Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2004, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ2004 Fréttir ÐV Magnús Þór sannspár „Framsóknarmenn geta ekki sagt að þeir hafi ekki verið varaðir við,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður fijálslyndra, sem segist hafa varað Framsókn- arflokkinn alvarlega við því að fylgi flokksins myndi hrynja vegna fjölmiölafrum- varpsins. Þetta gerði Magn- ús Þór í ræðu á Alþingi 15. maí: „Ég vil beina orðum mínum til þing- flokks Framsóknar- flokksins og biðja þáum aðhugsa sinn gang mjög al- varlega þvf ef þetta frumvarp fer í gagn verður stór- slys," sagði Magnús. Vilja karl úr ráðherrastóli Stjómir Kvenréttindafé- lags Islands og Kvenfélaga- sambands íslands vilja að ríkisstj ómarflokkamir j afni hlut kvenna við fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjóminni í haust. Stjómimar minna á að við síðustu alþingiskosn- ingar hafi hlutur kvenna minnkað verulega, sem sé óviðunandi tfl frambúðar, ekki síst út frá jafhréttisáætl- un ríkisstjómarinnar. Jöihunin sé nauðsyn svo taka megi ábyrgar ákvarðan- ir í þágu jafnréttis. Mun Framsókn ná sér á strik? Birgir Hóim Björgvinsson stjómarmaður I Sjómannafélagi Reykjavlkur „Ég vona ekki. Það er kominn tími til fyrirþennan flokk aö fá aðeins á baukinn. Að þeir fái góða viðvörun og að það standi I næstu kosningum. Númer eitt, tvö og þrjú er ég á móti kvótakerfinu sem for- maðurinn Halldór er nú höf- undur að og svo finnst mér þetta hrikalegur klíkuflokkur. Er að verða eins og Alþýðu- flokkurinn gamli. Svo ofbýður manni undirlægjuháttur viö Sjálfstæðisflokkinn. “ Hann segir / Hún segir „Ég vona að miðað við þeirra framgöngu þá nái þeirsér ekki á strik alveg strax. Mér finnst þeir hafa staðið sig illa I þessu fjölmiðlamáli og ríkisstjórn- inni almennt. Svo finnst mér Íraksstríðið mjög stórt mál. Hvernig þeir hafa staðið að því, varið það og elt stefnu Sjálfstæöisflokksins. Þess vegna held ég að þeir eigi ekki skilið að ná meira fylgi - í biii.“ Gyða Haraldsdóttir sáifræðingur Hannes Hólmsteinn Gissurarson vinnur að heimildamynd um Davíð Oddsson forsæt- isráðherra. Hann komst inn í Hvíta húsið á blaðamannapassa þegar Davíð hitti George W. Bush Bandaríkjaforseta. Tökumaður Hannesar var lokaður úti. Svo virðist sem mikil leynd hvíli yfir gerð myndarinnar og Hannes vildi ekki tjá sig um hana. Á hvíta tjaldið Töku- maður Hannesar sagðist hafa náÖ góöum mynd- um af forsætisráðherran- um f heimsókninni Hannes Hólmstein Gissurarson var í Hvíta húsinu á afmælisdegi George W. Bush forseta Bandaríkjanna þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra fór til fundar við hann 6. júlí síðastliðinn. Hannes, sem er prófessor við Háskóla fslands, státaði af blaða- mannapassa og var kvikmyndatökumaður með í för. Hannes vakti nokkra athygli íjöl- miðla sem þar vom staddir og fór meðal annars inn á skrifstofu forset- ans og tók þátt í afmælissöng til heið- urs Bush. Helgi Ágústsson, sendi- herra í Washington, segir í samtali við DV að Hannes hafi fengið blaða- mannapassa hjá sendiráðinu í Wash- ington fýrir sig og kvikmyndatöku- mann á þeim forsendum að hann væri að vinna að gerð heimilda- myndar. Aðspurður hvort hann hann hafi verið þarna á vegum Ríkis- útvarpsins vísaði Helgi á Guðna Bragason sendifulltrúa sem veitti Hannesi og tökumanninum blaða- mannapassann. „Ég er ekki upplýsingafulltrúi fyrir utanríkisráðuneytið. Ég veiti engar upplýsingar um Hannes Hólmstein eða þessa ferð í Hvíta húsið," sagði Guðni í samtali við DV. Vesen við forsetaskrifstofu Ólafur Sigurðsson fréttamað- ur sem var í Hvíta húsinu á sama tíma sagði að kvikmyndatöku- manni Hannesar, Guð- mundi Bergkvist Steins- syni hafi ekki verið hleypt inn á skrifstofu forsetans með Hannesi fyrir ein- hvern misskiln- ing. Þegar E hafði sambandi við Guðmund kvik- myndatökumann og spurði hann um heimildamynd Hannesar sagðist hann hafa verið að taka upp efni með Davíði Oddssyni fyrir Hannes, með- an forsætisráðherrann væri enn í embætti. Og kvaðst hafa náð góðum myndum í Hvíta húsinu. Aðspurður hvort Hannes væri að gera heimildamynd um Davíð Oddsson sagðist kvikmyndatökumað- urinn hafa náð góðum myndum, en vildi ekki tala um heimilda- myndina að öðru leyti. rap@idv.is Hannes Hólmsteinn Gissurarson Gerði heimild- amynd um HalldórLaxness. Davíð Oddsson ernæstur. Gomez Bustamante gripinn á Kúbu Mótmæli á írlandi enduðu með slagsmálum Talinn hafa smyglað 500 tonnum af kókaíni Yfirvöld á Kúbu hafa gefið út yfir- lýsingu um að þau hafi nú Luis Hern- ando Gomez Bustamante í haldi eftir að hann kom til Havana fyrr í mánuð- inum á fölsuðu vegabréfi. Busta- mante er einn helsti eiturlyijakóngur heims og eftirlýstur víða um heim. Hann er talinn hafa smyglað um 500 tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna frá árinu 1990 og til dags- ins í dag. Bustamante, eða Ras- guno eins og hann er kallaður, er einn af höf- uðpaurum Northem Valle-eiturlyfjahringsins sem er sá stærsti í Kól- umbíu þessa dagana og hefur tekið við af Medell- in- og Cali-hringjunum sem tekist hefur að upp- ræta. Bandaríkjamenn hafa lagt fimm milljónir dollara til höfuðs Busta- - mante en vandamálið er að þeir geta ekki fengið hann framseldan frá Kúbu þar sem engir samningar em í gildi á milli landanna. Hann er einnig eftir- lýstur í Kólumbíu og þessa stundina liggur ekki ljóst fyrir hvort Kúba muni framselja hann þangað eða rétta yfir honum í Havana. Rasguno var ákærður í Bandaríkj- unum í maí síðast- liðnum fyrir eitur- lyfjasölu, peninga- þvætti og fleira og ef hann verður sekur fundinn bíður hans lífstíðarfangelsis- dómur. Kaþólikkar réðust á mótmælendur Kröfuganga mótmælenda í gegn- um Belfast á Norður-írlandi í upp- hafi vikunnar endaði með fjölda- slagsmálum er kaþólikkar réðust á gönguna. Lögreglumenn lentu mitt á milli hinna stríðandi fylkinga og þurftu 25 lögreglumenn að fara á slysavarðstofuna í framhaldinu. Fleiri hundmð manns köstuðu grjóti og flöskum í hvern annan í Ardoyne- hverfinu í Bel- fast. Það vom meðlimir Ór- amureglunnar sem stóðu að göngunni í gegnum hverfið en hún er farin ár- lega til að minnast þekkts sigurs mótmælenda á kaþólikkum í omstu fyrir um 300 ámm síðan. Lögreglumenn mættu fjölmennir til að reyna að halda friðinn í kring- um þessa kröfugöngu en hún hefur ætíð farið úr böndunum á undan- förnum áratugum. Fjöldaslags- málin að þessu sinni stóðu í um klukkutíma og voru í mikilli mótsögn við hundmð ann- arra mótmæla af svipuðum toga á hverju ári á Norður- írlandi sem fara friðsam- lega fram. Óraníumenn Göngu- tiðin á Norður-irlandi er hafin og lögreglan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.