Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Side 9
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ2004 9 Fékk sér eyru eins og Spock Ungur Kínverji kom fegrunarskurðlæknum í Nanjing verulega á óvart með því að vilja fá eyru eins og Spock, ein persónan í Star Trek-þáttunum, hefur. Hann sagðist vera orðinn leiður á sínum eigin eyrum og vildi fá athyglis- vert lag á þau. Lækn ar reyndu að fá hann ofan af þessu uppátæki en hann var harður á sínu og aðgerðin var framkvæmd. Tilhugalíf í verslunum Verslunarmiðstöðvar eru rómantískustu staðirnir í Mexíkó þessa stundina, samkvæmt könnun dag- blaðsins Cronica. Þær hafa það fram yfir aðra staði að það er ffítt inn og þú getur dvalið þar eins lengi og þú vilt. Framkvæmdastjóri stórmarkaðar í Santa Monica segir að mikill íjöldi af pörum hafi náð saman í versluninni. Ein kona sem fann ástina sína við grænmetisborðið segir að þetta sé kannski að fara úr böndunum. Fólk sé farið að mæta spariklætt í mat- arinnkaupin. Kaþólska kirkjan í Austurríki er í uppnámi eftir að mikið magn af barnaklámi og myndir af ungum prestum í kynlífsathöfnum fannst í prestaskóla rétt hjá höfuð- borginni Vin. Krafist er opinberrar rannsóknar á málinu en allt að 40.000 klám- myndir fundust í tölvukerfi skólans „Alltsem hefur að gera með kynvillu og klám á ekkert erindi í prestaskóla." BarnÉlám finnst i austurmkum prestaskóla Kaþólska kirkjan í Austurríki er í uppnámi eftir að upp komst um mikið magn af barnaklámi og myndum af ungum prestum í kyn- lífsathöfnum í tölvukerfi prestaskóla rétt utan við höfuðborgina Vín. Málið komst í hámæli nú í upphafi vikunnar en mun hafa verið á vitorði forráðamanna skólans undanfarið ár. Alls fúndust yfir 40.000 klám- myndir í St. Poelten-skólanum og hafa stjómvöld sem og yfirmenn kaþólsku kirkjunnar í landinu krafist opinberrar rannsókn á málinu. Bisk- upinn sem skólinn heyrir undir, Kurt Krenn, hefur neitað að segja af sér í kjölfar málsins og segir að um „bamalegan hrekk" sé að ræða. Sam- kvæmt frétt frá fréttaþjónustunni Associated Press í Vín mun fundur hafa verið haldinn í yfirstjóm skólans nú á mánudag og í kjölfar hans sagði skólastjórinn Ulrich Kuechi af sér ásamt aðstoðarskólastjóra sfnum Wolfgang Rothe. Kela við kennara Það var hið virta fréttatímarit Profil sem greindi fyrst frá málinu og birti myndir sem sýndu unga presta ásamt kennurum sínum að kyssast og kela og í nokkrum tilfellum vom þeir þátt- takendur í kynsvalli og kynlífsleikjum. Bamaklámið, hins vegar, kom að mestu frá vefsíðum í Póllandi. Hannes Jarolim, talsmaður stjóm- arandstöðunnar í Austurríki, hefur hvatt innanríkisráðherra landsins til að hefja glæparannsókn í málinu hið fyrsta. Saksóknarinn í Vín, Walter Nemec, segir að lögreglan sé nú að kanna tölvugögnin sem lagt hefúr ver- ið hald á en þau sýni prestsefnin „í klámfengnum senum með kennurum sínum" eins og hann kemst að orði. Hrekkur - ekki kynvilla Austurríska biskupasambandið hefur gefið út yfirlýsingu þar sem seg- ir að nákvæm innri rannsókn muni fara fram í málinu. „Allt sem hefur að gera með kynvillu og klám á ekkert er- indi í prestaskóla," segir meðal annars í yfirlýsingu biskupanna. Krenn biskup, sem þykir íhalds- samur kaþólikki, sagði í samtali við austum'ska sjónvarpið að hann hefði séð myndir af kennurum skólans í kynlífsathöfnum með nemendum sínum en lýsti þeim sem velútfærðu hrekkjabragði sem „hefði ekkert að gera með kynvillu" eins og hann orð- aði það. Þessi léttúðugu viðbrögð hans vöktu mikla reiði og hneykslan um allt landið en meirihluti landsmanna er kaþólskrar trúar. „Að safiia bama- klámi er ekki hægt að afgreiða sem hrekk," segir Thomas Huber, einn af meðlimum Græna flokksins á þingi. Aðspurður hvort hann myndi segja af sér svaraði Krenn einfaldlega: „Nei." o BYRGID > V 'íJisC® DAVÍÐS ÖLL KVÖLD 15. - 18. Júlí UPPLÝSINGAR í SÍMA 846 9782

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.