Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ2004
Sport DV
*
Framherjinn Eiður Smári Guðjohnsen ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska knattspyrnumenn og
iþróttamenn yfirleitt hvað varðar laun. Samkvæmt heimildum DV er bilið á milli hans og annarra
leikmanna enn að breikka því nýi samningurinn sem honum hefur verið boðinn og
hann skrifar væntanlega undir á föstudaginn er mun betri en sá gamli.
Eiður Smári með
milljón á dag
Eiður Smári Guðjohnsen mun skrifa undir nýjan ijögurra ára
samning við Chelsea í vikulokin. Þetta staðfesti Arnór, faðir Eiðs
Smára og umboðsmaður hans, og sagðist vonast til að skrifað
yrði undir samninginn á föstudaginn. Samningur Eiðs Smára er
mun betri en gamli samningurinn sem hann skrifaði undir í
fyrra og gerir Eið Smára að langlaunahæsta íþróttamanni
íslands fyrr og síðar.
Arnór vildi í samtali við DV ekki
tjá sig eitt aukatekið orð um
launahlið samningsins og sagði
hann algjört trúnaðarmál. DV hefur
hins vegar áreiðanlegar heimildir
fyrir því að Eiður Smári muni fá að
minnsta kosti sjö milljónir í
vikulaun (55 þúsund pund) en sú
tala gæti farið upp í 8,5 milljónir (65
þúsund pund) ef samninga-
viðræðumar ganga vel. Eiður Smári
mun því tvöfalda laun sín frá gamla
samningnum og verða lang-
launahæsti íslenski knattspyrnu- og
íþróttamaðurinn frá upphaifi. Eiður
verður því með rúma eina milljón á
dag, alla 365 daga ársins, laun sem
hinn íslenski almúgamaður á
sjálfsagt erfitt með að ímynda sér.
Arnór sagði að þessi nýi
samningur hefði verið á
teikniborðinu nokkuð lengi og
byrjað hefði verið að ræða
samninginn í mars.
Nýtum meðbyrinn
„Þeir hafa verið mjög ánægðir
með strákinn enda hefur hann sýnt
mikla þolinmæði þrátt fýrir að hafa
ekki alltaf fengið að njóta sannmælis
hjá Claudio Ranieri. Forráðamenn
liðsins voru meðvitaðir um það og
það var allan tímann ljóst að hann
var inni í framtíðaráformum félags-
ins. Hann er á góðu skriði þessa
dagana og vissulega ber þetta
samningstilboð það með sér að þeir
hafa mikla trú á honum. Hann er
með góða stöðu og það er um að
gera að nýta sér það,“ sagði Arnór
sem er að ganga frá sínum fyrsta
samningi sem umboðsmaður og
DV hefur hins vegar áreiðanlegar heimildir
fyrir því að Eiður Smári muni fá að minnsta
kosti sjö milljónir í vikulaun (55 þúsund pund)
en sú tala gæti farið upp í 8,5 milljónir (65
þúsund pund) ef samningaviðræðurnar ganga
vel.
ræðst ekki á garðinn þar sem hann
er lægstur í fyrstu tilraun.
Fyrsti samningurinn
„Þetta er fyrsti samningurinn
sem ég geng frá einsamall en að
sjálfsögðu munu lögfræðingar fara
yfir samninginn áður en hann
verður endanlega kláraður. Ég hef
unnið að mörgum samningum
ásamt breskum samstarfsfélögum
mínum. Það slitnaði hins vegar upp
úr samstarfi okkar fyrir skömmu og
því er ég einn á báti núna. Það voru
engir umboðsmenn í gamia daga
þannig að ég hef góða reynslu í
samningamálum þó vissulega hafi
þeir samningar ekki verið af sömu
stærðargráðu og þessi," sagði Arnór
í samtali við DV í gær.
Sonurinn gullgæs
Það er alveg ljóst að Arnór
Guðjohnsen getur lifað hinu þokka-
legasta lífi af því að koma fram fyrir
hönd sonar síns á tveggja til þriggja
ára fresti og semja við
fótboltafélög, hvort heldur sem
það er Chelsea eða eitthvað
annað félag. Samkvæmt
tölum frá Englandi fá
umboðsmenn leikmanna
yfirleitt 10% af launum
íeikmanna fyrir sína vinnu. í
tilfelli Amórs fær hann því
145,6 milljónir fyrir snúð sinn á
þessum fjórum árum, 2,8 milljónir á
mánuði eða 100 þúsund kall á dag
fyrir að leiða soninn í gegnum
langar og strangar samninga-
viðræður.
oskar@dv.is
í tilfelli Arnórs fær
hann því 145,6
milljónir fyrir snúð
sinn á þessum
fjórum árum, 2,8
milljónirá
mánuði eða
100 þúsund
kall á dag fyrir
að leiða
soninn í
gegnum
langarog
strangar
samn-
inga-
við-
ræð-
ur.
Góð laun EiðurSmári
Guðjohnsen skrifar
væntaniega undir nýjan
fjögurra ára samning við
Chelsea á föstudaginn.
Samkvæmt heimildum DV
mun Eiður Smári fá
helmingi hærri laun en
áður en þau voru svo sem
ágæt fyrir. Þaðþarf varla
að taka það fram að hann
er langlaunahæsti /slenski
íþróttamaðurinn í dag.
Reuters
Unnið hjá stóru körlunum Valter di Salvo sá um að halda ieikmönnum Lazio f formi er
Sven-Göran Eriksson stýrði liðinu. Hann mun gera silkt hið sama hjá Man. Utd þar sem Sir Alex
Ferguson er knattspyrnustjóri.
Man. Utd ræður manninn sem David Beckham sagði ástæðu
þess að hann var ekki í nógu góðu formi á EM
Kemur United í form en ekki Becks
Sir Alex Ferguson, knattspymu-
stjóri Man. Utd, réð í gær líkams-
ræktarþjálfarann Valter di Salvo til
félagsins en Salvo þessi komst í
heimsfréttirnar fyrr í sumar er
David Beckham kenndi honum um
að vera ekki í nógu góðu formi á
EM.
Þessi ákvörðun Fergusons er
kjaftshögg fyrir Beckham enda gaf
Beckham þá einu ástæðu fýrir slöku
formi á EM að Di Salvo hefði ekki
unnið vinnuna sína.
Það er Carlos Queiros að þakka
að Di Salvo fékk starfið hjá United
en Queiros var verulega ánægður
með störf hans hjá Real Madrid er
hann þjálfaði liðið í fyrra. Queiros
var reyndar rekinn frá Real eftir
tímabilið en Ferguson bauð honum
starf aðstoðarmanns hjá United en
Queiros gegndi því starfi áður en
hann fór til Real.
Di Salvo hefur reyndar verið í
sárum eftiryfirlýsingu Becks í sumar
en nýja starfið ætti að hressa hann
við.
Lélegur atvinnumaður
Það er óhætt að segja að þessar
yfirlýsingar Beckhams eftir Portú-
gal leikinn hafi vakið athygli en
hann sagði orðrétt að hann hefði
verið í miklu betra formi hjá United.
Þessi yfirlýsing fór ekki vel í
Queiros sem ásakaði Beckham í
kjölfarið um að vera lélegur
atvinnumaður sem leitaði alltaf að
ódýrum afsökunum til þess að
hylma yfir lélegt líkamsástand.
Meira að segja Luis Figo, félagi
Beckhams hjá Real Madrid, var hissa
á þessari afsökun Beckhams og
sagði hana reyndar vera tóma
vitleysu. Figo benti á að hann hefði
æft nákvæmlega eins og Beckham
allan veturinn en samt hefði hann
verið í toppformi á EM.
Di Salvo er ítalskur og er mikils
virtur í heimalandi sínu fyrir að
koma sífellt með nýjar hugmyndir
og að þora að innleiða eitthvað nýtt
í líkamsþjálfun knattspyrnumanna.
Til þess notar hann nýjustu tækni og
á því var hann byrjaður er hann sá
um að halda mönnum í formi hjá
Lazio en þá stýrði Sven-Göran
Eriksson, landsliðsþjálfari Englands,
félaginu. henry@dv.is