Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Qupperneq 3
DV Fyrst og fremst
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLl2004 3
Sýningin Söngvaspé geröi stnrmandi Inkku
Songvaspé Hér er Raggi
Bjarna ásamt hljómsveitsinni
og þeim sem þátt tóku ísýn-
ingunni Söngvaspé. A innfelldu
'\ rnyndinni er Raggi i dag.
Það var mikið fjör í danshúsinu Glæsibæ á
fyrstu árum síðasta áratugar er Ragnar
Bjarnason söngvari og félagar settu þar upp
sýninguna Söngvaspé. Gamla myndin í dag er
frá október 1992 og sýnir hópinn er stóð að
sýningunni. „Ég var að skemmta í Glæsibæ
ásamt hljómsveit minni á þessum tíma og það
var næstum alltaf
fullt hús,“ segir
Ragnar Bjarnason betur
þekktur sem Raggi Bjarna. „í framhaldi af því ákváðum við að
setja þessa sýningu upp og er óhætt að segja að hún hafi gert
stormandi lukku á staðnum."
Ragnar fékk til liðs við sig Ríó Tríó, Ómar Ragnarsson og
Gamla myndin
EvuÁsrúnu söngkonu og gekk sýningin í Glæsi-
bæ fram eftir vetri. „Þetta var þrælgott lið sem
við fengum með okkur, bullandi húmor í sýn-
ingunni og eftir á spillti ekki fyrir að mjög stórt
dansgólf var á staðnum," segir Raggi Bjarna.
Aðspurður hvort hann sé enn viðloðandi
„bransann" segist kappinn vera hræddur um
það. „Ég var núna síðast um helgina á Bolungarvík
með þeim Ómari Ragnars, Magga Kjartans og
Birgittu Haukdal," segir hann. „Annars á ég sjötugs-
afmæli nú í haust og held jafnframt upp á 50 ára afmæli mitt
sem söngvari. Af því tilefni ætía ég að gefa út plötu með fjölda
gestasöngvara þar sem gömlu vinsælu lögin mín verða flutt
með stæl," segir Raggi.
Spurning dagsins
Hvað dreymdi þig í nótt?
Ætlar að láta drauminn
rætast
„Mig dreymdi ekkert í nótt, en í
síðasta draumnum sem ég man
eftir var ég að þvælast í útlöndum
að borða góðar kökur í sól og góðu
veðri. Ég fer til Berlínar Iseptember
og ætla þá að láta drauminn ræt-
ast."
Ragnheiður Eiríksdóttir
tónlistarmaður
„Égheldað
mig hafi
dreymt nafnið
Sigurð og þá er
það fyrirsigri.
Afþví ég er svo
mikið I hægra
orkusviðinu
dreymirmig mikið drauma sem
hafa forspárgildi eða hafa ein-
hverja praktíska þýðingu strax
næstadag."
Benedikt Lafleur listamaður
og útgefandi
„Mig dreymir
svo skrýtna
drauma, til
dæmis nýverið
að ég hefði
verið að taka
viðtal við leik-
ara I New York
og allt fór úrskeiðis. En ég las
einhvers staðar að 90% drauma
fólks eru neikvæðir og trúi því
vel."
Marcie Hume blaðamaður
og ritstjóri
„Þetta ereinn
affáum dög-
um sem ég get
ekki munað
það. Ég man
þetta fyrsta
andartakið
þegar ég opna
augun, I morgun mundi ég bara
ekki eftir neinu."
Jón Aðalsteinn Bergsveins-
son sagnfræðinemi
„Mig dreymir
svooftsvo
skemmtilega
en í nótt vakn-
aði ég þegar
maðurinn
minn hrökk
upp. Hann
hafði dreymt að hann væri í
rosafínu matarboði og tónleik-
um niður í bæ að fá sér franskar,
enhann borðar aldrei franskar."
Kristrún Kristófersdóttir
myndlistarkona
Draumfarir þykja stundum vísbending um framtíðina. Margir
telja sig geta lesið í drauma sína, en aðrir hreinlega muna ekki
drauma sína.
Rauðvarð sólinsæla
Móðuharðindi
Séra Jón Steingrímsson
er frægur í íslenskri
sögu sem eldklerkurinn
en þegar Skaftáreldar
stóðu sem hæst þótti
samtímamönnum hans
augljóst að hann hefði
stöðvað hraunflaum að
kirkjunni á Klaustri með prédikun
sinni í „eldmessunni" einni saman.
Sönnu nær mun þó að það sem
bjargaði kirkjunni var að hún stóð
uppi á hól.
En Jón er
jafnmerkur
fyrir því, hann skrifaði frábæra
sjálfsævisögu og lýsingar hans á eld-
unum og síðan móðuharðindunum í
kjölfarið eru einstæðar. En Jón orti
líka kvæði um hörmungar og kallaði
Angurvöku. Þar eru meðal annars
þessi erindi:
Afeiðum að oss sendi
eld, sem hingað vendi,
fjórtán bæi upp brenndi
og blómleg undirlendi,
ákaft áfram renndi,
eftirskildi hraun og sker.
Herrann Jesús hjátpi mér.
Býsn sú biðja kenndi
og beturguði hlýða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
Rauð varð sólin sæla,
sands féll yfir pæla,
brennisteins vatn og bræia,
bliknaði fold og dæia,
skepnur veina og væla,
villtar dóu þar og hér.
Herrann Jesús hjálpi mér.
Svoddan Sorgargæla
sáran jók oss kvíða.
Sendi oss drottinn sigurinn
fríða.
Um sumarið sjaldan sáum
sól fýrir mökkum háum
með ódaun ofurþráum,
askan sat á stráum,
frá sagt varla fáum,
hvað fjölguðu ýmsar mannraunir.
Herrann Jesús hjálpi mér.
Eldurínn aurnum gráum
yfír oss gerði hýða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
Helstríð hörmunganna
hiutum þvílíkt kanna,
segja kann eg hið sanna
um sóknarminna granna,
afhálf-fímmhundruð manna
hundrað tæpt hér eftir er.
Herrann Jesús hjálpi mér.
Sumir í sælu ranna,
sumir komnir víða.
Sendi oss drottinn sigurinn fríða.
Ég er ekkert rosa-
lega hrifínn af
raunveruleikan-
um en þaS er
samt eini staður-
inn þar sem mað-
ur fær almenni-
lega að éta.
-Groucho Marx
Þeir er
frændur
Tónlistarmaðurinn
9 fanginn
* Hákon Eydal sem situr i gæsluvarðhaldi vegna
hvarfs Sri Rahamawati, þriggja barna einstæðr-
ar móður frá Indónesíu, og Ingimar Eydal heitinn tónlistar-
maður og kennari eru bræðrasynir. Ingimar var f hópi þekkt-
ustu og vinsælustu tónlistarmanna hér á landi.
Hann hóf að spila fyrir dansi aðeins þrettán ára
gamall. Hann lék með eigin hljómsveit um langt
árabil (Sjallanum. Hákon, sem er múrari að mennt,
er sonur Birgis Eydal prentara. Faðir Ingimars var Hörður
Eydal, starfsmaður Mjólkursamlags KEA á Akureyri. Birgir
og Hörður voru synir Ingimars Eydal, kennara og ritstjóra
Dags á Akureyri, og Guðfinnu Jónsdóttur.
Hafnarfirði
CHESTERFISLD
ÞJÓNUSTA
RflGnfiR BJORnsson ehf