmuna Israelsríkis þegar
þeir ráölögöu Bush að ráðast á Irak.
Anthony Zinni einnig gefið í skyn að
gyðingar innan bandarísku stjórn-
sýslunnar hafi ráðlagt Bush að ráð-
ast inn í írak. Zinni, sem á sfnum
tíma var einn helsti ráðgjafi George
W. Bush forseta í friðarviðræðunum
fyrir botni Miðjarðarhafs, mætti
m.a. í viðtal hjá sjónvarpsþættinum
60 Minutes þar sem hann sagði
marga af helstu ráðgjöfum Bush
vera síonista. Sagði hann þá fyrst og
ffemst vera umhugað um hagsmuni
fsraels og tilgangur innrásarinnar
væri að styrkja stöðu þeirra meðal
nágranna sinni í Mið-Austurlönd-
um.
Samtök gyðinga í Bandaríkjun-
um hafa vísað þessum ásökunum á
segja um hreina fordóma að
Richard Perle Einn helsti ráögjafi George
W. Bush i utanríkismálum hefur verið sakað-
ur um að ganga hagsmuna Israelsrikis og
hafa þvl ráðlagt Bush að fara í strlð við Irak.
Anthony Zinnl og Arafat Zinni var einn helsti ráðgjafi Bush forseta i friðarviðræöunum fyrir
botni Miðjarðarhafs. Hann sakar marga afhelstu ráðgjöfum Bush um að hafa ráðlagt honum
að fara istríð við Irak til að tryggja öryggi Israels.
ræða. Undir það tekur ísraelska
blaðið Haaretz og þar er sagt að
ásakanir á borð við þessar muni
koma til með aukast á næstu mán-
uðum samhliða því sem spennan
vegna forsetakosninganna í Banda-
ríkjunum eykst.
Vantar skýra stefnu
Þá hafa fleiri raddir sem þessar
heyrst í Bandaríkjunum á síðustu
vikum. New York Times birti fyrir
skömmu grein þar sem bein tengsl
voru sögð vera á milli innrásarinnar
í írak og deilunnar mUli Palestínu-
manna og ísraelsmanna. Þar var
meðal annars haft eftir embættis-
mönnum í Washington að leiðin til
Jerúsalem lægi í gegnum Bagdad og
þar með gefið í skyn að til að leysa
deiluna milli gyðinga og araba þyrfti
fyrst að koma málum íraks á hreint.
Þessu hafa menn á borð við áður-
nefndan Zinni hins vegar furðað sig
á. „Það væri nær að snúa þessu við.
Leiðin til Bagdad liggur í gegnum
Jerúsalem," var haft eftir Zinni og
undir þetta tekur einhver virtasti
fræðimaður Bandaríkjanna þegar
kemur að málefnum Mið-Austur-
landa, Anthony Cordesman. Hann
hefur látið það frá sér fara að eina
leiðin til að fá arabaheiminn til að
hætta andstöðu sinni við Bandaríkin
sé fyrir þarlend stjórnvöld að taka
skýra afstöðu til deilu Palestínu-
manna og ísraela. Cordesman segir
að um leið og skýr stefna verði tekin
í málum þar muni verða auðveldara
að leysa aðrar deilur við arabaríkin.
Bandarískp gyúingum
kennl um íraksstríð
Skotvopn Saddams Hussein
Fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ
Bush leikur sér með
byssu Saddams
Byssan sem Saddam
Hussein, fyrrum einræð-
isherra í írak, beindi að
bandarískum hersveit-
um þegar hann var
handtekinn í írak er
geymd á skrifstofú
George W. Bush Banda-
ríkjaforseta í Hvíta
húsinu. Talsmaður
forsetans staðfesti
þetta í gær en það var
bandaríska tímaritið
Time sem greindi frá
staðsemingu byssunnar í liðinni
viku. Hermennirnir sem tóku
Saddam höndum munu hafa sent
forsetanum byssuna til minja.
Byssan er geymd í
hliðarherbergi forseta-
skrifstofunnar, sama
herbergi og Clinton
gerði sér dælt við Mon-
icu Lewinsky í um árið,
og forsetinn kvað að-
eins sýna útvöldum
gesmm gripinn. „Hann
er mjög stoltur af því
að eiga byssuna," sagði
heimildarmaður Time sem hafði
orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að
sjá byssuna þegar hann heimsótti
Bush. „Forsetanum þykir heiður að
því að varðveita byssuna enda er
hann stoltur af framgöngu hersins í
írak,“ segir talsmaður Bush.
Indverji á forsetabílnum
Indverskur vinur Ólafs Ragnars
Grímssonar sem er í heimsókn hjá
forsetanum snæddi á föstudag há-
degisverð í utanríkisráðuneytinu
með ráðuneytisstjóranum, Gunnari
Snorra Gunnarssyni.
Indverski gesturinn heitir Chin-
maya Gharekhan. Hann er á eftir-
launum en var áður aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
og fastafulltrúi lands síns í öryggis-
ráðinu. Gharekhan er handgenginn
hinni valdamiklu Gandlii-fjölskyldu.
„Okkur þótti fengur að því að reifa
málin með honum. Við ræddum til
dæmis þróunina í indverskum
stjómmálum og hvað verður fram
undan eftir kosningamar í Indlandi í
málum Sameinuðu þjóðanna. Það er
gott að spjalla á óformlegum nótum
við góða gesti um þannig hluti," seg-
ir Gunnar Snorri.
Beðið eftir Indverjanum Bllstjóri forseta
Islands beiö þolinmóöur eftir Chinmaya
Gharekhan fyrir utan utanríkisráðuneytiö á
föstudag. DV-mynd Róbert
Á meðan Indverjinn og Gunnar
ræddu saman og gerðu veitingunum
skil beið bílstjóri forsetans átekta fyr-
ir utan með Benz-bíl embættisins.
Mun forsetinn hafa lánað Gharekhan
bíl og bílstjóra til að skutlast milli
bæjarhluta.
Gharekhan kom til landsins á
fimmtudag og fór utan aftur á hvíta-
sunnudag.