Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Side 19
DV Sport
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLl2004 19
íhier'o
ipgswpjjpggsw
f»ví
Klárir í slaginn Pat Fen/on sést hér I
aulu vesti aðstoða leikmenn sína á
skotæfingu á KR-vellinum. Hann
kveðst hæfilega bjartsýnn fynr leik-
DV-myna GVM
K’>.i
■H||p
ina gegn KR-ingum.
KR tekur á móti írska liðinu Shelbourne í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
DV Sport tók tal af Pat Fenlon, knattspyrnustjóra Shelbourne. Fenlon hefur verið á landinu frá því um
helgina þar sem hann fylgdist með leik KR og Fylkis í Landsbankadeildinni.
Ætlum að nyta okkur
veikleika KR-inga
„KR eru mjög svip-
aðir að getu og ég
hafði búist við og
það eru nokkrir
mjög góðir einstak-
lingar íliðinu. En
þeir hafa sínar
„Ég býst við tveimur jöfnum leikjum og tel bæði lið eiga helm-
ingsmöguleika á að komast áfram í næstu umferð. KR er með
gott lið en það er mikilvægt að við náum að skora og ef við náum
því tel ég okkur vera í góðum málum fyrir seinni leikinn á
frlandi," segir Pat Fenlon, framkvæmdastjóri írska liðsins Shel-
bourne sem KR-ingar taka á móti á Laugardalsvellinum í kvöld.
Shelbourne hefur verið besta lið
írlands um árabil og er sem stendur
langefst í úrvalsdeildinni í landinu.
Liðið er eingöngu skipað atvinnu-
mönnum og jafnvel þó að írsk
knattspyrna sé ekki hátt skrifuð í
Evrópu má gera ráð fyrir að KR-rng-
ar þurfi að sýna allar sína bestu hlið-
ar í leikjunum gegn Shelbourne ætli
þeir sé að fara áfram.
DV Sport leit við á æfingu hjá lið-
inu í vikunni og ræddi við Fenlon,
sem hefur verið hjá Shelbourne (
ails átta ár; fyrstu fimm sem leik-
maður liðsins en síðustu þrjú sem
knattspyrnustjóri. Þó að Fenlon hafi
verið í fullu fjöri á æfingunni sem
liðið átti á KR-vellinum á þriðjudag,
þá spilar hann ekki með liðinu og
hefur aldrei gert á sínum stjóraferli.
„Nei, líkaminn er langt ffá því að
leyfa mér það," segir Fenlon hlæj-
andi, sem er nú samt ekki nema 35
ára gamall.
Það var greinilega mjög gaman
hjá leikmönnum liðsins á æfingunni
sem DV Sport leit inn á hjá liðinu í
vikunni, mikið grín og og mikið glens
og greinilega létt yfir hópnum. „Okk-
ur þykir skemmtilegt héma á íslandi
og við hlökkum mikið til leiksins.
Þessi leikmannahópur hefur verið
nánast óbreyttur sl. þrjú ár, menn
þekkjast vel og inn á milli em grallar-
ar sem er ekkert heilagt. Það er ailtaf
mikið hlegið á æfingum okkar."
Sé möguleika í KR-liðinu.
Fenlon var staddur á KR-velhn-
um um helgina og fylgdist með leik
KR og Fylkis, en lokatölur þar urðu
sem kunnugt er 1-1. Þá gerði Fenlon
sér einnig ferð á leik FH og KA. „Af
því sem ég hef séð em gæðin í ísl-
enskri knattspyrnu mjög svipuð
þeim sem við höfum á írlandi. Ég
býst við tveimur mjög erfiðum leikj-
um gegn KR-ingum.“
Hvað fannst þér um KR-liðið?
„Þeir em mjög svipaðir að getu
og ég hafði búist við og það em
nokkrir mjög góðir einstaldingar í
liðinu. Við vomm einnig með njósn-
ara í leiknum þeirra gegn FH í síð-
ustu viku og þá léku þeir með annað
leikkerfi en gegn Fylki. Svo þetta er
greinilega fjölbreytt lið og verður
forvitnilegt að sjá hvernig þeir spila
gegn okkur. En allir stjórar geta séð
veikleika í öllum liðum. Ég er viss
um að þjálfari KR sér hvar við erum
veikastir alveg eins og ég sé ýmsa
möguleika gegn KR sem við ætlum
að prófa í leiknum. Þeir hafa sínar
veiku hliðar og þær ætlum við að
nýta okkur. Ég vil samt ekkert fara
nánar í hverjir þeir veikleikar em.“
Hvemig munuð þið fara inn í
leikinn?
„Við fömm í leikinn til að vinna
hann. Það er ekki í eðli míns liðs að
spila varnarleik - að fara inn í leiki
með því hugarfari að verja stigið
sem við höfúm áður en leikurinn
hefst. Við horfum til leiksins eins og
um venjulegan deildarleik sé að
ræða og við munum spila okkar
bolta. Við emm miklu meira sóknar-
veiku hliðar og þær
ætium við að nýta
okkur."
lið en varnarlið og ætlum að reyna
að skora mark á útivelli. Við erum
með fljóta vængmenn og marka-
hæstu menn írsku deildarinnar svo
að við eigum að geta skorað mörk.“
Býst við hörðum slag
Shelboume verða án þriggja lyk-
ilmanna í leiknum gegn KR, manna
sem „em ávallt í byrjunarliði okkar"
eins og Fenlon orðar það. „En ég veit
að KR-ingar em einnig án sterkra
manna svo að það virðist vera jafnt
með liðum hvað það varðar. KR hafa
góða reynslu af Evrópukeppni, em
meistarar síðustu tveggja ára hér á
íslandi og ég veit til þess að þeir hafa
verið að spila undir getu það sem af
er tímabilinu. Við emm klárlega að
fara að spila við hörkulið," segir
Fenlon.
Leikurinn hefst kl. 20 í kvöld og
fer fram á Laugardalsvellinum. Síð-
ari leikurinn fer fram á írlandi að
viku liðinni.
vignir@dv.is
„Við förum í leikinn til að vinna hann. Það er
ekki í eðli míns liðs að spila varnarleik og við
ætlum að reyna að skora mark á útivelli".